Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Rekur kvennablað og ræktar grænsprettur

24. nóvember 2017

Bráðamóttakan er einn skemmtilegasti og fjölbreyttasti vinnustaður landsins að mati Soffíu Steingrímsdóttur, en samhliða starfinu á Bráðamóttöku í Fossvoginum rekur hún Kvennablaðið og ræktar grænsprettur fyrir veitingahús á Íslandi.

Soffía heillaðist af margbreytileika hjúkrunarstarfsins þegar hún vann við umönnun á Hrafnistu í Hafnarfirði á unglingsárum. „Ég vissi snemma að ég ætlaði að verða hjúkrunarfræðingur. Ég heillaðist af margbreytileika starfsins og því að geta gefið af mér til annars fólks þegar það þarf á því að halda og er sem viðkvæmast,“ segir Soffía, en hún hóf nám í hjúkrun að loknu stúdentsprófi og útskrifaðist 1994.

Skemmtilegra í Reykjavík en í Los Angeles

Soffía, sem er 47 ára og borin og uppalin í Hafnarfirði, býr með unglingunum sínum tveimur í Garðabæ en elsta barn hennar er erlendis í námi. Hún flutti til Los Angeles árið 1995, tók bandarískt hjúkrunarpróf og vann við heimahjúkrun með langveik börn, í ungbarnavernd og loks á bráðamóttöku. Að fjórum árum liðnum var ætlunin að koma í stutta heimsókn heim til Íslands en hún varð barnshafandi meðan á heimsókninni stóð. „Ég sneri ekki aftur en þetta var frábær reynsla og það var mjög gott að búa og starfa þarna. Þrátt fyrir að launin hafi verið mjög góð var mikið skrifræði, auk þess sem starf hjúkrunarfræðinga í LA var mun afmarkaðra en hér á landi. Það var ekki allt í öllu eins og hér, og því mun skemmtilegra hér,“ segir hún.

Þessu sinni ég með starfi mínu sem hjúkrunarfræðingur á Bráðamóttöku í Fossvoginum, sem er klárlega einn skemmtilegasti og fjölbreyttasti vinnustaður landsins.

Stuttu eftir heimkomuna stofnaði hún kvennavefinn, femin.is, en þrátt fyrir að hún hafi tekið að sér fjölbreytt verkefni hefur hún alltaf unnið af og til við hjúkrun. Nú rekur hún Kvennablaðið ásamt því að rækta grænsprettur fyrir veitingahús á Íslandi. Grænspretturnar, sem ræktaðar eru í sérútbúnum gámum, eru stútfullar af næringarefnum. „Við notum engin aukaefni, bara vatn og hreina mold.“ Soffía ræktar einnig klettasprettur, kóríander, bauna- og sólblómasprettur og sítrónumelissu og til stendur að almenningur geti keypt þessar vörur innan skamms. „Þessu sinni ég með starfi mínu sem hjúkrunarfræðingur á Bráðamóttöku í Fossvoginum, sem er klárlega einn skemmtilegasti og fjölbreyttasti vinnustaður landsins. Það hentar mér mjög vel að vinna í vaktavinnu og mér líkar að það er enginn dagur eins í vinnunni. Ég starfa einnig í Neyðarmóttökuteyminu, sem er fyrir þolendur kynferðisofbeldis sem starfrækt er á Bráðamóttökunni, og þar er mjög metnaðarfullt starf unnið. Ég er svo heppin að vinna við það sem ég hef áhuga á.“

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Til bakagreinasafn

Efst á baugi

Pistill formanns

Það er alltaf gott að sjá góða umræðu um störf okkar, kjarabaráttu og stefnu, enda er þetta félagið okkar allra og við eigum að láta í okkur heyra og hafa skoðanir.

Nánar

Pistill formanns

Þann 28. febrúar síðastliðinn hélt Fíh málþing um starfsumhverfi, álag í starfi og laun og kjör hjúkrunarfræðinga á hótel Natura.

Nánar

Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."

Nánar

Fræðigreinar

 • Vellíðan skjólstæðinga og starfsfólks á hjúkrunarheimili með trúarlegri aðstoð

  Þjónusta djákna snýst um nærveru og samfylgd við fólk, að vera með fólki á tilteknu tímabili í lífi þess, að vera til staðar í gleði og sorg. Djákni Sóltúns er hluti af öflugu teymi starfsmanna. Hann sinnir sálgæslu íbúa, aðstandenda og starfsfólks í samræmi við gildi kristinnar kirkju, hugmyndafræði, markmið og gæðakerfi heimilisins.

  Fagið

  Hjúkrunarheimili

  Líkn og lífslok

  Stuðningur

  Öldrun

  Faggrein

 • Margnota búnaður á heilbrigðisstofnunum er varasamur sjúklingum

  Á heilbrigðisstofnunum er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga. Eitt af því er hætta á sýkingum sem geta leitt til alvarlegri veikinda og lengri dvalar á sjúkrahúsum, aukins kostnaðar og jafnvel valdið dauða.

  Fagið

  Sýkingar og smit

  Öryggi

  Faggrein