Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Rekur kvennablað og ræktar grænsprettur

greinasafn
24. nóvember 2017

Bráðamóttakan er einn skemmtilegasti og fjölbreyttasti vinnustaður landsins að mati Soffíu Steingrímsdóttur, en samhliða starfinu á Bráðamóttöku í Fossvoginum rekur hún Kvennablaðið og ræktar grænsprettur fyrir veitingahús á Íslandi.

Soffía heillaðist af margbreytileika hjúkrunarstarfsins þegar hún vann við umönnun á Hrafnistu í Hafnarfirði á unglingsárum. „Ég vissi snemma að ég ætlaði að verða hjúkrunarfræðingur. Ég heillaðist af margbreytileika starfsins og því að geta gefið af mér til annars fólks þegar það þarf á því að halda og er sem viðkvæmast,“ segir Soffía, en hún hóf nám í hjúkrun að loknu stúdentsprófi og útskrifaðist 1994.

Skemmtilegra í Reykjavík en í Los Angeles

Soffía, sem er 47 ára og borin og uppalin í Hafnarfirði, býr með unglingunum sínum tveimur í Garðabæ en elsta barn hennar er erlendis í námi. Hún flutti til Los Angeles árið 1995, tók bandarískt hjúkrunarpróf og vann við heimahjúkrun með langveik börn, í ungbarnavernd og loks á bráðamóttöku. Að fjórum árum liðnum var ætlunin að koma í stutta heimsókn heim til Íslands en hún varð barnshafandi meðan á heimsókninni stóð. „Ég sneri ekki aftur en þetta var frábær reynsla og það var mjög gott að búa og starfa þarna. Þrátt fyrir að launin hafi verið mjög góð var mikið skrifræði, auk þess sem starf hjúkrunarfræðinga í LA var mun afmarkaðra en hér á landi. Það var ekki allt í öllu eins og hér, og því mun skemmtilegra hér,“ segir hún.

Þessu sinni ég með starfi mínu sem hjúkrunarfræðingur á Bráðamóttöku í Fossvoginum, sem er klárlega einn skemmtilegasti og fjölbreyttasti vinnustaður landsins.

Stuttu eftir heimkomuna stofnaði hún kvennavefinn, femin.is, en þrátt fyrir að hún hafi tekið að sér fjölbreytt verkefni hefur hún alltaf unnið af og til við hjúkrun. Nú rekur hún Kvennablaðið ásamt því að rækta grænsprettur fyrir veitingahús á Íslandi. Grænspretturnar, sem ræktaðar eru í sérútbúnum gámum, eru stútfullar af næringarefnum. „Við notum engin aukaefni, bara vatn og hreina mold.“ Soffía ræktar einnig klettasprettur, kóríander, bauna- og sólblómasprettur og sítrónumelissu og til stendur að almenningur geti keypt þessar vörur innan skamms. „Þessu sinni ég með starfi mínu sem hjúkrunarfræðingur á Bráðamóttöku í Fossvoginum, sem er klárlega einn skemmtilegasti og fjölbreyttasti vinnustaður landsins. Það hentar mér mjög vel að vinna í vaktavinnu og mér líkar að það er enginn dagur eins í vinnunni. Ég starfa einnig í Neyðarmóttökuteyminu, sem er fyrir þolendur kynferðisofbeldis sem starfrækt er á Bráðamóttökunni, og þar er mjög metnaðarfullt starf unnið. Ég er svo heppin að vinna við það sem ég hef áhuga á.“

Til baka

Pistlar og viðtöl

Pistlar

Af hverju er Ísland með eitt lægsta hlutfall karlkyns hjúkrunarfræðinga í hinum vestræna heimi, ef ekki hreinlega það lægsta?

Nánar

Fagleg málefni

Hjúkrun

Líkn og lífslok

Saga

Hjúkrunarfræðingurinn

„Það mátti í raun ekki tala um þetta, hugmyndir voru um að öll umræða um dauðann vekti hræðslu,“ segir Bryndís Konráðsdóttir þegar hún rifjar upp þann tíma þegar hún hóf að kynna líknarmeðferð hér á landi á níunda áratug síðustu aldar. „Það voru ýmis ljón á veginum sem enginn skilur í dag.“

Nánar

Heilbrigðiskerfi

Hjúkrun

Kjör

Mönnunarmál

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Pistlar

Nýtt ár er gengið í garð sem vonandi felur í sér ný og spennandi tækifæri. Líkt og við gerum gjarna í byrjun árs setjum við okkur persónuleg áheit, en það er undir hverjum og einum komið hve mikið við leggjum á okkur að ná tilsettum markmiðum og með hvaða hugarfari við nálgumst það. Verður glasið mitt hálf tómt eða hálf fullt á nýju ári?

Nánar

Fræðigreinar

 • Svefn og vaktavinna

  Vaktavinna, sem er veruleiki margra hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, getur haft margvíslegar afleiðingar á heilsu þeirra og lífsgæði bæði til skemmri og lengri tíma. Rannsóknir benda til að vaktavinna geti með tímanum stuðlað að þunglyndi, streitu og kvíða og þá eru marktæk tengsl milli vaktavinnu og langvinnrar vitsmunalegrar skerðingar.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Svefn

  Vinnumarkaður

  Faggrein

 • Maður, kona, mein. Þarfir maka sjúklinga sem fá hormónahvarfsmeðferð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins

  Katrín Blöndal, Kristín Þorbergsdóttir, Ásdís Ingvarsdóttir, Sigríður Zoëga og Herdís Sveinsdóttir

  Hormónahvarfsmeðferð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins fylgja víðtækar hliðarverkanir sem hafa áhrif á líðan sjúklings og samband hans og maka hans. Lítið er vitað um sértækar þarfir þessara maka hérlendis. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða vandamál þeirra og þarfr fyrir upplýsingar og stuðning.

  Fagið

  Ritrýnd grein