Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Munu ungir hjúkrunarfræðingar starfa við hjúkrun?

greinasafn
Ljósm. Kristinn Ingvarsson
2. desember2017

Yfir þriðjungur nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarnema telja líklegt að þeir muni starfa við annað en hjúkrun í framtíðinni. Fyrsta árið í starfi einkennist oft af streitu og kvíða og telja nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar að auki þurfi herminám og klíníska kennslu til að vera betur undirbúin fyrir starfið. Þá fara allmargir ungir hjúkrunarfræðingar sem hætta störfum í hjúkrun í flugfreyjustarf. Þetta er meðal rannsóknarniðurstaðna á hjúkrunarfræðinemum og ungum hjúkrunarfræðingum sem framkvæmdar hafa verið nýlega við Háskóla Íslands undir leiðsögn Birnu G. Flygenring lektor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og fjallað var um á ráðstefnunni Hjúkrun 2017.

Þriðji hver vill starfa við annað en hjúkrun

Birna segir áhyggjuefni hversu margir ungir hjúkrunarfræðingar hætta í hjúkrun á fyrstu tveimur árum eftir útskrift bæði hér á landi og erlendis. Að því er fram kom í könnun sem framkvæmd var meðal 112 hjúkrunarfræðinema við bæði Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri sem útskrifuðust vorið 2017, er aðstoð samstarfsmanna sá áhrifaþáttur sem vegur þyngst í ákvörðun þeirra að starfa við hjúkrun á næstu árum. Þá vega þættir eins og sanngjörn laun og hæfilegt vinnuálag, að öryggi starfsmanna sé tryggt, góður starfsandi og vinnuleiðbeiningar, áhugavert starf og stuðningur og leiðsögn stjórnenda mikið í þeirri ákvörðun. Um þriðjungur aðspurðra telja líklegt að þeir myndu starfa við annað en hjúkrun í framtíðinni. Þá hafði þriðjungur einnig velt því oft fyrir sér að skipta um námsgrein. Enginn marktækur munur var á milli nemenda við háskólana.

Meirihluti sem hætta fara í flugfreyjustörf

Að því er fram kemur í rannsókn sem náði til 50 hjúkrunarfræðinga á aldrinum 27-43 ára sem hætt hafa í hjúkrun störfuðu 61% þeirra sem flugfreyjur. Meirihlutinn, eða sjö af hverjum tíu, hefur áhuga á að starfa við hjúkrun í framtíðinni en rúmlega helmingur þeirra telur það óvíst hvenær það verður. Ein aðalástæðan að hjúkrunarfræðingar hætta í hjúkrun eru launakjör. Aðrir þættir eru mikið vinnuálag og streita í starfi. Erfiðleikar við að samræma vinnu og fjölskyldulíf hafa einnig töluverð áhrif á ákvörðun þeirra að hætta í hjúkrun. Svarhlutfall í rannsókninni var 88%. Þessar kannanir er hluti af stærri rannsókn Birnu G. Flygenring lektors og Herdísar Sveinsdóttir prófessor á því hvers vegna ungir hjúkrunarfræðingar hætta í hjúkrunarstörfum.

Ljósm. Kristinn Ingvarsson

 

Til baka

Pistlar og viðtöl

Pistlar

Af hverju er Ísland með eitt lægsta hlutfall karlkyns hjúkrunarfræðinga í hinum vestræna heimi, ef ekki hreinlega það lægsta?

Nánar

Fagleg málefni

Hjúkrun

Líkn og lífslok

Saga

Hjúkrunarfræðingurinn

„Það mátti í raun ekki tala um þetta, hugmyndir voru um að öll umræða um dauðann vekti hræðslu,“ segir Bryndís Konráðsdóttir þegar hún rifjar upp þann tíma þegar hún hóf að kynna líknarmeðferð hér á landi á níunda áratug síðustu aldar. „Það voru ýmis ljón á veginum sem enginn skilur í dag.“

Nánar

Heilbrigðiskerfi

Hjúkrun

Kjör

Mönnunarmál

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Pistlar

Nýtt ár er gengið í garð sem vonandi felur í sér ný og spennandi tækifæri. Líkt og við gerum gjarna í byrjun árs setjum við okkur persónuleg áheit, en það er undir hverjum og einum komið hve mikið við leggjum á okkur að ná tilsettum markmiðum og með hvaða hugarfari við nálgumst það. Verður glasið mitt hálf tómt eða hálf fullt á nýju ári?

Nánar

Fræðigreinar

 • Svefn og vaktavinna

  Vaktavinna, sem er veruleiki margra hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, getur haft margvíslegar afleiðingar á heilsu þeirra og lífsgæði bæði til skemmri og lengri tíma. Rannsóknir benda til að vaktavinna geti með tímanum stuðlað að þunglyndi, streitu og kvíða og þá eru marktæk tengsl milli vaktavinnu og langvinnrar vitsmunalegrar skerðingar.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Svefn

  Vinnumarkaður

  Faggrein

 • Maður, kona, mein. Þarfir maka sjúklinga sem fá hormónahvarfsmeðferð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins

  Katrín Blöndal, Kristín Þorbergsdóttir, Ásdís Ingvarsdóttir, Sigríður Zoëga og Herdís Sveinsdóttir

  Hormónahvarfsmeðferð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins fylgja víðtækar hliðarverkanir sem hafa áhrif á líðan sjúklings og samband hans og maka hans. Lítið er vitað um sértækar þarfir þessara maka hérlendis. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða vandamál þeirra og þarfr fyrir upplýsingar og stuðning.

  Fagið

  Ritrýnd grein