Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Úr kaffigerð í hagsmunabaráttu og geðfræðslu

greinasafn
21. desember2017
Elísabet Brynjarsdóttir er 25 ára gömul og útskrifaðist vorið 2017 úr hjúkrunarfræði. Eftir útskrift hóf hún að vinna við heimahjúkrun á stöð sem þjónustar Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi. Síðastliðið haust tók hún við sem teymisstjóri og heldur utan um teymi sem sinnir skjólstæðingum í Hafnarfirði og Garðabæ. Meðfram námi starfaði hún á blóðlækningadeild Landspítala. Elísabet býr enn í foreldrahúsum sem hefur sína kosti að hennar mati. „Ég bý hjá móður minni sem er einmitt líka starfandi hjúkrunarfræðingur sem „leyfir mér“ að vera heima og safna mér fyrir framtíðinni og mögulegu framhaldsnámi.“

„Ég hef alla tíð haft áhuga á mannslíkamanum, líffærafræði, lífeðlisfræði og samfélaginu. Eftir framhaldsskóla tók ég inntökuprófið í læknisfræði en komst ekki inn, og ákvað þá að „prófa“ hjúkrunarfræði,“ segir Elísabet. Hún heillaðist strax af náminu, fagmennskunni og heildrænni sýn hjúkrunar. „Nándin við einstaklingana, samskiptahæfni, skipulagshæfni og heildræn sýn á skjólstæðingana var eitthvað sem átti vel við mig og þess vegna kom ekkert annað til greina en hjúkrun eftir að ég byrjaði í náminu og kynntist því.“

Daglegar áskoranir skemmtilegastar

Að mati Elísabetar er það skemmtilegasta við hjúkrunarstarfið áskoranir hvers dags. „Ég veit aldrei hvernig dagurinn minn verður þegar ég stimpla mig inn. Ég veit aldrei hvernig skjólstæðingum mínum líður eða hvaða áskoranir bíða þeirra sem ég get aðstoðað þá með. Maður þarf að vera fljótur að aðlagast gjörbreyttum aðstæðum sem er ótrúlega spennandi umhverfi og heldur manni á tánum.“ Þá telur hún mikilvægt að halda sér við með því að auka faglega þekkingu þar sem heilbrigðiskerfið er í stöðugri þróun. „Þetta tel ég vera mjög spennandi eiginleiki starfsins. Sömuleiðis að geta mögulega rannsakað og komist að nýjum hlutum, fært rök fyrir breytingum á þjónustu í hag skjólstæðinga og kerfisins.“ Fyrir henni var bæði námið og hjúkrunarstarfið persónulegt þroskaferli. „Þetta hefur kennt mér hvað það eru til fjölmargar hliðar á einu vandamáli.“

 „Þeir sem eru mér hvað efst í huga núna, stuttu eftir útskrift, er hve ótrúlega fjölbreytt starfið er, hversu margir möguleikar eru í boði og hvað það eru mörg og fjölbreytt sóknarfæri í hjúkrun."

Elísabet telur kostirnir við hjúkrunarstarfið vera fjölmarga. „Þeir sem eru mér hvað efst í huga núna, stuttu eftir útskrift, er hve ótrúlega fjölbreytt starfið er, hversu margir möguleikar eru í boði og hvað það eru mörg og fjölbreytt sóknarfæri í hjúkrun. Það er margt spennandi framundan, tel ég, fyrir hjúkrun og hjúkrunarfræðinga og tækifæri fyrir áframhaldandi þróun starfs og aukinni fagmennsku. Ég stend núna frammi fyrir því að velja mér framhaldsnám og get varla ákveðið hvað ég vil læra, því það er svo margt í boði. Það er ekki annað hægt að segja en að framtíðin er spennandi!“

Kaffigerð, pólitík og geðfræðsla

Elísabet hefur ástríðu fyrir te- og kaffigerð enda fyrrverandi kaffibarþjónn til fjögurra ára. Meðfram kaffidrykkjunni fylgist hún grannt með samfélagsumræðunni og pólitíkinni en hún tók virkan þátt í stúdentapólitíkinni í háskólanum og hagsmunabaráttu nemenda en hún er formaður sviðsráðs Heilbrigðisvísindasviðs. Á námsárunum var hún í Stúdentaráði í tvö ár og er nú oddviti Röskvu, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands. Í haust fékk hún tækifæri til að starfa sem stundakennari við Háskóla Íslands í áfanga fyrir fyrsta ár í hjúkrunarfræði sem heitir Hjúkrunarfræði og hjúkrunarstarf. „Þar fékk ég tækifæri til að kynnast kennslu frá sjónarhorni kennara og starfaði samhliða ótrúlega öflugum og flottum hjúkrunarfræðingum,“ segir hún. Hún hefur einnig mikinn áhuga á ýmis konar félagsstörfum og frumkvöðlastörfum. „Þegar ég var í háskólanámi tók ég þátt í að stofna geðfræðslufélag sem heitir Hugrún og gegnir hún nú formennsku í félaginu. Markmið félagsins er að fræða ungmenni um geðheilbrigði og geðsjúkdóma og var allt fræðsluefni félagsins unnið í samstarfi við fagaðila.“ Félagið stendur fyrir umfangsmiklum fræðslufundum þar sem allir háskólanemendur geta sótt sér fræðslu um geðheilbrigði og geðsjúkdóma og ef þeir ljúka ákveðnum hæfniviðmiðum geta þeir svo farið í framhalds- og grunnskóla með fræðslu fyrir ungmenni þar fyrir okkar hönd að sögn Elísabetu. „Það eru stór verkefni framundan hjá okkur sem munu vonandi vekja athygli í samfélaginu og opna umræðuna,“ segir hún.

Til baka

Pistlar og viðtöl

Heilbrigðiskerfi

Hjúkrun

Kjör

Mönnunarmál

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Pistlar

Nýtt ár er gengið í garð sem vonandi felur í sér ný og spennandi tækifæri. Líkt og við gerum gjarna í byrjun árs setjum við okkur persónuleg áheit, en það er undir hverjum og einum komið hve mikið við leggjum á okkur að ná tilsettum markmiðum og með hvaða hugarfari við nálgumst það. Verður glasið mitt hálf tómt eða hálf fullt á nýju ári?

Nánar

Fagleg málefni

Hjúkrun

Menntunarmál

Vinnumarkaður

Hjúkrunarfræðingurinn

Elísabet Brynjarsdóttir er 25 ára gömul og útskrifaðist vorið 2017 úr hjúkrunarfræði. Eftir útskrift hóf hún að vinna við heimahjúkrun á stöð sem þjónustar Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi.

Nánar

Heilbrigðiskerfi

Hjúkrun

Kjör

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Pistlar

Nú er langt liðið á aðventuna, jólin nálgast óðfluga og það styttist í nýtt ár. Þetta ár hefur verið viðburðaríkt eins og oft áður og má þar t.d. nefna ráðstefnuna HJÚKRUN 2017 sem haldin var í september síðastliðnum, stofnun landsvæðadeilda, fundi með hjúkrunarfræðingum um land allt og útgáfur tímamótaskýrslna um geðhjúkrun

Nánar

Fræðigreinar

 • Svefn og vaktavinna

  Vaktavinna, sem er veruleiki margra hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, getur haft margvíslegar afleiðingar á heilsu þeirra og lífsgæði bæði til skemmri og lengri tíma. Rannsóknir benda til að vaktavinna geti með tímanum stuðlað að þunglyndi, streitu og kvíða og þá eru marktæk tengsl milli vaktavinnu og langvinnrar vitsmunalegrar skerðingar.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Svefn

  Vinnumarkaður

  Faggrein

 • Maður, kona, mein. Þarfir maka sjúklinga sem fá hormónahvarfsmeðferð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins

  Katrín Blöndal, Kristín Þorbergsdóttir, Ásdís Ingvarsdóttir, Sigríður Zoëga og Herdís Sveinsdóttir

  Hormónahvarfsmeðferð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins fylgja víðtækar hliðarverkanir sem hafa áhrif á líðan sjúklings og samband hans og maka hans. Lítið er vitað um sértækar þarfir þessara maka hérlendis. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða vandamál þeirra og þarfr fyrir upplýsingar og stuðning.

  Fagið

  Ritrýnd grein