Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Hvað þarf til að jafna kynjahlutfallið?

Höfundur ljósmyndar:
23. febrúar 2018
Af hverju er Ísland með eitt lægsta hlutfall karlkyns hjúkrunarfræðinga í hinum vestræna heimi, ef ekki hreinlega það lægsta? Í löndum Evrópu er hlutfall karlkyns hjúkrunarfræðinga almennt 5 – 10%, í Bretlandi eru 11,4% hjúkrunarfræðinga karlmenn og um 21% á Ítalíu. Í Bandaríkjunum var hlutfall karlkynshjúkrunarfræðinga 2,7% árið 1970 en 2010 var það komið upp í 9,6% og vex hlutfall karla innan stéttarinnar þar jafnt og þétt. Ef við horfum okkur nær er hlutfallið í Noregi og Svíþjóð um 10% en 4% í Danmörku.

Hjúkrunarfræði er mjög fjölbreyttur starfsvettvangur sem felur í sér mikla atvinnumöguleika og ólík tækifæri sem hjúkrunarfræðingar geta nýtt sér, allt eftir því hvar áhugasvið þeirra liggur hverju sinni á starfsævinni. Jafnframt hefur verið skortur á hjúkrunarfræðingum til starfa í áratugi og því varla hægt að tala um atvinnuleysi í stéttinni. Hjúkrunarfræðingar búa við atvinnuöryggi á Íslandi í dag og er það viss þversögn við það sem sumar háskólamenntaðar fagstéttir eins og lögfræðingar eru að takast á við en rætt hefur verið m.a. um takmarkaða atvinnumöguleika og offramboð á lögfræðingum á landinu í dag.

Harðgerðar hendur: karlar í hjúkrunarfræði er BS lokaverkefni þriggja karlkyns hjúkrunarfræðinema sem útskrifuðust frá Háskólanum á Akureyri síðastliðið vor og var markmiðið að kanna hvaða breytingar þurfa að eiga sér stað svo að fleiri karlmenni leiti í hjúkrunarfræði og haldist síðan í starfi. Verkefnið er gott og nauðsynlegt að varpa ljósi á málefnið, en hvað svo?

Hvað getum við gert hér á Íslandi til að fjölga karlmönnum í hjúkrunarfræði, sem við vitum að er nauðsynlegt? Hver er ástæðan fyrir því að á meðan hlutfall karlmanna vex innan stéttarinnar almennt í heiminum, þá gerist það ekki hér á landi? Er það í lagi? Eigum við að fylgja fordæmi t.d. leikskólakennara sem notuðu fjárhagslega hvata til að fjölga karlmönnum í stéttinni? Spurningarnar eru margar en svörin öllu óljósari.

Pistlar

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."

Nánar

Pistlar

Af hverju er Ísland með eitt lægsta hlutfall karlkyns hjúkrunarfræðinga í hinum vestræna heimi, ef ekki hreinlega það lægsta?

Nánar

Fagleg málefni

Hjúkrun

Líkn og lífslok

Saga

Hjúkrunarfræðingurinn

„Það mátti í raun ekki tala um þetta, hugmyndir voru um að öll umræða um dauðann vekti hræðslu,“ segir Bryndís Konráðsdóttir þegar hún rifjar upp þann tíma þegar hún hóf að kynna líknarmeðferð hér á landi á níunda áratug síðustu aldar. „Það voru ýmis ljón á veginum sem enginn skilur í dag.“

Nánar

Fræðigreinar

 • Virkjum sjúklinga til að ræða um framtíðina og meðferðarmarkmið

  Einstaklingum, sem greinast og lifa lengi með lífsógnandi sjúkdóma, fjölgar sífellt vegna framfara í greiningu og meðferð. Dæmi um slíkt eru bæði fleiri kostir í krabbameinslyfjameðferð, aðgerðum og ýmiss konar tækni sem lengir líf, s.s. notkun öndunarvéla hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu og MND.

  Fagið

  Meðferð

  Samskipti

  Faggrein

 • Svefn og vaktavinna

  Vaktavinna, sem er veruleiki margra hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, getur haft margvíslegar afleiðingar á heilsu þeirra og lífsgæði bæði til skemmri og lengri tíma. Rannsóknir benda til að vaktavinna geti með tímanum stuðlað að þunglyndi, streitu og kvíða og þá eru marktæk tengsl milli vaktavinnu og langvinnrar vitsmunalegrar skerðingar.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Svefn

  Vinnumarkaður

  Faggrein