Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Fjölgum karlmönnum

12. apríl 2018

Kæru félagar!

Það er alltaf gott að sjá góða umræðu um störf okkar, kjarabaráttu og stefnu, enda er þetta félagið okkar allra og við eigum að láta í okkur heyra og hafa skoðanir. Varðandi þetta einstaka mál um fjölgun karlmanna í hjúkrun, þá hefur það verið í umræðunni meðal fjölmargra stétta í langan tíma, þar á meðal hjá okkur, og var samþykkt í stjórn Fíh í haust. Undanfarnar vikur og mánuði hefur þetta verið kynnt með margvíslegum hætti hjá okkur, þó auðvitað hefði örugglega mátt gera betur. Við kynntum þetta á Facebook síðu félagsins 23. febrúar og á fleiri síðum sem tengjast okkur sama dag. Þá var þetta til umræðu á málþinginu okkar sem haldið var á Hótel Natura 28. febrúar og á Háskóladeginum í byrjun mars. Við getum meira að segja farið aðeins lengra aftur í tímann og bent á tímaritið okkar, Tímarit hjúkrunarfræðinga, 2. tbl árið 2016, sem var helgað þessu sérstaka efni. Umræðan er nauðsynleg og alltaf gott að fá innlegg frá ykkur.

Auðvitað er rétt að ítreka að þó farið sé í átak á borð við þetta, þá minnka ekki okkar áherslur að bæta laun, aðstæður og viðhorf til stéttarinnar. Við erum ekkert að gera minna í að stemma stigu við brottfalli hjúkrunarfræðinga úr starfi eða laga kynbundin launamun. Þetta er bara eitt innlegg í viðbót.

Það er hins vegar rétt að benda á að við erum bundin Gerðardómi til mars 2019 og ekkert gerist á meðan hjá Ríkinu. Það gengur yfir höfuð mjög illa, ef nokkuð, að fá launahækkanir á meðan í gegnum stofnanasamningana því almennt kvarta stofnanir yfir fjárskorti þegar kemur að viðræðum um hækkun launa fyrir hjúkrunarfræðinga.

Við verðum að horfa á stóru myndina. Verkefnið um að Fíh borgi skólagjöldin fyrir karlmenn sem vilja fara í hjúkrunarnám næstu 5 árin er rétt. Hlutfall karlkyns hjúkrunarfræðinga er á fáum stöðum eins lágt og á Íslandi. Það vex ekki einu sinni í sama hlutfalli og hjúkrunarfræðingum fjölgar. Þetta er algjörlega flöt lína. Það er margrannsakað að þar sem jafnara kynjahlutfall er í fagstéttum, eru betri launakjör.

Við þurfum líka að hugsa um skjólstæðinga okkar. Þeir eiga rétt á fjölbreytilegu viðmóti og við eigum að endurspegla það sem við mætum hverju sinni. Það hefur verið samfélagslegt tabú að karlmenn fari í hjúkrun. Litlir hlutir á borð við þetta átak getur verið hluti í að breyta því. Og það viljum við gera.

Norðmenn hafa náð að margfalda fjölda karla á leikskólum með aðgerðum á borð við þessa og það er samdóma niðurstaða rannsókn á mismunandi vinnustöðum að fjölbreytileiki sé mun betri en fábreytni í hópi starfsmanna, ekki síst hvað varðar kynjablöndun.

Að lokum er rétt að minna á að átakið er í samvinnu við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri og að sjálfsögðu hefur Jafnréttisstofa verið upplýst um málið.


Pistill formanns

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Björk Guðmundsdóttir var staðráðin í því að fara í nám sem gæfi henni réttindi til að starfa við umönnun eftir að hafa unnið sumarlangt við umönnun íbúa á Kópavogshæli, þá 17 ára gömul.

Nánar

Mæðgurnar Áslaug Pétursdóttir og Þórunn Erla Ómarsdóttir eru báðar hjúkrunarfræðingar.

Nánar

Það eru liðin 50 ár frá því Anne Hayes byrjaði að vinna sem hjúkrunarfræðinemi, þá 18 ára gömul, á The Northern General University Teaching Hospital í Sheffield á Englandi.

Nánar

Fræðigreinar

 • Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu

  Ingibjörg Hjaltadóttir og Hallveig Skúladóttir

  Mikil fjölgun í hópi þeirra sem vilja búa í sjálfstæðri búsetu þrátt fyrir versnandi heilsufar og óska eftir þjónustu heimahjúkrunar gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota samræmt matstæki, eins og interRAI-matstækið (Resident Assessment Instrument) sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Athafnir og þátttaka eldri borgara

  Margrét Brynjólfsdóttir, Guðrún Pálmadóttir og Sólveig Ása Árnadóttir

  Árið 2013 voru 13,6% íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum 65 ára eða eldri. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka athafnir og þátttöku í daglegu lífi meðal heimabúandi eldri borgara á þessu svæði.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Endurskilgreining á lífi og sjálfi: Reynsla yngra fólks af því að fá hjartaáfall

  Birna Gestsdóttir, Árún K. Sigurðardóttir og Sigríður Halldórsdóttir, Heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri

  Lítið er vitað um reynslu „yngri“ Íslendinga af því að fá hjartaáfall. Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta á þeirri lífsreynslu að fá hjartaáfall „ungur“ svo að hægt sé að veita þessum sjúklingahóp viðeigandi hjúkrun og þjónustu.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Mat hjúkrunarfræðinga sem sjá um bráðatilvik á landsbyggðinni á eigin hæfni

  Íris Kristjánsdóttir og Herdís Sveinsdóttir

  Bráðamóttökum landsbyggðarinnar er ætlað að veita skammtímabráðaþjónustu sjúklingum sem hafa slasast eða veikst alvarlega. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig hjúkrunarfræðingar landsbyggðarinnar, sem taka á móti og sinna bráðveikum og slösuðum sjúklingum, meta hæfni sína.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Reynsla fólks af auknum þroska í kjölfar sálrænna áfalla

  Hulda Sædís Bryngeirsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir
  Rannsóknir á afleiðingum sálrænna áfalla hafa aðallega beinst að neikvæðum afleiðingum þeirra. Tilgangur þessarar rannsóknar var að auka þekkingu og dýpka skilning á reynslu fólks af sálrænum áföllum og auknum þroska í kjölfar þeirra.

  Fagið

  Ritrýnd grein

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála