Prenta síðu

Ráðstefna: Who Wants to Live Forever//

8. september nk verður ráðstefna haldin í Háskólabíói sem ber heitið "Who Wants To Live Forever". Þar munu þekktir alþjóðlegir fyrirlesarar velta þeirri spurningu fyrir sér.

Að hversu miklu leyti hefur t.d. hreyfing, mataræði, líkamsklukkan og jafnvel hugsanir, áhrif á líkamsstarfssemi okkar, heilsu og langlífi? Hversu stóru hlutverki gegna lífsstílsbreytingar við forvarnir og meðferð langvinnra sjúkdóma?

Að lokum verður fjallað um hvernig komandi kynslóðir muni geta lifað í sátt og samlyndi við lífríki plánetunnar þannig að maðurinn og Jörðin eigi saman langa framtíð fyrir höndum.

Dagana í kringum ráðstefnuna verða að auki haldin ýmis námskeið með sumum fyrirlesaranna, s.s. hjólreiða- og hlaupanámskeið auk sérstaks námskeiðs fyrir heilbrigðisstarfsmenn sem vilja kynna sér betur hvernig nota má lífsstílsbreytingar sem hluta af meðferð á sjúkdómum á borð við sykursýki og Alzheimer.

Nánari upplýsingar er að finna á vef ráðstefnunnar: www.liveforever.is
og á Facebook: https://www.facebook.com/Icelandichealth/

Félagsmönnum býðst 20% afsláttur af ráðstefnugjaldi við skráningu með því að skrá sig HÉR, en til þess þarf kóða sem fæst hjá skrifstofu félagsins. Sendið fyrirspurn á hjukrun@hjukrun.is eða hringið í 540-6400 til að fá kóðann.


Til baka