Prenta síðu

Verklagsreglur//


Tilgangur


Leiðbeiningar þessar eru fyrir stjórnendur stofnana og aðra þá sem koma að auglýsingum um laus störf . Þeim er ætlað að lýsa því hvernig haga skuli skilum á auglýsingum um laus störf til Atvinnutorgs hjúkrunarfræðinga.

 

Umsjón


Vefstjóri Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, eða starfsfólk skrifstofu Fíh í umboði hans, er umsjónarmaður atvinnutorgsins og  hefur m.a. umsjón með sjálfvirkri móttöku auglýsinga og birtingu þeirra á vefnum.

Kaupendur birtingar annast textagerð auglýsinga og ákveða innihald.  Þeir panta og senda auglýsinguna í birtingu í gegn um bókunarsíðu Atvinnutorgs hjúkrunarfræðinga.


Framkvæmd


Birtingarpöntun sendist til Atvinnutorgs hjúkrunarfræðinga í gegn um bókunarsíðu.   Auglýsingin birtist sjálfkrafa á vefsvæðinu á bókuðum birtingartíma hennar og fellur út í samræmi við pöntun.  Þegar auglýsing hefur skráðst rétt í kerfið berst staðfestingarpóstur á netfang pöntunaraðila.


Tímasetningar


Auglýsingin birtist á vef Atvinnutorgsins umleið og hún berst umsjónarmanni svo fremi sem dagsetning birtingar samræmist því.  Yfirlit yfir störf á Atvinnutorg hjúkrunarfræðinga er birt áskrifendum í Rapportinu, rafrænu fréttabréfi www.hjukrun.is


Form og inntak auglýsinga


Til að auðvelda uppsetningu auglýsinga hefur verið gert sniðmát að auglýsingu þar sem allar birtingar eru pantaðar.  Þetta staðlar form auglýsinga, auðveldar vinnu og lágmarkar villur.  Sá er pantar auglýsingu ber ábyrgð á innihaldi hennar.

Til að einfalda gerð auglýsingarinnar er bent á að gott er að eftirfarandi upplýsingar komi fram:

  • Yfirskrift auglýsingar - um hvaða starf er um að ræða
  • Greinargóð lýsing á því í hverju starfið felst
  • Upphafstími ráðningar
  • Starfshlutfall
  • Hvaða kröfur gerðar eru til hjúkrunarfræðings (menntun/hæfni/reynsla)
  • Hvaða starfskjör eru í boði
  • Hver veitir upplýsingar um starfið, nafn fyrirtækis, tengiliðs, netfang  og símanúmer
  • Hvert umsókn á að berast
  • Umsóknarfrestur
  • Að öllum umsóknum verði svarað

Vefstjóri Fíh ber ekki ábyrgð á innihaldi auglýsinga sem birtast


Merki stofnunar/fyrirtækis


Auglýsendur geta sent merki stofnunar/fyrirtækis til vefumsjónarmanns óski þeir að það birtist á auglýsingum.  Merkið þarf að berast rafrænt á jpeg formi, greinilega merkt viðkomandi stofnun/fyrirtæki.  Breidd merkis í auglýsingu er að hámarki 150 pix. En merki sem berast í minni breiddum birtast í innsendri breidd.  Hæð merkis ræðst af hlutföllum þess.

 

Pöntun gjaldskrá og innheimta


Birtingargjöld eru innheimt fyrir allar atvinnuauglýsingar á Atvinnutorgi hjúkrunar.

Til að pöntun birtingar sé gild þurfa reitirnir: "Netfang" og "Sími" skilyrðislaust að vera útfylltir á pöntunarforminu.  Á formið er einnig hægt að skrá Viðfangsnúmer  sé þess óskað.

Birting 1. viku (grunngjald)       3.300 kr 
Birting 2. viku
1.900 kr
Birting 3. viku 1.500 kr


Reikningur fyrir birtingar er sendur eftir að birting hefst.  Greiðslu þarf að inna af hendi með greiðsluseðli til að hún teljist móttekin.