Hjukrun.is-print-version

Veldu fagdeild

Hlutverk og ábyrgð fagdeildar

Fagdeild vinnur að framgangi hjúkrunar á viðkomandi sérsviði í samvinnu við fagsvið Fíh og skal m.a. vera stjórn Fíh og nefndum til ráðgjafar (sbr. 12. gr. laga Fíh).
Nánari markmið og stefna fagdeildar í hjúkrunar og heilbrigðismálum skal koma fram í starfsreglum hennar.
Fagdeild ber að halda utan um skjöl deildarinnar og skrá fundargerðir.
Stjórn fagdeildar ber ábyrgð á fjárreiðum deildarinnar.

Tengsl við fagsvið Fíh

Sviðstjóri fagsviðs Fíh boðar til fundar með formönnum fagdeilda a.m.k. tvisvar á ári. Skal þar vera vettvangur umræðna, samræmingar og upplýsingamiðlunar milli fagdeilda og fagsviðs Fíh.
Fundirnir skulu haldnir að vori og hausti ár hvert.
Stjórn fagdeildar skal tilkynna skrifstofu Fíh um nýkjörna stjórn hennar svo og allar breytingar sem verða á henni á kjörtímabilinu.
Fagdeild skal skila skýrslu um starfsemi sína til sviðstjóra fagsviðs Fíh fyrir lok marsmánaðar ár hvert.
Sviðstjóri fagsviðs áframsendir skýrslur fagdeilda til stjórnar Fíh.

Fagdeild skal skila skýrslu um starfsemi sína til sviðstjóra fagsviðs Fíh fyrir lok marsmánaðar ár hvert.

 

Félagsmönnum, að lágmarki 25 saman, er heimilt að stofna fagdeild á sínu fagsviði. 

Fagdeild skal starfa á landsvísu. 

Fyrirhuguð fagdeild setur sér starfsreglur sem eru byggðar á starfsreglum fagdeilda Fíh sem stjórn Fíh hefur samþykkt. 

Starfsreglur væntanlegrar fagdeildar skulu lagðar fyrir aðalfund Fíh til samþykktar. 

Senda þarf starfsreglur væntanlegrar fagdeildar til stjórnar Fíh a.m.k. 4 vikum fyrir aðalfund. 

Samþykki aðalfundur stofnun fyrirhugaðrar fagdeildar skal senda skriflega staðfestingu þar um til þess aðila sem sendi inn beiðni um stofnun viðkomandi fagdeildar. 

Kafli I – Nafn deildar og tilgangur 

1 gr. Nafn 
Nafn deildar er Fagdeild …..hjúkrunarfræðinga innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 

2.gr. Tilgangur 
Tilgangur deildarinnar er <bæta inn tilgangi og markmiði fagdeildarinnar> 
Fagdeildin heyrir undir fagsvið Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 
 

Kafli II – Aðild 

3. gr. Aðild 
Rétt til aðildar að fagdeildinni eiga hjúkrunarfræðingar í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga sem <bæta inn skilyrðum fyrir aðild að deildinni> 

4. gr. Umsókn um aðild 
Umsókn um aðild að fagdeildinni skal berast til stjórnar fagdeildarinnar 

5. gr. Úrsögn 
Úrsögn úr deildinni er hægt að skila skriflega til stjórnar. Einnig getur stjórn litið á það sem úrsögn ef félagsmaður hefur ekki greitt árgjald deildarinnar tvö ár í röð. 

Kafli III – Skipulag deildar 

6. gr. Lög
Deildin heyrir undir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og lög félagsins eru lög deildarinnar. 

7. gr. Aðalfundur 
Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum deildarinnar. Aðalfund skal halda ár hvert og skal til hans boða með að minnsta kosti tveggja vikna fyrirvara með sannarlegum hætti. Aðalfundur telst löglegur sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála. 

8. gr. Stjórn 
Stjórn deildarinnar skal skipuð fimm félagsmönnum, kjörnum á aðalfundi, til tveggja ára í senn. Formaður er kosinn sérstaklega en aðrir stjórnarmeðlimir skipta með sér hlutverkum gjaldkera, ritara og tveggja meðstjórnenda. Heimilt er að kjósa tvo varamenn í stjórn. Kosning skal vera skrifleg og leynileg ef fleiri en einn félagsmaður býður sig fram til sama embættis. Meirihluti aðalfundar ræður kjöri. Kjöri skal þannig háttað að aldrei gangi fleiri en þrír kjörnir stjórnendur auk varamanna úr stjórn hverju sinni. 

9. gr. Dagskrá aðalfundar 
Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir: 

- Kosning fundarstjóra og fundarritara 

- Skýrsla stjórnar lögð fram 

- Ársreikningar lagðir fram til samþykktar 

- Reglubreytingar 

- Ákvörðun félagsgjalds 

- Kosning stjórnar 

- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga 

10. gr. Félagsgjöld 
Ákvörðun um félagsgjald skal tekin á aðalfundi og endurskoðuð árlega. 

11. gr. Slit deildar 
Ákvörðun um slit deildarinnar skal taka á aðalfundi með ¾ hlutum greiddra atkvæða og renna eignir deildarinnar til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Skili deildin ekki ársskýrslu til stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga tvö ár í röð getur aðalfundur félagsins tekið ákvörðun um slit deildarinnar. 
 

Kafli IV – Ársskýrsla, reikningar og endurskoðun 

12. gr. Ársskýrsla 
Deildin skal skila skýrslu um starfsemi sína til sviðsstjóra fagsviðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fyrir lok marsmánaðar ár hvert.  

13. gr. Reikningar og endurskoðun 
Reikningstímabil deildar skal miðast við <áramót eða aðalfund ár hvert>. Á aðalfundi skal kjósa tvo skoðunarmenn reikninga úr röðum félagsmanna.  

Kafli V – Gildistaka 

14. gr. Gildistaka 
Starfsreglur þessar öðlast gildi þegar þær hafa verið samþykktar á sérstaklega boðuðum stofnfundi deildarinnar. 

Fagdeild er hægt að leggja niður sé það samþykkt af ¾ hluta greiddra atkvæða á aðalfundi fagdeildar.

Skili fagdeild ekki ársskýrslu til stjórnar Fíh tvö ár í röð getur aðalfundur félagsins ákveðið að leggja hana niður.

Fagdeild getur sótt árlega um styrk til Fíh að upphæð 300 þúsund krónur til að styðja við starfsemi sína. Styrknum má ráðstafa til innlendra og erlendra verkefna.  

Ný fagdeild sem bíður eftir samþykki fyrir stofnun getur sótt um stofnstyrk með fyrirvara um samþykki aðalfundar. Stofnstyrkur er 100 þúsund krónur. 

Umsókn um styrk skal berast til sviðstjóra fagsviðs Fíh fyrir 15. janúar ár hvert. (umsóknareyðublað) nema þegar um er að ræða deildir sem stofnaðar eru á árinu. Þær deildir geta sótt um styrkinn við stofnun deildarinnar.
Í umsókninni skal koma fram til hvers styrkurinn er ætlaður.
Upplýsingar um bankanúmer ásamt kennitölu fagdeildar þarf að fylgja með umsókninni.
Sviðstjóri fagsviðs Fíh fer yfir umsóknina og ákvarðar úthlutun í febrúar á hverju ári í samráði við stjórn félagsins.
Styrkumsókninni er svarað skriflega um leið og hún hefur verið afgreidd.

Hægt er að sækja um styrk til ákveðinna tímabundinna verkefna sem að öllu jöfnu eru ekki hluti af starfsemi fagdeildar, til dæmis vegna stjórnarsetu í stjórn erlendra samtaka eða vegna átaksverkefnis.

Hver fagdeild getur fengið í viðbótarstyrk að hámarki 200 þúsund krónur á ári. Til viðbótarstyrkja er samtals varið að hámarki 1.5 miljón króna á ári.
Umsóknum um viðbótarstyrk skal skila skriflega til stjórnar Fíh fyrir 15. apríl og 15. nóvember ár hvert. (umsóknareyðublað)
Eigi fagdeild meira en 500 þúsund krónur í eigið fé í lok síðasta starfsárs á hún ekki kost á viðbótarstyrk.
Einungis er hægt að sækja um viðbótarstyrk ef nýttur hefur verið að fullu árlegur styrkur til fagdeildar síðasta starfsár.

Umsókn skal fylgja:

 1. Rökstuðningur fyrir verkefni.
 2. Nákvæm fjárhagsáætlun verkefnis.
 3. Fjárhagsáætlun fagdeildar.
 4. Yfirlit yfir eigið fé í lok síðasta starfsárs og þegar umsókn er lögð fram.
 5. Upplýsingar um bankanúmer ásamt kennitölu fagdeildar.

Stjórn fagdeildar ber ábyrgð á ráðstöfun styrkja.
Styrkir eru greiddir gegn framvísun reikninga.
Sé styrkurinn ekki sóttur innan 12 mánaða frá afgreiðslu hans fellur hann niður.
Stjórn Fíh áskilur sér rétt til endurskoðunar á úthlutunarreglum.

Fagdeildum stendur til boða húsnæði til fundarhalda og símenntunar endurgjaldslaust. Innifalið er fundarsalur, skjávarpi, tölva og búnaður til fjarfunda, einnig kaffi, te og mjólk. Starfsfólk veitir einungis leiðbeiningar um notkun tölvubúnaðs í fundarsölum á skrifstofutíma.


 • Allir formenn fagdeilda fá netfang sem tengt er viðkomandi fagdeild og endar á @hjukrun.is. Til þess að það virki þarf að tilkynna skrifstofu félagsins um formannaskipti og netföng þeirra, svo hægt sé að tengja það innan @hjukrun.is
 • Allur póstur fagdeilda sem berst á skrifstofuna er áframsendur til formanns fagdeildar vikulega.
 • Prentun límmiða og félagalista fyrir fagdeildir. Límmiða þarf að panta með að minnsta kosti þriggja daga fyrirvara.
 • Tekið er við umsóknum um inngöngu í fagdeild og áframsent til formanns viðkomandi fagdeildar. Þegar búið er að samþykkja nýja félaga eru þeir færðir í félagaskrá.
 • Uppfærsla frá hagstofu á félagaskrá fagdeilda.
 • Tekið við pöntunum á fundarsal og Sigríðarstofu.
 • Færsla efnis inn á vefinn frá fagdeildum.
 • Senda út póst á netföng eftir netfangaskrá fagdeildar.
 • Aðstoð við ljósritun á fréttabréfi og öðrum bæklingum í lit. Beiðni um aðstoð þarf að berast með nokkra daga fyrirvara.

Fannst þér efnið hjálplegt?

Af hverju ekki?

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála