Styrkir
Fagdeild getur sótt árlega um styrk til Fíh að upphæð 300 þúsund krónur til að styðja við starfsemi sína. Styrknum má ráðstafa til innlendra og erlendra verkefna. Umsókn um styrk skal berast til sviðstjóra fagsviðs Fíh fyrir 15. janúar ár hvert.
Ný fagdeild sem bíður eftir samþykki fyrir stofnun getur sótt um stofnstyrk með fyrirvara um samþykki aðalfundar. Stofnstyrkur er 100 þúsund krónur.
Stjórn fagdeildar ber ábyrgð á ráðstöfun styrkja. Styrkir eru greiddir gegn framvísun reikninga.
Sé styrkurinn ekki sóttur innan 12 mánaða frá afgreiðslu hans fellur hann niður. Stjórn Fíh áskilur sér rétt til endurskoðunar á úthlutunarreglum.
Viðbótarstyrkur
Hægt er að sækja um styrk til ákveðinna tímabundinna verkefna sem að öllu jöfnu eru ekki hluti af starfsemi fagdeildar, til dæmis vegna stjórnarsetu í stjórn erlendra samtaka eða vegna átaksverkefnis.
Hver fagdeild getur fengið í viðbótarstyrk að hámarki 200 þúsund krónur á ári. Til viðbótarstyrkja er samtals varið að hámarki 1.5 miljón króna á ári. Umsóknum um viðbótarstyrk skal skila skriflega til stjórnar Fíh fyrir 15. apríl og 15. nóvember ár hvert.
Eigi fagdeild meira en 500 þúsund krónur í eigið fé í lok síðasta starfsárs á hún ekki kost á viðbótarstyrk. Einungis er hægt að sækja um viðbótarstyrk ef nýttur hefur verið að fullu árlegur styrkur til fagdeildar síðasta starfsár.