Fara á efnissvæði

Styrkir til landsvæðadeilda

Landsvæðadeildir geta sótt um styrk og viðbótarstyrk til félagsins til að styðja við starfsemi sína.

Styrkir

Landsvæðadeild getur sótt árlega um styrk til Fíh að upphæð 300 þúsund krónur til að styðja við starfsemi sína. Styrknum má ráðstafa til innlendra og erlendra verkefna. Auk þess getur hún sótt árlega um styrk vegna kostnaðar við fundaaðstöðu að upphæð 100 þúsund krónur.

Ný landsvæðadeild sem bíður eftir samþykki fyrir stofnun getur sótt um stofnstyrk með fyrirvara um samþykki aðalfundar. Stofnstyrkur er 100 þúsund krónur.

Umsókn um styrk skal berast til sviðstjóra fagsviðs Fíh fyrir 15. janúar ár hvert, nema þegar um er að ræða deildir sem stofnaðar eru á árinu. Þær deildir geta sótt um styrkinn við stofnun deildarinnar.
Í umsókninni skal koma fram til hvers styrkurinn er ætlaður.
Upplýsingar um bankanúmer ásamt kennitölu fagdeildar þarf að fylgja með umsókninni.
Sviðstjóri fagsviðs Fíh fer yfir umsóknina og ákvarðar úthlutun í febrúar á hverju ári í samráði við stjórn félagsins.
Styrkumsókninni er svarað skriflega um leið og hún hefur verið afgreidd.

Viðbótarstyrkur 

Hægt er að sækja um styrk til ákveðinna tímabundinna verkefna sem að öllu jöfnu eru ekki hluti af starfsemi landsvæðadeildar, til dæmis vegna stjórnarsetu í stjórn erlendra samtaka eða vegna átaksverkefnis.

Hver landsvæðadeild getur fengið í viðbótarstyrk að hámarki 200 þúsund krónur á ári. Til viðbótarstyrkja er samtals varið að hámarki 1.5 miljón króna á ári.
Umsóknum um viðbótarstyrk skal skila skriflega til stjórnar Fíh fyrir 15. apríl og 15. nóvember ár hvert. (umsóknareyðublað)
Eigi landsvæðadeild meira en 500 þúsund krónur í eigið fé í lok síðasta starfsárs á hún ekki kost á viðbótarstyrk.
Einungis er hægt að sækja um viðbótarstyrk ef nýttur hefur verið að fullu árlegur styrkur til landsvæðadeildar síðasta starfsár.

Umsókn skal fylgja:

  1. Rökstuðningur fyrir verkefni.
  2. Nákvæm fjárhagsáætlun verkefnis.
  3. Fjárhagsáætlun landsvæðadeildar.
  4. Yfirlit yfir eigið fé í lok síðasta starfsárs og þegar umsókn er lögð fram.
  5. Upplýsingar um bankanúmer ásamt kennitölu landsvæðadeildar.

Hlutverk landsvæðadeilda

Hagnýtar upplýsingar um ábyrgð stjórnarmeðlima landsvæðadeilda og þjónustu af hálfu félagsins.

Sjá nánar