Prenta síðu

Fagsvið//


 

Fagsviðið er ein meginstoð Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

 

Megin markmið fagsviðs eru:

  • Að hjúkrun sé veitt af fagmennsku og umhyggju með áherslu á gæði og gagnreynda þekkingu.
  • Að hjúkrunarfræðingar viðhaldi þekkingu sinni og færni og taki þátt í þróun þekkingar í hjúkrun.

Til að ná þessum markmiðum vinnur fagsviðið að því að styðja við starfsemi fagdeilda og vinna að stefnumótun félagsins í hjúkrunar- og heilbrigðismálum í samstarfi við fagdeildir.

Það eflir og styður við menntun, fagmennsku og þekkingarþróun í hjúkrun með samstarfi við háskóla, með því halda ráðstefnur, hjúkrunarþing og námskeið auk þess að veita félagsmönnum styrki til rannsókna sem hafa gildi fyrir hjúkrun.

Fagsvið tekur virkan þátt í faglegu alþjóðastarfi hjúkrunarfræðinga og samtaka hjúkrunarfræðinga í Evrópu og á Norðurlöndunum.


Aðalbjörg J. Finnbogadóttir
Aðalbjörg J. Finnbogadóttir
Hjúkrunarfræðingur
Sviðsstjóri fagsviðs
Sími: 540 6403