Fara á efnissvæði

Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga

Fagdeildin leggur áherslu á að öldruðum sé veitt hjúkrunarþjónusta af faglegri þekkingu og að stuðlað sé að virkri fræðslu og forvörnum.

Um fagdeildina

Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga er mikilvægur hlekkur í faglegri umgjörð öldrunarþjónustunnar þar sem saman eru komnir fjölmargir hjúkrunarfræðingar með mikla sérþekkingu í öldrunarhjúkrun. Hjúkrunarfræðingar sem starfa við öldrunarhjúkrun og aðrir áhugasamir eru hvattir til þátttöku í deildinni.

Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga var stofnuð 1994 og er ein fjölmennasta fagdeildin innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Fagdeildin leggur áherslu á að öldruðum sé veitt hjúkrunarþjónusta af faglegri þekkingu, að stuðlað sé að virkri fræðslu og forvörnum og áhersla er lögð á mikilvægi réttmætar þjónustu í heilsugæslu, heimahúsi, bráðasjúkrahúsi eða á hjúkrunarheimili.

Fagdeildin er vettvangur faglegrar umræðu meðal hjúkrunarfræðinga um land allt. Fagdeildin heldur úti Fésbókarsíðu og stendur fyrir málþingum og ráðstefnum einu sinni til tvisvar á ári um fagleg málefni í öldrunarþjónustu.

Styrktarsjóður

Starfsreglur við úthlutun styrkja

  1. Stjórn fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga hefur umsjón með styrkveitingum.
  2. Styrkveitingar eru veittar einu sinni á ári. Síðasti skiladagur umsókna er 15. janúar ár hvert. Umsóknum skal skila rafrænt með því að smella á umslag á heimasvæði fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga og senda umsókn sem fylgiskjal. Styrkþegar verða kynntir á aðalfundi.
  3. Umsækjendur skulu vera skuldlausir við fagdeildina og hafa verið félagar í deildinni í að minnsta kosti eitt ár.
  4. Styrkþegar mega vænta þess að vera beðnir um að kynna verkefni sín fyrir fyrirfagdeildinni. Kynningin getur meðal annars verið í formi greinar í fréttabréfi fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga eða með því að kynna verkefnið á fundum deildarinnar.
  5. Eldri verkefni en tveggja ára eru ekki styrkhæf.
  6. Í umsókn skal segja frá tilgangi og markmiði með styrkbeiðni. Styrkir verða eingöngu veittir á fagsviði öldrunarhjúkrunar.
  7. Styrkjum verður úthlutað samkvæmt framlögðum reikningi í frumriti. Sé styrks ekki vitjað fyrir fyrsta janúar ári eftir að hann var veittur, fellur hann niður.
  8. Greiðsla styrks er alltaf endurgreiðsla útlagðs kostnaðar samkvæmt reikningi.
  9. Félagsmenn geta fengið styrk vegna símenntunar, námskeiða, ráðstefna, málþinga og faglega skipulagðra heimsókna. Að öllu jöfnu eru ekki veittir rannsóknarstyrkir.
  10. Hægt er að sækja um hámarksstyrk að upphæð kr. 40.000. Þrjú ár þurfa að líða á milli styrkveitinga til sama aðila . Umsóknum verður raðað í forgangsröð og þeir sem áður hafa fengið styrk úr sjóðnum lenda þá aftar í röðinni.
  11. Stjórn fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga áskilur sér rétt til að taka tillit til fjárhagsstöðu á hverjum tíma fyrir sig og úthluta eftir því.

Stjórn

Formaður

Íris Dögg Guðjónsdóttir

Gjaldkeri

Eva Björg Guðmundsdóttir

Ritari

Gerður Anna Lúðvíksdóttir

Meðstjórnandi

Ólína Kristín Jónsdóttir

Meðstjórnandi

Sigurdís Ólafsdóttir

Meðstjórnandi

Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir

Meðstjórnandi

Unnur Guðmundsdóttir

Starfsreglur

1.grein
Nafn fagdeilar er:
Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Heimili og varnarþing er í Reykjavík en umdæmið er allt landið.

2. grein
Markmið fagdeildarinnar er:

  • að vera stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og nefndum til ráðgjafar í öllu er snýr að öldrunarhjúkrun
  • að stuðla að bættri hjúkrun aldraðra og að hún sé veitt af faglegri þekkingu
  • að stuðla að aukinni fræðslu og forvörnum fyrir aldraða
  • að glæða áhuga hjúkrunarfræðinga á öldrunarhjúkrun og stuðla að frekari menntun í greininni
  • að stuðla að tengslum við öldrunarhjúkrunarfræðinga í öðrum löndum
  • að hvetja til rannsókna í öldrunarhjúkrun og fylgjast með nýjungum
  • að stuðla að bættri þjónustu við aldraða í samvinnu við aðrar starfsstéttir

3. grein
Félagar geta orðið þeir félagsmenn innan Fíh sem hafa sérfræðingsleyfi eða viðbótarmenntun í öldrunarhjúkrun og allir þeir hjúkrunarfræðingar sem starfa við greinina.
Aðrir hjúkrunarfræðingar sem þess óska skulu sækja um inngöngu til stjórnar

4. grein
Stjórn deildarinnar skal kosin á aðalfundi til tveggja ára í senn.
Hana skipa 5 menn og 2 til vara. Formaður skal kosinn sérstaklega en að öðru leyti skipti stjórn sjálf með sér verkum. Enginn má sitja lengur í stjórn en 3 kjörtímabil í senn, nema sem varamaður.

Að minnsta kosti einn stjórnarmeðlimur skal hafa lokið viðbótar- eða framhaldsnámi í öldrunarhjúkrun.

5. grein
Aðalfund skal halda í febrúar eða mars ár hvert. Hann skal boða með skriflegu fundarboði með minnst 2ja vikna fyrirvara. Aðalfundur er lögmætur sé löglega til hans boðað.

6. grein

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir;

  1. kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. skýrsla stjórnar
  3. endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram
  4. endurskoðun markmiða deildarinnar
  5. árgjald ákveðið
  6. kosning stjórnar skv. 4. gr.
  7. kosning 2ja endurskoðenda
  8. önnur mál

7. grein
Starfsreglum þessum má aðeins breyta á aðalfundi og skulu skriflegar tillögur um breytingar á starfsreglum berast stjórn með minnst 3 vikum fyrir aðalfund.

Tillögur um breytingar á starfsreglum skulu fylgja fundarboði.