Fara á efnissvæði

Fagdeild hjúkrunarfræðinga sem sinna einstaklingum með sykursýki

Fjöldi einstaklinga með sykursýki fer ört vaxandi bæði hér á landi og um allan heim. Fagdeildin leggur áherslu á gott samstarf við aðrar fagstéttir og hagsmunasamtök sjúklinga um meðferð einstaklinga með sykursýki.

Um fagdeildina

Fjöldi einstaklinga með sykursýki fer ört vaxandi bæði hér á landi og um allan heim. Fagdeildin leggur áherslu á gott samstarf við aðrar fagstéttir og hagsmunasamtök sjúklinga um meðferð einstaklinga með sykursýki.

Stjórn

Formaður

Rut Gunnarsdóttir

Sérfræðingur í hjúkrun langveikra sjúklinga. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins.

Gjaldkeri

Erla Kristófersdóttir

Hjúkrunarfræðingur. Landspítali.

Ritari

Hafdís Lilja Guðlaugsdóttir

Sérfræðingur í hjúkrun einstaklinga með sykursýki. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Meðstjórnandi

Kristín Linnet Einarsdóttir

Hjúkrunarfræðingur. Landspítali.

Meðstjórnandi

Ingrid Maria Svensson

Hjúkrunarfræðingur. Sóltúni.

Fræðsluefni

Starfsreglur

1.grein
Félagið heitir Fagdeild hjúkrunarfræðinga sem sinna einstaklingum með sykursýki

2. grein
Tilgangur fagdeildarinnar er að efla hjúkrunarþjónustu við einstaklinga með sykursýki og fjölskyldur þeirra og stuðla þannig að bættri heilsu og lífsgæðum. Fjöldi einstaklinga með sykursýki fer ört vaxandi bæði hér á landi og um allan heim. Fagdeildin leggur áherslu á gott samstarf við aðrar fagstéttir og hagsmunasamtök sjúklinga um meðferð einstaklinga með sykursýki.

Hugmyndafræði hjúkrunar einstaklinga með sykursýki er að veita örugga, árangursríka, einstaklingshæfða og fjölskyldumiðaða hjúkrun, sem byggð er á þekkingu, umhyggju, kærleika og virðingu. Hjúkrunarmeðferðin tekur mið af líkamlegum, andlegum, trúarlegum, menningarbundnum og félagslegum þörfum sjúklinga. Markmið Fagdeildar hjúkrunarfræðinga sem sinna einstaklingum með sykursýki er að vinna samkvæmt ofangreindri hugmyndafræði. Fagdeildin vill stuðla að eflingu forvarna og mæta þörfum einstaklinga með sykursýki og fjölskyldna þeirra fyrir sérhæfða, heildræna og samfellda hjúkrun með því að tryggja greiðan aðgang að hjúkrunarmeðferð á öllum þjónustustigum.

3. grein
Fagdeild hjúkrunarfræðinga sem sinna einstaklingum með sykursýki vinnur að framgangi hjúkrunar á viðkomandi sérsviði í samvinnu við fagsvið Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og er stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og nefndum til ráðgjafar um málefni á sérsviði fagdeildar (sbr. Lög Fíh, 16. gr Fagdeildir).
Sérsvið Fagdeildar hjúkrunarfræðinga sem sinna einstaklingum með sykursýki er hjúkrun einstaklinga með sykursýki.

Markmið og stefna

a. Vinna að framgangi hjúkrunar á sérsviði fagdeildarinnar

b. Standa vörð um fagmennsku í hjúkrun á sérsviði fagdeildarinnar

c. Stuðla að þróun þekkingar á sérsviði fagdeildarinnar

d. Vera málsvari hjúkrunar á vettvangi sérsviðs fagdeildarinnar

e. Stuðla að fræðslu til félagsmanna

f. Efla rannsóknir á sérsviði fagdeildarinnar

g. Vera virkir þátttakendur í þverfaglegu samstarfi

h. Vera í virkum tengslum við fagfélög erlendis

i. Fagdeild bjóði fram fulltrúa sem kosinn er til setu í félagsstjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Fagdeild ber að halda utan um skjöl deildarinnar og skrá fundargerðir

Stjórn fagdeildar ber ábyrgð á fjárreiðum deildarinnar

4. grein
Hjúkrunarfræðingar í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga geta orðið aðilar að fagdeildinni. Óskað er eftir aðild til stjórnar Fagdeildar hjúkrunarfræðinga sem sinna einstaklingum með sykursýki.

5. grein
Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi.

6. grein
Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. júní ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara
  • Skýrsla stjórnar lögð fram
  • Reikningar lagðir fram til samþykktar
  • Lagabreytingar
  • Ákvörðun félagsgjalds
  • Kosning stjórnar
  • Önnur mál

7. grein
Stjórn félagsins skal skipuð 3-8 félagsmönnum, formanni og 2 – 7 meðstjórnendum, kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn. Einnig er heimilt að kjósa allt að 8 varamenn. Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar til funda. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.

8. grein
Ákvörðun um félagsgjald skal tekin á aðalfundi. Félagsgjöld skulu innheimt árlega.

9. grein
Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið til málefna sem samræmast markmiðum fagdeildarinnar.

10. grein
Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Starfsreglur þessar voru samþykktar á stofnfundi þann 10. mars 2016.