Prenta síðu

Siðaráð//


Siðaráð Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga


Siðaráð er faglegt úrræði sem er sýnilegt, aðgengilegt og virkt í umræðu um siðfræðileg málefni og álitamál í hjúkrun og heilbrigðisþjónustu.

Siðaráðið er faglegur farvegur Fíh fyrir siðfræðileg álitamál og er stjórn, deildum og nefndum félagsins til ráðgjafar um siðfræðileg álitaefni. Ráðið er auk þess vettvangur hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarfræðinema fyrir siðfræðileg álitamál sem tengjast umönnun sjúklinga, hjúkrun og heilbrigðisþjónustu og hefur forgöngu um umræður um siðamál innan félagsins. 

Hlutverk ráðsins er tvíþætt: Annars vegar að fjalla um og gefa álit og umsagnir um siðfræðileg álitamál sem annað hvort koma frá stjórn félagsins, einstökum félagsmönnum eða nemendum í hjúkrunarfræði. Hins vegar að taka siðfræðileg álitamál og spurningar til meðhöndlunar og umsagnar.


Helstu verkefni Siðaráðs


  • Endurskoðar siðareglur hjúkrunarfræðinga.
  • Kynnir og fræðir um siðareglur hjúkrunarfræðinga.
  • Hefur forgöngu um umræðu um siðareglur og siðfræði innan hjúkrunar og í heilbrigðisþjónustunni.
  • Fjallar um og gefur álit og umsögn um siðfræðileg álitamál sem berast.
  • Tekur til umræðu og veitir umsögn um siðfræðileg álitamál sem eru í brennidepli hverju sinni og kynnir niðurstöður sínar á vefsvæði Fíh.
  • Tekur þátt í opinberri umræðu um málefni er tengjast siðfræðilegu efni og álitamálum varðandi hjúkrun, heilbrigðisþjónustu og samfélag.
  • Starfar með innlendum og erlendum kollegum og siðaráðum.
  • Er, í samráði við formann eða framkvæmdaráð félagsins,  tengiliður  Fíh við fjölmiðla varðandi siðfræði í hjúkrun og umræðu um siðfræðileg málefni í samfélaginu sem snúa að hjúkrun og hjúkrunarfræðingum sérstaklega.

Í siðaráði sitja:


Aðalheiður D. Matthíasdóttir
Formaður

Arnrún Halla Arnórsdóttir
Birna Óskarsdóttir
Guðbjörg Hulda Einarsdóttir
Linda Þórisdóttir
Lovísa Baldursdóttir


Siðaráð er skipað frá janúar 2015 til desember 2017