Prenta síðu

Fréttasafn eftir mánuðum//

28.09.2016  //

Geðhjúkrun í brennidepli

Hjúkrunarþing Fíh verður haldið föstudaginn 28. október 2016 kl. 9:00-16:00 á Hótel Natura, Reykjavík. Skráning er þegar hafin, en þingið er haldið í samstarfi fagsviðs og fagdeildar geðhjúkrunarfræðinga.

27.09.2016  //

Starfsmenntunarsjóður skerpir á reglum

Breyting hefur orðið á afgreiðslu sjóðsins, framvegis þurfa gögn að fylgja umsókn til þess að hún fái afgreiðslu.

20.09.2016  //

Yfirlýsing frá Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga vegna breyttrar skipan lífeyrismála

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) mótmælir harðlega samkomulagi um breytingar á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna og þeim vinnubrögðum sem viðhöfð hafa verið við gerð samkomulagsins. Um er að ræða breytingar sem eru gerðar án nokkurs samráðs við Fíh.

19.09.2016  //

Framhaldsnám við Hjúkrunarfræðideild HÍ

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í framhaldsnám við Hjúkrunarfræðideild vegna vorannar 2017. Umsóknarfresti lýkur 15. október n.k.

07.09.2016  //

Mannekla í hjúkrun

Í haust mun Fíh vinna nýja skýrslu um manneklu í hjúkrun til að fá nýjustu upplýsingar um skort á hjúkrunarfræðingum til starfa. Niðurstöður skýrslunnar verða síðan lagðar til grundvallar framkvæmdaáætlunar um fjölgun hjúkrunarfræðinga á næstu árum.

07.09.2016  //

Kynningarfundir um frammistöðumat fyrir hjúkrunarfræðinga á Landspítala

Þann 21. og 23. september verða haldnir kynningarfundir um frammistöðumat, framkvæmd þess og greiðslu samkvæmt frammistöðumati fyrir hjúkrunarfræðinga á Landspítala .

07.09.2016  //

Endurgerð vefsvæðis

Endurgerð vefsvæðisins hjukrun.is er eitt af verkefnum félagsins þetta starfsár. Nýr vefur verður snjallvefur og lögð verður áhersla á góða leit á vefnum.

06.09.2016  //

Námskeið á vegum fagsviðs og kjara- og réttindasviðs

Eftirfarandi námskeið verða haldin í vetur í samstarfi við eða á vegum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

06.09.2016  //

Orlofssjóður - sumarlok

Nýting félagsmanna á orlofskostum félagsins var mjög góð í sumar. Orlofsnefnd hefur ákveðið til þess að nýtingin á íbúðum félagsins verði sem best að hafa punktalaus viðskipti í miðri viku fyrir þá sem búa utan svæðis.