Prenta síðu

Fréttsafn eftir árum//

23.12.2014  //

Viðurkenning Alþjóðasamtaka svæfingahjúkrunarfræðinga

Diplómanám á meistarastigi í svæfingahjúkrun við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands hlaut í október 2014 vottun Alþjóðasamtaka svæfingahjúkrunarfræðinga (International Federation of Nurse Anesthetists, IFNA) að undangegnu mati um að námið uppfylli æðstu menntunarkröfur sem samtökin gera til aðildarfélaga sinna.

18.12.2014  //

Styrkveiting Vísindasjóðs LSH

Sigrún Sunna Skúladóttir hjúkrunarfræðingur á flæðissviði Landspítala hlaut einna milljón króna styrk úr Vísindasjóði LSH til klínískra rannsókna í dag. Meðumsækjandi Sigrúnar er Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir verkefnastjóri á flæðissviði Landspítala.

18.12.2014  //

Kynnisferðir styrktar fram í febrúar

Starfsmenntunarsjóður mun taka við umsóknum um kynnisferðir fram að næsta umsóknarfresti ef ferðin hefur þegar verið skipulögð og frágengin fyrir 15. janúar.

18.12.2014  //

Lausir bústaðir í desember

Nokkrir bústaðir eru lausir nú desember. Gott að komast burt úr jólastressinu og njóta náttúrunnar sem er ósköp jólaleg þessa dagana. Ráðlegt er þó að fara aðeins á vel útbúnum bílum.

12.12.2014  //

Vegna starfsmenntunarsjóðs

Pistill formanns vegna starfsmenntunarsjóðs

12.12.2014  //

Doktorsvörn í hjúkrunarfræði

Þorbjörg Jónsdóttir mun verja doktorsritgerð sína í hjúkrunarfræði þriðjudaginn 16. desember næstkomandi. Athöfnin fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl.13.00.

10.12.2014  //

Starfsmenntunarsjóður úthlutar 15 milljónum

Stjórn starfsmenntunarsjóðs kom saman 10. desember, úthlutaði 15 milljónum króna í styrki og ákvað í framhaldinu að hætta að styrkja kynnisferðir til útlanda.

05.12.2014  //

Veiðikortið

Við minnum á að veiðikortið vinsæla fyrir árið 2015 er komið í sölu á orlofsvefnum og á sama góða verðinu og undanfarin ár: kr. 3.500 til félagsmanna.

01.12.2014  //

Ekkert umburðarlyndi

Evrópusamtök hjúkrunarfræðinga(EFN) og Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (ICN) krefjast fyllsta öryggis heilbrigðisstarfsmanna og einskis umburðarlyndis gagnvart aðstæðum sem leiða til sýkingar starfsmanna.

01.12.2014  //

Umsögn um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra

Umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra, 52. mál.

19.11.2014  //

Framboð til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

Kjörnefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga auglýsir eftir framboði til formanns félagsins. Samkvæmt lögum félagsins skal formaður kjörinn til tveggja ára í senn.

17.11.2014  //

Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga biðlar til yfirvalda

Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (ICN) biðlar til allra yfirvalda að veita hjúkrunarfræðingum öruggt vinnuumhverfi á ebóluherjuðum svæðum. Í fréttatilkynningu sem ráðið sendi frá sér þann 14. nóvember síðastliðinn stendur:

10.11.2014  //

Úthlutun styrkja úr minningarsjóðum í vörslu Fíh

Í sumar var auglýst eftir umsóknum um styrki úr Minningarsjóði Hans Adolfs Þórðarsonar, Kristínar Thoroddsen ásamt Rannsókna- og vísindasjóði hjúkrunarfræðinga. Fjöldi umsókna bárust og er það afar ánægjulegt að sjá hversu mikil gróska er í rannsókna- og vísindastarfi hjúkrunarfræðinga og hversu duglegir hjúkrunarfræðingar eru í að sækja sér frekari menntunar í hjúkrun.

03.11.2014  //

Ebóla og vinnuaðstæður

Hjúkrunarfræðingar hvetja stjórnvöld til að skapa öruggar vinnuaðstæður við umönnun Ebóla sjúklinga.

03.11.2014  //

Yfir 200 hjúkrunarfræðingar sóttu Hjúkrunarþing

Hjúkrunarþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var haldið föstudaginn 31. október síðastliðinn. Yfirskrift þingsins var: Er pláss fyrir tengdó heima hjá þér? Efling öldrunarhjúkrunar - þarfir næstu kynslóða.

30.10.2014  //

Fagmönnun framtíðar

Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, talaði á málþingi Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu síðastliðinn þriðjudag. Í ávarpi hans kom fram að á næstu þremur árum geta 900 hjúkrunarfræðingar farið á eftirlaun en það er um þriðjungur starfandi hjúkrunarfræðinga.

29.10.2014  //

Ályktun stjórnar Fíh vegna byggingu nýs Landspítala

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) lýsir yfir þungum áhyggjum af núverandi stöðu á Landspítala vegna ófullnægjandi húsakosts og álags á starfsfólk.

29.10.2014  //

Ályktun stjórnar Fíh vegna undirbúnings mögulegs Ebólusmits

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) hvetur stjórnvöld að vanda vel til undirbúnings viðbragða við mögulega móttöku sjúklinga með ebólu.

27.10.2014  //

Stuðningur við kjarabaráttu lækna

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) lýsir stuðningi við kjarabaráttu lækna og þær aðgerðir sem þeir standa í til að knýja fram bætt kjör og vinnuaðstæður. Fíh hvetur stjórnvöld til að ganga til samninga hið fyrsta.

24.10.2014  //

Fullbókað er á hjúkrunarþing Fíh

Skráningu er lokið á hjúkrunarþing Fíh þar sem það er fullbókað

24.10.2014  //

Nýtt sáranámskeið haldið í janúar

Námskeið um sár og sárameðferð verður haldið 15. og 16. janúar n.k. Opnað hefur verið fyrir skráningu.

24.10.2014  //

Herdís Gunnarsdóttir endurkjörin í stjórn EFN

Herdís Gunnarsdóttir var í dag endurkjörin í stjórn Evrópusamtaka hjúkrunarfélaga (EFN)

24.10.2014  //

Ályktun aðalfundar hjúkrunarráðs um stöðu hjúkrunar á Landspítala

Hjúkrunarráð hefur ítrekað bent á að álag á hjúkrunarfræðinga spítalans er viðvarandi of mikið og mönnun víða ekki í takt við fjölda sjúklinga og mælingar á hjúkrunarþyngd.

24.10.2014  //

Ályktun aðalfundar hjúkrunarráðs Landspítala um endurnýjun húsakosts

Hjúkrunarráð ályktar enn og aftur um nauðsynlega endurnýjun húsakosts Landspítala. Núverandi húsnæði Landspítala er hvorki boðlegt sjúklingum né starfsfólki og hentar ekki nútíma heilbrigðisþjónustu.

24.10.2014  //

Ályktun stjórnar Öldungadeildar Fíh

Þann 30. september síðastliðinn sendi stjórn Öldungadeildarinnar forsætisráðherra eftirfarandi ályktun:

21.10.2014  //

Doktorsvörn í hjúkrunarfræði

Sigríður Zoëga ver doktorsritgerð sína í hjúkrunarfræði föstudaginn 7. nóvember kl. 13:00 í Hátíðasal Háskóla Íslands

21.10.2014  //

Dagbók 2015 og Tímarit hjúkrunarfræðinga

Dagbókin 2015 kemur með Tímariti hjúkrunarfræðinga í dag og á morgun

14.10.2014  //

Ofbeldi er heilsuvandamál

Nýtt tölublað Tímarits hjúkrunarfræðinga fjallar að stórum hluta um afleiðingar ofbeldis á heilsu þolenda. Í því eru margar áhugaverðar greinar.

07.10.2014  //

Nýtt orlofshús í boði á Suðurlandi

Frá næstu mánaðarmótum bætist nýtt orlofshús á suðurlandi í flórunna hjá hjúkrunarfræðingum, en það er Lækjarbrekka 14, Syðri Brú, Grímsnesi.

06.10.2014  //

Orlofsíbúðir Fíh í Reykjavík og á Akureyri

Við minnum á ákvörðun orlofsnefndar varðandi tveggja vikna forgang fyrir félagsmenn sem búa fyrir utan það svæði sem orlofsíbúðir Fíh eru.

06.10.2014  //

Námskeiðið Við starfslok er fullbókað

Lokað hefur verið fyrir skráningu á námskeiðið Við starfslok þar sem það er fullbókað. Samskonar námskeið verður haldið að ári.

30.09.2014  //

Fræðadagar heilsugæslunnar 2014

Fræðadagar eru árlegur viðburður hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og verða nú haldnir í sjötta sinn, að þessu sinni þann 6. og 7. nóvember á Grand Hóteli, Reykjavík.

26.09.2014  //

Lokastígur 1 er laus næstu helgi

Vegna afbókunar er Lokastígur 1 laus helgina 3.-6. október.

25.09.2014  //

Skráning er hafin á Hjúkrunarþing 2014

Er pláss fyrir tengdó heima hjá þér? Efling öldrunarhjúkrunar – þarfir næstu kynslóða er yfirskrift Hjúkrunarþings Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem haldið verður föstudaginn 31. október 2014 kl. 9:00-16:00 á Hótel Natura, Reykjavík. Þingið er haldið í samstarfi fagsviðs og fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga.

22.09.2014  //

Tryggjum öfluga og örugga heilbrigðisþjónustu

Eftirfarandi pistill formanns Fíh birtist í Fréttablaðinu 16. ágúst síðastliðinn, en á engu að síður erindi í dag. Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar að hausti er að leggja fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta starfsár. Það frumvarp vekur alltaf mikla athygli enda segir það til um hvernig ríkisstjórnin ætlar að útdeila fjármagni þjóðarinnar.

20.09.2014  //

Samningaviðræður hafnar á ný

Samninganefnd Fíh og samninganefnd ríkisins (SNR) hefur nú átt tvo fundi vegna komandi kjarasamninga.

19.09.2014  //

Heilsa vaktavinnufólks er lakari en dagvinnufólks

Vaktavinnufólk býr við óreglulegt svefnmynstur, andlega heilsukvilla og óhollara mataræði samkvæmt niðurstöðum lokaritgerðar Nönnu Ingibjargar Viðarsdóttur, sérfræðingi hja Embætti landlæknis.

05.09.2014  //

Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands

Í dag tilkynnti heilbrigðisráðherra hverjir hlutu störf forstjóra heilbrigðisstofnana Norðurlands, Suðurlands og Vestfjarða. Starf forstjóra Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands hlaut Herdís Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur, MSc., MBA.

27.08.2014  //

Doktorsvörn í hjúkrunarfræði

Jóhanna Bernharðsdóttir mun verja doktorsritgerð sína í hjúkrunarfræði kl. 13.00, Aðalbyggingu HÍ, hátíðarsal.

21.08.2014  //

Þrír af sjö framkvæmdastjórum Landspítalans hjúkrunarfræðingar

Gengið hefur verið frá ráðningu framkvæmdastjóra klíniskra sviða á Landspítala, og verður hlutverk þeirra að leiða uppbyggingu Landspítala næstu árin. Framkvæmdastjórarnir eru sjö talsins, en þrír þeirra eru hjúkrunarfræðingar.

19.08.2014  //

Ráðist á heilbrigðisstarfsfólk á átakasvæðum

Æ algengara er að ráðist sé á sjúkrahús, sjúkrabíla og heilbrigðisstarfsfólk í þeim stríðsátökum sem nú eru í heiminum. Í dag, 19. ágúst, er alþjóðamannúðardagurinn.

15.08.2014  //

Laus orlofshús/íbúðir

Vikan 22. - 29. ágúst nk. er laus á nokkrum stöðum á landinu. Punktalaus viðskipti þar sem það eru aðeins örfáir dagar til stefnu.

15.08.2014  //

14 hjúkrunarfræðingar látnir

Yfir 80 heilbrigðisstarfsmenn, þar af að minnsta kosti 14 hjúkrunarfræðingar, hafa látist af völdum ebóluveirunar í Vestur-Afríku.

24.06.2014  //

Rannsókna- og vísindasjóður hjúkrunarfræðinga auglýsir eftir umsóknum um styrki

Sjóðurinn var stofnaður 12. maí 1987 af Maríu Finnsdóttur, fræðslustjóra Hjúkrunarfélags Íslands.

24.06.2014  //

Minningarsjóður Kristínar Thoroddsen auglýsir eftir umsóknum um styrki

Kristín Ólína Thoroddsen var forstöðukona Landspítalans og Hjúkrunarkvennaskóla Íslands frá stofnun hans 1931 til ársins 1949.

24.06.2014  //

Minningarsjóður Hans Adolfs Hjartarsonar auglýsir eftir umsóknum um styrki

Minningarsjóður Hans Adolfs Hjartarsonar framkvæmdarstjóra var stofnaður í mars 1951 af ættingum hans og bekkjarsystkinum, en Hans lést í janúar 1951.

20.06.2014  //

Kjarasamningur Fíh við Samband íslenskra sveitarfélaga samþykktur

Kjarasamningur Fíh við Samband íslenskra sveitarfélaga var samþykktur eftir rafræna atkvæðagreiðslu dagana 13. til 20. júní 2014

16.06.2014  //

Laus orlofsíbúð á Stöðvarfirði-Gæludýr leyfð

Orlofsíbúðin að Heiðmörk 19, Stöðvarfirði er laus frá 20.-27. júní nk. Gæludýr er leyfð í þessari íbúð. Þetta er eina vikan sem er eftir í júní, allar farnar í júlíi en síðan eru örfáar vikur eftir í ágúst. Athugið að með svona skömmum fyrirvara er hægt að fá íbúðina án punktafrádráttar. Hringja þarf á skrifstofuna til þess að ganga frá þeim viðskiptum.

11.06.2014  //

Kjarasamningur Fíh við Reykjalund samþykktur

Niðurstöður atkvæðagreiðslu um kjarasamning Fíh við Reykjalund liggur nú fyrir.

11.06.2014  //

Lokun á skrifstofu

Föstudaginn 13. júní frá kl. 13:00 verður skrifstofan lokuð vegna skipulagsmála. Vinsamlega ef þið eigið erindi komið fyrir þann tíma.

11.06.2014  //

Kynning á breytingum og framlengingu kjarasamnings Fíh við Samband íslenskra sveitarfélaga

Þann 12. júní kl. 12:00 verður kynning fyrir hjúkrunarfræðinga sem starfa á kjarasamningi Fíh við Samband íslenska sveitarfélaga haldin á Akureyri.

10.06.2014  //

Nýtt samkomulag um framlengingu og breytingar á kjarasamningi Fíh við Samband íslenskra sveitarfélaga

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur í dag undirritað samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi sínum við Samband íslenskra sveitarfélaga.

06.06.2014  //

Kjarasamningur undirritaður við Reykjalund

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur í dag undirritað samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi sínum við Reykjalund.

05.06.2014  //

Vegna smáskilaboða frá Helsenor

Fíh hefur haft samband við fyrirtækið Helsenor sem sent hefur hjúkrunarfræðingum ítrekað smáskilaboð undanfarna daga.

27.05.2014  //

Fundargerð aðalfundar komin á vefinn

Hægt er að skoða fundargerð aðalfundar 2014 hér:

27.05.2014  //

Laus orlofshús og íbúðir í sumar

Enn er möguleiki á að leigja orlofshús eða íbúð í sumar, en þó fer hver að verða síðastur í þeim málum.

26.05.2014  //

Niðurstöður kosningar um framlengingu og breytingu á kjarasamningi Fíh við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu

Í kjölfar undirritunar á framlengingu og breytingu á kjarasamningi Fíh við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu þann 07. maí s.l. fór fram kynning og kosning á samkomulaginu.

22.05.2014  //

Laus bústaður um helgina

Bjarteyjarsandur, Hvalfjarðarströnd, minna húsið er laust um helgina vegna forfalla 23.- 26. maí. Gæludýr eru leyfð í þessum bústað.

21.05.2014  //

Ályktun um öryggi sjúklinga

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) ítrekar mikilvægi þess að öryggi sjúklinga sé haft að leiðarljósi í allri heilbrigðisþjónustu. Í ljósi ákæru á hendur hjúkrunarfræðingi vill Fíh benda á að hjúkrunarfræðingar standa frammi fyrir nýjum veruleika sem mun hafa umtalsverð áhrif á störf þeirra til framtíðar.

16.05.2014  //

Kjarasamningur undirritaður við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur undirritað samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi sínum við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV).

12.05.2014  //

Niðurstöður kosningar við Samband íslenskra sveitarfélaga

Niðurstöður kosningar um framlengingu og breytingu á kjarasamningi Fíh við Samband íslenskra sveitarfélaga

12.05.2014  //

Heiðursvísindamaður LSH

Erla Kol­brún Svavars­dótt­ir er heiður­s­vís­indamaður Land­spít­ala árið 2014. Erla Kolbrún er pró­fess­or við hjúkr­un­ar­fræðideild Há­skóla Íslands og formaður fagráðs í fjöl­skyldu­hjúkr­un við Land­spít­ala, en hún hlaut viðurkenninguna á Vís­ind­um á vor­dög­um síðastliðinn miðvikudag.

12.05.2014  //

Ályktanir á aðalfundi 2014

Aðalfundur Félags íslenska hjúkrunarfræðinga sem haldinn var í Hörpu þann 9. maí 2014 ályktaði eftirfarandi:

07.05.2014  //

Staðan í kjaraviðræðum við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu

Viðræður Fíh við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu miðar vel. Stefnt er að því að ljúka samningsgerð sem allra fyrst en vegna aðalfundar og undirbúnings vegna hans mun málið ekki klárast fyrr en í næstu viku.

06.05.2014  //

21 hjúkrunarfræðingur hlaut styrk úr B-hluta Vísindasjóðs

Styrkirnir verða afhentir á Alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga þann 12. maí í Hringsal LSH. Afhendingin er hluti af dagskrá Viku hjúkrunar sem hjúkrunarráð LSH stendur fyrir dagana 12.-16. maí.

05.05.2014  //

Vika hjúkrunar á Landspítala 2014

Á mánudaginn næstkomandi hefst vika hjúkrunar á Landspítala á vegum hjúkrunarráðs. Í boði verða áhugaverðir hádegisfyrirlestrar, málþing...

02.05.2014  //

Kynningarfundur vegna breytingar og framlengingar á kjarasamningi Fíh við Sveitarfélögin

Þann 5. maí 2014 kl. 16:30 verður kynningarfundur á Akureyri.

29.04.2014  //

Ályktun Öldungadeildar Fíh um hjúkrunarheimili

Aðalfundur Öldungadeildar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, haldinn 9. apríl 2014, skorar á heilbrigðisráðherra að bæta fjárhagslegan grundvöll hjúkrunarheimila í landinu.

28.04.2014  //

Aðalfundur föstudaginn 9. maí 2014

Í boðunarbréfi sent til félagsmanna urðu þau leiðu mistök að rangur vikudagur er tengdur við 9. maí.

25.04.2014  //

Evrópustofnun um rannsóknir í hjúkrun (ENRF)

Herdís Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og viðskiptafræðingur, var kjörin í janúar 2014 formaður stjórnar nýrrar Evrópu stofnunar um rannsóknir í hjúkrun (European Nursing Research Foundation - ENRF).

23.04.2014  //

Framlenging og breyting á núverandi kjarasamning Fíh við Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituð

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur undirritað samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi sínum við Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS).

23.04.2014  //

Kjaraviðræðum Fíh við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) vísað til ríkissáttasemjara

Samninganefnd Fíh vísaði í dag viðræðum sínum um endurnýjun kjarasamninga við SFV til ríkissáttasemjara.

15.04.2014  //

Orlofshús/íbúðir

Ennþá eru lausar nokkrar vikur í orlofshúsum/íbúðum þeim sem orlofssjóður Fíh býður uppá sumarið 2014

10.04.2014  //

Ályktun frá aðalfundi fagdeildar nýrnahjúkrunarfræðinga

Fagdeild nýrnahjúkrunarfræðinga lýsir yfir miklum áhyggjum að ekki sé lengur teymi nýrnasérfræðinga fyrir inniliggjandi nýrnasjúklinga á Landspítala.

08.04.2014  //

Niðurstöður kosningar um framlengingu og breytingu á kjarasamningi Fíh við Reykjavíkurborg

Í kjölfar undirritunar á framlengingu og breytingu á kjarasamningi Fíh við Reykjavíkurborg þann 26. mars s.l. fór fram kynning og kjörfundur vegna samkomulagsins.

08.04.2014  //

Niðurstöður kosningar um framlengingu og breytingu á kjarasamningi Fíh við fjármála- og efnahagsmálaráðherra f.h. ríkissjóðs

Í kjölfar undirritunar á framlengingu og breytingu á kjarasamningi Fíh við fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs þann 25. mars s.l. fóru fram kynningar og kosning á samkomulaginu, og var kosningaþátttaka 47%.

02.04.2014  //

Vegna úthlutunar orlofsíbúða Fíh fyrir júlímánuð

Tæknileg vandmál komu upp við opnun á úthlutunum orlofsíbúða Fíh fyrir júlímánuð.

27.03.2014  //

Kynningar á framlengingu kjarasamninga

Eftirtaldar kynningar verða á framlengingu kjarasamninga Fíh

26.03.2014  //

Framlenging og breyting á kjarasamningi við Reykjavíkurborg undirritaður

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur undirritað samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi sínum við Reykjavíkurborg.

25.03.2014  //

Framlenging og breyting á núverandi kjarasamningi Fíh við ríkissjóð undirritaður

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur undirritað samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi sínum við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.

21.03.2014  //

Samninganefnd Fíh vinnur að endurnýjun kjarasamninga

Kjarasamningar Fíh runnu út þann 31. janúar síðastliðinn. Frá þeim tíma hefur samninganefnd félagsins setið fundi með viðsemjendum sínum.

14.03.2014  //

Framúrskarandi stjórnandi

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri bráðasviðs á Landspítala, hlaut stjórnunarverðlaun Stjórnvísis 12. mars sl. Stjórnunarverðlaunin eru veitt árlega stjórnendum sem þykja hafa skarað framúr á sínu sviði.

12.03.2014  //

Orlofsvefurinn opnaði í dag

Nú eru félagsmenn búnir að bóka vikuna sína á vefnum, flestir glaðir og ánægðir. Að gefnu tilefni skal þó bent á að þeir leigukostir sem orlofssjóður leigir frá öðrum eru oft ekki samfelldar vikur yfir sumartímann því eigendur nota oft eina og eina viku til einkaafnota

11.03.2014  //

Styrkur úr B-hluta Vísindasjóðs

Stjórn Vísindasjóðs minnir á að frestur til að sækja um styrk í B-hluta Vísindasjóðs rennur út á miðnætti laugardaginn 15. mars n.k.

06.03.2014  //

Íbúðin að Kjarnagötu Akureyri laus um helgina

Frá og með deginum í dag er íbúðin að Kjarnagötu, Akureyri laus til 12. mars nk. Fyrstur kemur, fyrstur fær!!!

05.03.2014  //

Starfsmenntunarsjóður einfaldar ferlið

Stjórn starfsmenntunarsjóðs hefur ákveðið að starfsmaður sjóðsins geti greitt út þá styrki sem sjóðsstjórn hefur vanalega samþykkt. Bíðtími eftir greiðslu styttist því verulega í mörgum tilfellum.

04.03.2014  //

Endurgreiðsla félagsgjalda umfram hámark

Í dag fengu 394 félagsmenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga endurgreiddan hluta félagsgjalda ársins 2013. Samkvæmt samþykktum um félagsgjöld á aðalfundi 2008 fá félagsmenn endurgreidd þau félagsgjöld sem þeir greiða umfram hámark...

04.03.2014  //

Orlofsvefurinn 2014

Sumarúthlutun á orlofsvefnum hefst miðvikudaginn 12. mars kl. 9:00. Eins og undanfarin ár er úthlutun á vikuleigu punktastýrð og er orlofsvefurinn stilltur þannig að einungis þeir sem eiga tilskilinn fjölda orlofspunkta komast inn á orlofstímabilið fyrir vikuleigu í júní, júlí og ágúst.

27.02.2014  //

Ófullnægjandi mönnun hjúkrunarfræðinga eykur dánartíðni

Stór evrópsk rannsókn birt 26. febrúar 2014 í tímaritinu The Lancet sýnir fram á að ófullnægjandi mönnun hjúkrunarfræðinga hefur bein áhrif á dánartíðni sjúklinga eftir skurðaðgerðir.

27.02.2014  //

ENS4care - spurningalistakönnun þar sem safnað er upplýsingum um besta verklag hjúkrunarfræðinga

The European federation of Nurses Associations (EFN) sem Fíh er aðili að hefur opnað spurningalistakönnunina ENS4Care. Markmiðið er að safna lykilupplýsingum um fyrirliggjandi dæmi um gott verklag við notkun upplýsinga- og samskiptatækni (UST ) við hjúkrun og félagsráðgjöf.

24.02.2014  //

Yfirlýsing vegna Biggest loser þáttanna

Biggest loser þættirnir hafa sætt mikilli gagnrýni bæði erlendis og hérlendis fyrir öfgakenndar áherslur á þyngdartap, mikla fæðutakmörkun, æfingaálag og harkalega framkomu þjálfara í garð keppenda. Við teljum þessa nálgun ekki samræmast faglegum vinnubrögðum og sú framkoma sem þjálfarar sýna keppendum samræmist hvorki siðareglum né lögum um heilbrigðisstarfsmenn sem kveða skýrt á um að skjólstæðingum skuli sýnd virðing (Lög um heilbrigðisstarfsmenn, nr. 34/2012).

20.02.2014  //

Ályktun frá stjórn fagdeildar heilsugæsluhjúkrunarfræðinga

Stjórn fagdeildar heilsugæsluhjúkrunarfræðinga gagnrýnir harðlega fyrhugaðan niðurskurð hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Heilsugæsluhjúkrunarfræðingar hvetja stjórnvöld til að hætta við 100 milljóna króna niðurskurð hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Það ætti frekar að efla heilsugæsluna en að skera niður, svo hún geti sem best sinnt sínu heilsuverndarstarfi og staðið undir nafni að vera fyrsti viðkomustaður fólks sem leitar eftir þjónustu heilbrigðiskerfisins líkt og heilbrigðisráðherra hefur talað fyrir.

14.02.2014  //

Formaður fundar með hjúkrunarfræðingum SFV

Þann 12. febrúar voru hjúkrunarfræðingar sem starfa hjá stofnunum innan Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) boðaðir á fund með Ólafi G. Skúlasyni formanni Fíh og Cecilie B.H. Björgvinsdóttur sviðsstjóra kjara –og réttindamála Fíh. Á fundinum, sem var afar vel sóttur, var kynnt fyrir félagsmönnum sú staða sem uppi er í kjaramálum þeirra. Annars vegar vegna jafnlaunaátaksins sem átti sér stað á árinu 2013 hjá hjúkrunarfræðingum í starfi hjá ríkinu og hins vegar staðan í kjaraviðræðum Fíh við SFV. Farið var yfir helstu áhersluatriði Fíh við gerð kjarasamningsins og gang mála.

14.02.2014  //

Fréttatilkynning: Sjúklingar í fyrsta sæti

Traust og virðing eru frumskilyrði fyrir framþróun heilbrigðisþjónustu. Á grundvelli sameiginlegra meginþátta setur rammasamkomulagið sjúklinga í fyrsta sætið, styður siðfræði í rannsóknum og nýsköpun, tryggir sjálfstæði og siðferðilegt framferði og eflir gagnsæi og ábyrgð. Samkomulagið leggur áherslu á bestu starfsvenjur ólíkra hópa sem vinna saman að bættri þjónustu við sjúklinga.

13.02.2014  //

Styrkir vegna A-hluta vísindasjóðs

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga greiddi í dag út styrki vegna A-hluta vísindasjóðs. Að þessu sinni fengu 2.836 félagsmenn greiddan styrk og nam heildargreiðslan um 147 milljónum króna.

07.02.2014  //

Karlar í hjúkrun

Fíh vinnur nú að gerð jafnréttisstefnu félagsins. Eitt af verkefnum félagsins er að fjölga karlmönnum í hjúkrun. Formaður félagsins boðaði nokkra karlkyns hjúkrunarfræðinga á sinn fund til að ræða hvað það er sem gerir það að verkum að karlmenn leita ekki í hjúkrun.

06.02.2014  //

Skrifstofan lokuð mánudaginn 10. febrúar frá kl.14:00

Vegna skipulagsmála verður skrifstofa Fíh lokuð frá kl. 14:00 mánudaginn 10. febrúar nk.

05.02.2014  //

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vinnur mál fyrir félagsdómi gegn íslenska ríkinu

Þann 3. Febrúar s.l. dæmdi Félagsdómur Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) í vil, fyrir hönd hjúkrunarfræðings á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, gegn íslenska ríkinu vegna Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu). Dómkröfur stefnanda (Fíh) voru þær að viðurkennt yrði fyrir dómi að stefndi (HSu) hefði brotið gegn gr. 3.4.3 í kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, með því að hafa ekki greitt hjúkrunarfræðingi hjá stefnda fæðispeninga þegar hún var á vakt en matstofa vinnustaðar var ekki opin, frá og með 1. mars 2012.

05.02.2014  //

Alþjóðasamtök hvetja stjórnmálamenn til að styðja og efla hjúkrun

Nýliðun og ráðningar vel menntaðra og þjálfaðra hjúkrunarfræðinga skipta sköpum ef tryggja á skilvirka og árangursríka heilbrigðisþjónustu af hæstu gæðum segir í fréttatilkynningu frá Evrópusamtökum félaga hjúkrunarfræðinga (EFN) og Alþjóðaráði hjúkrunarfræðinga (ICN) þar sem þau skora á stjórnmálamenn að beita sér fyrir því að til staðar sé nægilegur fjöldi vel menntaðra hjúkrunarfræðinga.

03.02.2014  //

Samskiptamiðlar: Fíh opnar síðu á facebook

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga opnaði síðu á facebook í dag. Þar munum við birta ýmis áhugaverð efni, tengla og myndir. Við viljum heyra hvað þið hafið að segja, lof sem last og hlökkum virkilega til að sjá félagsmenn okkar virka í umræðum á síðunni. Það er von okkar að hér muni skapast enn einn vettvangur til samskipta við félagsmenn

03.02.2014  //

Sest að samningaborðinu

Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur frá því í desember 2013 unnið að endurnýjun kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna. Viðræður eru hafnar við alla viðsemjendur að undanskildum Reykjalundi.

31.01.2014  //

Laus orlofshús og íbúð

Um mánaðamótin eru ennþá lausir bústaðir og íbúð. Minnum einnig á frábært tilboð Ísfirðinga hótel og skíði í einum pakka. Orlofssjóður Fíh niðurgreiðir marga orlofskosti fyrir félagsmenn sína sbr. eftirtalið:

27.01.2014  //

Starfsemi Fíh kynnt

Félagið hélt sinn árlega kynningarfund fyrir fjórða árs hjúkrunarnema við Háskóla Íslands á Hotel Natura þann 27. janúar síðastliðinn. Á fundinum voru kynntir helstu þættir í starfsemi félagsins.

24.01.2014  //

Fíh tók þátt í kynningardeginum "Á Krossgötum"

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga tók þátt í kynningardeginum Á krossgötum en að honum standa nemendur á lokaári BS náms í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Fíh kynnti þar aukaaðild sem er í boði er fyrir nemendur í hjúkrunarfræði.

24.01.2014  //

Ályktun frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu

Þann 14. janúar s.l. sendu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) frá sér ályktun varðandi þann vanda sem blasir við í rekstri hjúkrunarheimila

15.01.2014  //

Viðburðir í yfirliti yfir tilkynningar og fundi á www.hjukrun.is

www.hjukrun auglýsir eftir upplýsingum um atburði, fundi eða þess háttar sem viðkemur hjúkrun eða hjúkrunarfræðingum á vegum fag- eða svæðisdeilda eða annarra aðila. Viðburðirnir verða eins og fyrr skráðir í yfirlit www.hjukrun.is, sem sent er öllum þeim er skráð hafa netfang sitt á póstlista félagsins. Vinsamlega sendið upplýsingar á webmaster@hjukrun.is

14.01.2014  //

Símatími sviðstjóra kjara- og réttindasviðs fellur niður.

Símatími sviðstjóra kjara- og réttindasviðs fellur niður vegna vinnu við kjarasamningagerð.

14.01.2014  //

Nýr doktor í hjúkrunarfræði

Fimmtudaginn 10. október sl. fjölgaði um einn doktor í hjúkrunarstétt en þá varði Hrund Scheving Thorsteinsson doktorsritgerð sína „Hjúkrunarfræðingar og gagnreyndir starfshættir: Virkni og spáþættir.“ Í rannsókninni er lýst hversu vel íslenskir hjúkrunarfræðingar eru í stakk búnir til að veita hjúkrun sem byggist á gagnreyndri þekkingu

08.01.2014  //

Núvitund - námskeið fyrir hjúkrunarfræðinga

Nýtt námskeið hefst 30. janúar 2014. Kennt er einu sinni í viku í 8 vikur. Umsóknarfrestur er til 27. janúar.

06.01.2014  //

Wow air gjafabréfin komin!

Gjafabréf í flug frá flugfélaginu Wow eru komin í sölu á orlofsvefnum.

02.01.2014  //

Gjafabréf Icelandair 2014 komin á vefinn

Gjafabréf Icelandair voru að koma og eru í boði fyrir félagsmenn á vefnum. Í boði eru 2 gjafabréf á félagsmann en þau eru niðurgreidd af orlofssjóði Fíh.