Prenta síðu

Fréttsafn eftir árum//

22.12.2015  //

Skrifstofa Fíh lokuð um jólin

Frá Þorláksmessu og fram til mánudagsins 4. janúar verður skrifstofa Fíh lokuð...

18.12.2015  //

5. tbl. Tímarits hjúkrunarfræðinga komið út

Það kennir ýmissa grasa jólablaði Tímarits hjúkrunarfræðinga, og geta lesendur valið hvort þeir lesi það í smáforriti, flettiútgáfu eða einstaka greinar.

15.12.2015  //

Punktalaus viðskipti í miðri viku í orlofsíbúðum/húsum félagsins

Orlofsnefnd Fíh ákvað á fundi nýlega að hafa punktalaus viðskipti í íbúðum/húsum félagsins í miðri viku. Nokkrir leigukostir eru lausir á næstunni. 15. desember fór á vefinn forgangsopnun í íbúðum félagsins í Reykjavík og á Akureyri í apríl.

12.12.2015  //

Vegna fréttar Morgunblaðsins um laun hjúkrunarfræðinga og lækna

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga gerir athugasemdir við grein Morgunblaðsins um samanburða launa hjúkrunarfræðinga og lækna á Íslandi við laun sömu stétta á Norðurlöndunum.

09.12.2015  //

Laus orlofshús og íbúðir fram yfir áramót

Næstu helgi eru lausir bústaðir á Ásabraut, Grímsnesi, Bláskógar við Úlfljótsvatn og minna húsið í Bjarteyjarsandi. Punktalaus viðskipti!!! Einnig er töluvert laust fyrir norðan í íbúðum félagsins.

09.12.2015  //

Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi

Hjúkrunarfræðingur sem ákærður var fyrir manndráp af gáleysi var í dag sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

30.11.2015  //

VEIÐIKORTIÐ 2016 komið í sölu á orlofsvefnum

Veiðikortið er mjög hagkvæmur kostur sem hentar jafnt veiðimönnum sem fjölskyldufólki. Með Veiðikortið í vasanum er hægt að veiða ótakmarkað í 38 veiðivötnum víðs vegar á landinu sem og tjalda endurgjaldslaust við mörg þeirra.

26.11.2015  //

Kjarasamningur við Reykjavíkurborg samþykktur

Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við Reykjavíkurborg var samþykktur á kjörfundi þann 25.11.2015

24.11.2015  //

Áhugahvetjandi samtal í boði eftir áramótin

Enn eru nokkur pláss eftir á þessu vinsæla námskeiði. Þeir sem skrá sig og greiða þátttökugjald fyrir 1. desember geta sótt um í starfsmenntunarsjóð fyrir árið 2015.

24.11.2015  //

Laus orlofshús og íbúðir

Furulundur á Akureyri er laus vegna forfalla frá og með deginum í dag til 4. desember nk. Bláskógar við Úlfljótsvatn og báðir bústaðir á Bjarteyjarsandi eru lausir helgina 27.-30. nóvember. Eins eru lausir dagar í miðri viku í flestum íbúðum og bústöðum félagsins.

23.11.2015  //

Nýr kjarasamningur við Reykjavíkurborg undirritaður

Seinnipartinn í dag var undirritaður kjarasamningur milli Fíh og Reykjavíkurborgar.

16.11.2015  //
10.11.2015  //

Staða í kjarasamningsviðræðum

Enn er ósamið við tvo viðsemjendur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

06.11.2015  //

Orlofsvefur kominn í lag

Orlofsvefur félagsins lá niðri fyrr í dag, en er nú kominn í lag.

04.11.2015  //

Hlýtur inngöngu í Bandarísku hjúkrunarakademíuna

Erla Kolbrún Svavarsdóttir, prófessor við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, hefur hlotið inngöngu í Bandarísku hjúkrunarakademíuna (American Academy of Nursing).

03.11.2015  //

Varðandi umsóknir í Starfsmenntunarsjóð

Nauðsynlegt er að skila gögnum sem miðast við almanaksárið 2015 fyrir 15. desember næstkomandi, hafi þau ekki borist sjóðnum fyrir þann tíma telst styrkurinn til næstkomandi árs.

03.11.2015  //

Orlofsíbúð að Boðagranda í Reykjavík laus vegna forfalla

Boðagrandi, Reykjavík laus frá og með deginum í dag 3.11. til föstudags vegna forfalla. Ath. punktalaus viðskipti.

31.10.2015  //

Kjarasamningur Fíh við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu samþykktur

Kosningu um nýgerðan kjarasamning Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við Samtök fyrirtækja í velferðar lauk nú á hádegi.

27.10.2015  //

Kjarasamningur við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu undirritaður

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur undirritað nýjan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu.

26.10.2015  //

Landsþing Sjálfstæðiflokksins samþykkti ályktun þess efnis að sérfræðimenntun hjúkrunarfræðinga verði betur nýtt innan heilbrigðisþjónustunnar

Á nýafstöðnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins var samþykkt ályktun þess efnis að sérfræðimenntun hjúkrunarfræðinga verði viðurkennd til að sinna fyrsta stigs þjónustu

22.10.2015  //

Orlofssjóður/Gjafabréf Icelandair o.fl.

Félagsmenn hafa verið duglegir að nýta sér það sem er í boði á orlofsvefnum. Ennþá eru til Icelandair gjafabréf og örfáar helgar eru einnig lausar til áramóta í bústöðum/íbúðum félagsins. Nánari upplýsingar um notkun gjafabréfsins hér fyrir neðan.

19.10.2015  //

4 tbl. Tímarits hjúkrunarfræðinga komið út

Stútfullt blað af áhugaverðu efni og þitt að velja hvort þú lest það í smáforritinu, flettir því eða lest einstaka greinar.

14.10.2015  //

Nýjar úthlutunarreglur styrktarsjóðs

Þann 1. júlí síðastliðinn tóku gildi nýjar úthlutunarreglur styrktarsjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

07.10.2015  //

Stefna Fíh í hjúkrun og heilbrigðisþjónustu aldraðra kynnt í velferðarnefnd Alþingis

Fulltrúar fagsviðs Fíh og fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga boðaðir á fund velferðanefndar um málefni eldri borgara

07.10.2015  //

Þjónandi forysta meðal hjúkrunarstarfsfólks

Hjúkrunarstjórnendur á Sjúkrahúsinu á Akureyri styðjast við stjórnunaraðferðir sem samrýmast vel hugmyndum um þjónandi forystu að því er fram kemur í nýrri fræðigrein sem birt er í Tímariti hjúkrunarfræðinga.

05.10.2015  //

Fræðsla og umbætur á gæðum heimahjúkrunar

Í fræðigrein sem birt er í Tímariti hjúkrunarfræðinga kemur fram hvaða áhrif fræðsla getur haft á umönnun sjúklinga í heimahjúkrun.

02.10.2015  //

Námskeiðið um sár og sárameðferð endurtekið í febrúar 2016

Námskeiðið verður auglýst og opnað fyrir skráningu í nóvember. Haft verður samband við þá sem eru á biðlista eftir helgina.

28.09.2015  //

Við starfslok. Námskeið fyrir hjúkrunarfræðinga

Fíh býður hjúkrunarfræðingum sem hyggja á starfslok eða eru nýlega hættir störfum upp á námskeið 5. og 6. nóvember 2015.

28.09.2015  //

Átt þú sumarhús?

Fíh óskar eftir að leigja nýleg, vel búin orlofshús víðs vegar um landið fyrir félagsmenn.

24.09.2015  //

Tvær fræðigreinar birtar í Tímariti hjúkrunarfræðinga

Þó að næsta tölublað komi ekki út fyrr en 15. október má lesa fræðigreinarnar strax.

21.09.2015  //

Staða forseta heilbrigðisvísindasviðs HA

Háskólinn á Akureyri hefur auglýst lausa til umsóknar stöðu forseta heilbrigðisvísindasviðs.

14.09.2015  //

Hjúkrunarfræðingar á Reykjalundi samþykkja nýgerðan kjarasamning

Hjúkrunarfræðingar í starfi á kjarasamningi Fíh við Reykjalund endurhæfingamiðstöð SÍBS samþykktu nýgerðan kjarasamning með afgerandi meirihluta.

11.09.2015  //

Nýr ritstjóri Tímarits hjúkrunarfræðinga

Helga Ólafs hefur verið ráðin nýr ritstjóri tímaritsins og hefur hún þegar tekið til starfa. Hún hefur mikla reynslu af blaðamennsku og ritstjórn og verður því góð viðbót við öflugt teymi á skrifstofu félagsins.

11.09.2015  //

Frádráttur á launum og leiðrétting vegna verkfalls

Fíh hefur ekki verið sammála aðferðarfræði Fjársýslu ríkisins varðandi frádrátt á launum og leiðréttingu vegna verkfalls. Eftir að hafa skoðað eldri gögn sem snerta sama mál hefur félagið þó ákveðið að ekki verði frekar aðhafst varðandi frádrátt á launum í verkfalli.

08.09.2015  //

Samningaviðræður við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Reykjavíkurborg og Samtök íslenskra sveitafélaga

Samningaviðræður við þessa aðila eru eru mis langt á veg komnar, en vonast er til að þeim ljúki nú í september.

07.09.2015  //

Kjarasamningur við Reykjalund

Þann 7.september 2015 var undirritað samkomulag um breytingu og framlengingu á kjarasamningi Fíh við Reykjalund, endurhæfingarmiðstöð SÍBS.

07.09.2015  //

Orlofshús: Laus helgi 18.-21. september - Punktalaus viðskipti

Orlofsbústaðurinn á Bjarteyjarsandi, minna húsið er laust þá helgi, en þar má hafa gæludýr.

03.09.2015  //

Hjúkrunarþing í stað ráðstefnu

Ráðstefnunni HJÚKRUN 2015 hefur verið frestað um ár. Þess í stað verður efnt til hjúkrunarþings í nóvember.

03.09.2015  //

Hjúkrunarfræðingum með framhaldsmenntun boðin þátttaka í alþjóðlegri könnun um starfsánægju

Íslenskum hjúkrunarfræðingum með framhaldsmenntun (NP/APN) er boðið að taka þátt í alþjóðlegri könnun um starfsánægju (Advanced Practice Nurse job satisfaction survey). Könnunin fer fram á netinu. Meðfylgjandi eru nánari upplýsingar og linkur á könnunina.

02.09.2015  //

Sérnám í heilsugæsluhjúkrun hafið

Sérnám í heilsugæsluhjúkrun, samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Háskólans á Akureyri hófst í haust.

01.09.2015  //

Frá stjórn Vinnudeilusjóðs

Umsóknir í Vinnudeilusjóð Fíh sem borist höfðu fyrir 20. ágúst og með fylgdu fullnægjandi gögn verða afgreidd og styrkurinn greiddur út nú um mánaðamótin.

31.08.2015  //

Laus staða framkvæmdastjóra ICN

Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (ICN) auglýsir lausa til umsóknar stöðu Chief Executive Officer. Einungis hjúkrunarfræðingar koma til greina.

26.08.2015  //

Saga hjúkrunar á tilboðsverði

Ritverk Margrétar Guðmundsdóttur, Saga hjúkrunar á Íslandi á 20. öldinni, býðst nú á tilboðsverði.

21.08.2015  //

Doktorsvörn í hjúkrunarfræði

Marianne Elisabeth Klinke mun verja doktorsritgerð sína í hjúkrunarfræði mánudaginn 31. ágúst í hátíðarsal Háskóla Íslands.

20.08.2015  //

Laus bústaður vegna forfalla-PUNKTALAUS VIÐSKIPTI!!!

Vikan 21.-28. ágúst n.k. var að losna vegna forfalla. Það er íbúðin á Stöðvarfirði og stærri bústaðurinn á Bjarteyjarsandi. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Tilvalið að fara í berjamó á þessum tíma.

18.08.2015  //

Kynningarfundur um úrskurð gerðardóms - streymi

Þriðjudaginn 18. ágúst kl 20:00 verður haldinn kynningarfundur á Grand hótel Reykjavík. Hér er að finna streymisupplýsingar fyrir landsbyggðarfélagsmenn.

17.08.2015  //

Stjórn Fíh fellir niður dómsmál

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) hefur tekið ákvörðun um að fella niður dómsmál það sem félagið hefur höfðað gegn íslenska ríkinu í tengslum við lagasetningu á verkfall hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu.

14.08.2015  //

Kynningarfundur um úrskurð gerðardóms

Þriðjudaginn 18. ágúst kl 20 verður haldinn kynningarfundur á Grand hótel Reykjavík.

14.08.2015  //

Úrskurður Gerðardóms

Í úrskurði Gerðardóms varðandi breytingar á kjarasamningum eru eftirfarandi breytingar:

07.08.2015  //

Ritstjóri óskast

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga óskar eftir að ráða ritstjóra Tímarits hjúkrunarfræðinga í fullt starf.

07.08.2015  //

Tímarit hjúkrunarfræðinga - appið

Smáforrit til að lesa tímarit hjúkrunarfræðinga er fáanlegt í App store og Google Play.

15.07.2015  //

Hjúkrunarfræðingar hafna kjarasamningi

Í nýafstaðinni atkvæðagreiðslu höfnuðu félagsmenn í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) kjarasamningi félagsins við fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs sem undirritaður var 23. júní síðastliðinn

13.07.2015  //

Opnunartími og þjónusta vikuna 13.-17. júlí

Undanfarin ár hefur skrifstofa félagsins verið lokuð frá miðjum júlí og fram yfir verslunarmannahelgi.

09.07.2015  //

Frá Vinnudeilusjóði Fíh

Vinnudeilusjóður hefur afgreitt allar umsóknir sem bárust fyrir 9. júlí.

07.07.2015  //

Styrkir til rannsóknaverkefna doktorsnema

Stjórn Rannsóknasjóðs Ingibjargar R. Magnúsdóttur auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til doktorsnema í hjúkrunar- og ljósmóðurfræðum. Heildarupphæð styrkja er 700 þúsund krónur.

03.07.2015  //

Fullbókað í orlofshúsin í sumar. Þó eru lausir dagar í íbúðum félagsins.

Athugið að verða ykkur út um miða í göngin fyrir sumarlokun skrifstofunnar.

02.07.2015  //

Varðandi frádrátt á launum hjá hjúkrunarfræðingum í verkfalli og endurgreiðslu

Ekki er sátt milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Fjársýslu ríkisins/heilbrigðisstofnana um hvernig haga skal frádrætti vegna verkfalls og hvernig haga skuli leiðréttingu vegna vakta sem unnar voru í verkfalli.

02.07.2015  //

Hjúkrun 2015 - ágrip

Við minnum á að umsóknafrestur til að senda inn ágrip vegna ráðstefnunnar Hjúkrun 2015 rennur út þann 1. ágúst 2015.

02.07.2015  //

Viltu taka þátt í könnun um starfsánægju?

Hjúkrunarfræðingum með sérfræðiréttindi eða sérnám í hjúkrun er boðið að taka þátt í könnum um starfsánægju sem studd er af Alþjóðaráði hjúkrunarfræðinga (ICN).

30.06.2015  //

Vegna launagreiðslna 1. júlí

Hjúkrunarfræðingar eru hvattir til að yfirfara launaseðlana sína sérstaklega vel um þessi mánaðarmót.

26.06.2015  //

Þjóðin sem valdi Vigdísi – 35 ár frá sögulegu forsetakjöri

Í tilefni þess að 35 ár eru liðin frá sögulegu kjöri Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands verður efnt til hátíðardagskrár á Arnarhóli sunnudaginn 28. júní kl. 19.40-21.10.

24.06.2015  //

Kynningarfundir

kynningarfundir um nýgerðan kjarasamning verða á eftirfarandi stöðum:

24.06.2015  //

Kjarasamningur og launatöflur

Hér að neðan má sjá nýjan kjarasamning hjúkrunarfræðinga við ríkið ásamt launatöflum sem honum fylgja

23.06.2015  //

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga undirritar kjarasamning við ríkið

Á tíunda tímanum í kvöld skrifaði samninganefnd Fíh og samninganefnd ríkisins undir kjarasamning.

18.06.2015  //

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga höfðar dómsmál gegn íslenska ríkinu

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) ákvað á fundi sínum í dag að fela lögmanni félagsins að höfða dómsmál gegn íslenska ríkinu vegna laga nr. 31/2015

18.06.2015  //

Skrifstofa Fíh lokuð 19. júní í tilefni 100 ára kosningarafmæli kvenna

Skrifstofa Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verður lokuð þann 19. júní vegna 100 ára kosningarafmæli kvenna

17.06.2015  //

Ályktun félagsfundar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

Félagsfundur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga haldinn þann 16. júní 2015 harmar að sett hafi verið lög á löglegt verkfall hjúkrunarfræðinga þann 13. júní síðastliðinn

16.06.2015  //

500 fríir miðar fyrir hjúkrunarfræðinga á tónleikana Höfundur óþekktur

Aðstandendur tónleikanna Höfundur óþekktur (KÍTÓN (Konur í tónlist) og 100 ára kosningaréttur-afmælisnefnd) vilja af gefnu tilefni bjóða hjúkrunarfræðingum að koma og fagna kvenréttindadeginum

16.06.2015  //

Fundur með félagsmönnum Fíh í starfi hjá ríkinu

Í dag þriðjudag 16.06.2015 verður fundur með hjúkrunarfræðingum í starfi hjá ríkinu á Grand hóteli kl. 20:00

15.06.2015  //

Vinnudeilusjóður

Í dag 15. júní greiddi stjórn vinnudeilusjóðs út styrk til 594 félagsmanna sem sótt hafa um til vinnudeilusjóðs. Unnið er að afgreiðslu umsókna sem borist hafa vinnudeilusjóði eftir miðnætti 8. júní auk umsókna sem afgreiddar voru sem synjaðar einkum vegna þess að meðfylgjandi gögn voru ekki fullnægjandi.

15.06.2015  //

Orlofsíbúðir Fíh í Reykjavík og á Akureyri

Forgangshópur getur bókað íbúðirnar fyrir október frá og með deginum í dag. Ath. örfáar vikur eftir af sumarúthlutun.

13.06.2015  //
13.06.2015  //

Verkfalli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hjá ríkinu er aflýst

Verkfalli Fíh beint gegn fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs er nú lokið með samþykkt laga þess efnis á Alþingi.

13.06.2015  //

Yfirlýsing frá stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga lýsir yfir vonbrigðum með þá ákvörðun alþingis að stöðva verkfall hjúkrunarfræðinga með lagasetningu. Með lagasetningunni er virtur að vettugi lýðræðislegur og sjálfsagður samningsréttur hjúkrunarfræðinga í löglegri baráttu fyrir nauðsynlegri og löngu tímabærri launaleiðréttingu.

13.06.2015  //

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga mótmælir frumvarpi um bann við verkfalli

Á fundi í dag með allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis mótælti Fíh framlögðu frumvarpi um bann við verkfalli Fíh og BHM.

12.06.2015  //

Verkfall enn í gangi

1. umræðu um frumvarp laga um kjaramál félagsmanna stéttarfélaga innan Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga lauk á ellefta tímanum í kvöld.

12.06.2015  //

Mótmæli á Austurvelli. Allir að mæta.

Hjúkrunarfræðingar! Stöndum saman og mótmælum lagasetningu á Austurvelli kl. 13:30

12.06.2015  //

Mótmæli á Austurvelli

Vegna framlagningu frumvarps um frestun verkfalla Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og BHM efna félögin til mótmæla.

11.06.2015  //

Þögul mótmæli í dag kl. 15:00 á Austurvelli

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Bandalag háskólamanna boða til þögulla mótmæla við Alþingishúsið í dag kl. 15:00

10.06.2015  //

Samningafundi lauk án árangurs

Samningafundi Fíh og SNR lauk í dag án árangurs.

10.06.2015  //

Vegna umsókna í vinnudeilusjóð

Tilkynning frá stjórn vinnudeilusjóðs

09.06.2015  //

Fundur boðaður á morgun 10. júní

Boðað hefur verið til fundar í viðræðum Fíh við ríkið á morgun kl. 11

09.06.2015  //

Sáttanefnd

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum s.l. föstudag að skipa s.k. sáttanefnd. Slíka nefnd má einungis skipa séu aðilar því sammála og því þurfti að leita til Fíh til að fá samþykki fyrir þeirri framkvæmd.

09.06.2015  //

Lausir bústaðir í sumar

Örfáar vikur eru eftir í sumar. Skálá í Skagafirði, Úlfsstaðaskógur og Hólar í Hjaltadal eru laus í næstu viku. Punktalaus viðskipti þar sem það er minna en vika til stefnu. Upplagt fyrir nema eða þá sem eiga fáa eða enga punkta.

09.06.2015  //

Júníblað Tímarits hjúkrunarfræðinga komið út

Nýtt tölublað Tímarits hjúkrunarfræðinga er nú komið á vefinn og í Google Play. Það er fyrsta tölublaðið sem kemur eingöngu út rafrænt.

05.06.2015  //

Þögul mótmæli Fíh og BHM

Rúmlega þúsund félagsmenn Fíh og BHM söfnuðust framan við Stjórnarráðið í morgun til þögulla mótmæla.

04.06.2015  //

Stuðningsyfirlýsing hjúkrunarráðs Reykjalundar

Hjúkrunarráð Reykjalundar lýsir yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu og þær aðgerðir sem þeir hafa nú verið knúnir til að beita.

03.06.2015  //

Samningafundi lauk án árangurs

Fundi samninganefndar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Samninganefndar Ríkisins lauk kl. 17:40 og varð enginn árangur af fundinum.

03.06.2015  //

Vika af verkfalli

Nú er liðin ein vika síðan verkfall hófst hjá hjúkrunarfræðingum sem starfa hjá íslenska ríkinu. Á þeim tíma sem liðinn er hafa um 1500 hjúkrunarfræðingar lagt niður störf en um 600 þeirra manna þá öryggislista sem í gildi eru auk þeirra undanþágubeiðna sem hafa verið veittar.

02.06.2015  //

Tímarit hjúkrunarfræðinga komið í Google Play

Nú er hægt að sækja smáforrit í Google Play en í því má lesa prufuútgáfu tímaritsins. Næsta tölublað kemur 8. júní.

02.06.2015  //

Stuðningsyfirlýsing frá Svíþjóð

Félag heilbrigðisstarfsmanna í Svíþjóð styður kröfur heilbrigðisstétta á Ísland um hærri laun og betri starfsskilyrði.

02.06.2015  //

Sumarferð Öldungadeildar til Vestmannaeyja 4. júní nk. frestað

Vegna ófyrirsjáanlegra orsaka verður sumarferð Öldungadeildar Fíh sem fyrirhuguð var þann 4. júní nk. frestað.

02.06.2015  //

Vinnudeilusjóður

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í vinnudeilusjóð á Mínum síðum.

01.06.2015  //

Laus sumarhús í sumar

Örfáar vikur eftir af sumarúthlutun í sumar. Sjá neðangreinda sundurliðun

01.06.2015  //

Stuðningur Evrópusamtaka hjúkrunarfræðinga

Evrópusamtök hjúkrunarfræðinga styðja hjúkrunarfræðinga á Íslandi í baráttu sinni til launa í samræmi við ábyrgð og menntun.

01.06.2015  //

Stuðningur hjúkrunarnema

Hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri styðja hjúkrunafræðinga í verkfallsaðgerðum og munu ekki ganga inn í þeirra störf á meðan verkfalli stendur.

01.06.2015  //

Fundargerð aðalfundar Fíh 2015

Athugasemdir þurfa að berast fyrir 16. júní.

29.05.2015  //

Fíh slítur samningaviðræðum við SNR

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sleit nú kl. 17:30 viðræðum sínum við Samninganefnd Ríkisins.

29.05.2015  //

Stuðningsyfirlýsing frá Norsk Sykepleierforbund

Félag hjúkrunarfræðinga í Noregi hefur sent frá sér stuðningsyfirlýsingu vegna kjarabaráttu Fíh.

28.05.2015  //

Stuðningur lyfjafræðinga á Landspítala

Lyfjafræðingar á Landspítala lýsa yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga.

28.05.2015  //

Læknafélag Íslands lýsir stuðningi við baráttu Fíh

FÍH hefur borist yfirlýsing þar sem stjórn Læknafélags Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við baráttu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fyrir bættum kjörum.

27.05.2015  //

Stuðningsyfirlýsing frá Dansk Sygeplejeråd

Danskir hjúkrunarfræðingar styðja hjúkrunarfræðinga í verkfallsaðgerðum

27.05.2015  //

Verkfall hjúkrunarfræðinga hafið

Opið hús á Suðurlandsbraut 22

27.05.2015  //

Fullt út úr dyrum á upplýsingafundi

Hátt í 500 manns mættu á upplýsingafundi um verkfall í gær.

26.05.2015  //

Bráðalæknar styðja kjarakröfur

Félag bráðalækna lýsir yfir fullum stuðningi við kröfur Fíh.

26.05.2015  //

Laus fyrsta vikan í sumarúthlutun

Vikan 29. maí til 5. júní nk. eru laus bæði húsin á Bjarteyjarsandi og íbúðin að Kjarnagötu á Akureyri. Í minna húsinu á Bjarteyjarsandi má vera með gæludýr.

25.05.2015  //

Samningafundi Fíh og SNR lokið

Samningafundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Samninganefndar Ríkisins (SNR) lauk kl. 15:30 í dag eftir 45 mínútna langan fund.

24.05.2015  //

Vegið að samningsrétti opinberra starfsmanna

Miðað við yfirlýsingu háttvirts forsætisráðherra í sjónvarpsfréttum Stöðvar tvö í kvöld er ljóst að ekki verður samið við hjúkrunarfræðinga í bráð.

23.05.2015  //

Upplýsingafundur - fjarfundur

Þann 26. maí kl. 20:00 verður haldinn fjarfundur til upplýsingar fyrir hjúkrunarfræðinga á landsbyggðinni sem starfa samkvæmt kjarasamningi Fíh og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.

22.05.2015  //

Yfirlýsing frá Fíh

Í framhaldi af árangurslausum samningafund í gær, fimmtudag, vill Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga árétta að launakröfur hjúkrunarfræðinga eru hógværar

21.05.2015  //

Samningafundi Fíh og SNR lokið

Fundur samninganefnda Fíh og SNR sem hófst kl. 16:10 lauk kl. 16:35.

20.05.2015  //

Samningafundur Fíh og samninganefndar ríkisins

Í gær, þriðjudaginn 19. maí var samningafundur milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkissins.

19.05.2015  //

Ályktanir frá aðalfundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2015

Aðalfundur ályktar um mat á menntun og ábyrgð til launa og um hjúkrun og heilbrigðisþjónustu aldraðra.

18.05.2015  //

Mínar síður – lokað svæði á vef félagsins

Í dag líta Mínar síður Fíh dagsins ljós en um er að ræða lokaðar síður félagsmanna þar sem rafræn sjálfsafgreiðsla fer fram.

15.05.2015  //

Hjúkrunarþjónusta eldri borgara - Horft til framtíðar

Stefna Félags íslenskra hjúkrunarfæðinga í hjúkrun og heilbrigðisþjónustu aldraðra til 2020.

11.05.2015  //

Hjúkrunarfræðingar boða til verkfalls

Yfirgnæfandi meirihluti hjúkrunarfræðinga sem starfa samkvæmt kjarasamningi við ríki samþykkti að boða til ótímabundins verkfalls frá og með miðvikudeginum 27. maí, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma.

01.05.2015  //

Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls samþykkt

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga ákvað á fundi sínum í morgun að efna til atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna er starfa á kjarasamningi Fíh við fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs.

30.04.2015  //

Tímamótasamningur

Í haust mun Háskólinn á Akureyri í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins bjóða upp á nýja námsbraut fyrir hjúkrunarfræðinga sem vilja sérhæfa sig í heilsugæsluhjúkrun.

29.04.2015  //

Rekstur orlofssjóðs

Félaginu berast oft fyrirspurnir vegna greiðslu í orlofssjóð. Hér er því áréttað að allur rekstur orlofssjóðs er greiddur af orlofsgjaldi vinnuveitanda til orlofssjóðs en er ekki tekinn af félagsgjöldum félagsmanna.

28.04.2015  //

Árangurslaus samningafundur

Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Samninganefnd ríkisins áttu árangurslausan fund þann 27. apríl vegna endurnýjunar kjarasamninga.

27.04.2015  //

Styrkir - heilsugæsluhjúkrun

Styrktarsjóður Fagdeildar heilsugæsluhjúkrunarfræðinga auglýsir styrk til verkefna á sviði heilsugæsluhjúkrunar.

24.04.2015  //

Umsóknarfrestur framlengdur

Umsóknarfrestur til að senda inn ágrip vegna ráðstefnunnar Hjúkrun 2015 hefur verið framlengdur.

22.04.2015  //

Staðan í samningaviðræðunum

Þann 1. apríl 2015 vísaði samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) viðræðum sínum við fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs til Ríkissáttasemjara. Ákvörðunin var tekin í ljósi þess að of mikið bar á milli samningsaðila.

21.04.2015  //

Hjúkrunarráð ályktar um verkfall BHM

Stjórn hjúkrunarráðs Landspítala lýsir yfir verulegum áhyggjum vegna verkfalls félagsmanna BHM, og hvetur stjórnvöld til að meta menntun og ábyrgð til launa og semja við félagsmenn BHM hið fyrsta.

07.04.2015  //

Framhaldsnám í heilbrigðisvísindum

Háskólinn á Akureyri býður upp á þverfaglegt diplóma- (45 ein.) og meistaranám (120 ein.) í heilbrigðisvísindum.

07.04.2015  //

Stuðningur við kjarabaráttu geislafræðinga, lífeindafræðinga, ljósmæðra og annarra stétta innan BHM

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) lýsir yfir stuðningi við kjarabaráttu BHM og þær aðgerðir sem bandalagið stendur í til að knýja fram bætt kjör háskólamenntaðra á Íslandi. Fíh hvetur stjórnvöld til að ganga til samninga hið fyrsta.

01.04.2015  //

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vísar kjaraviðræðum til Ríkissáttasemjara

Í dag þann 1. apríl vísaði Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga kjaraviðræðum sínum við fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs til Ríkissáttasemjara.

30.03.2015  //

Framboðsfrestur rennur út 31. mars

Kjörnefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga auglýsir eftir framboðum í nefndir og sjóði félagsins kjörtímabilið 2015-2017.

27.03.2015  //

Upptökur úr málstofum

Upptökur úr málstofum í heilbrigðisvísindum við HA sem haldnar hafa verið síðastliðinn mánuð eru aðgengilegar á vefvarpi Háskólans á Akureyri.

26.03.2015  //

Orlofsíbúðir Fíh í Reykjavík og á Akureyri

Að gefnu tilefni viljum við minna á ákvörðun orlofsnefndar sem tók gildi þann 15. september síðastliðinn: Orlofsnefnd hefur ákveðið að hafa tveggja vikna forgang fyrir félagsmenn sem búa fyrir utan það svæði sem orlofsíbúðir Fíh eru.

24.03.2015  //

Eingreiðsla 1.apríl 2015

Í samkomulagi sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) gerði um breytingar og framlengingu á kjarasamningi félagsins við Fjármálaráðherra f.h. ríkisjóðs árið 2014, var ákvæði um eingreiðslu fyrir hjúkrunarfræðinga sem kemur til greiðslu þann 1. apríl næstkomandi.

19.03.2015  //

Sumarúthlutun 2015

Punktastýrð úthlutun á vikuleigu sumarið 2015 er í fullum gangi þessa dagana. 25. mars nk. kl. 9:00 opnar fyrir þá sem eiga a.m.k. 15 punkta.

09.03.2015  //

Styrkir til rannsókna vegna eyrnasuðs (tinnitus)

Rannsóknar- og styrktarsjóður Lilju Guðrúnar Hannesdóttur auglýsir til umsóknar styrki til rannsóknar vegna eyrnasuðs (tinnitus).

09.03.2015  //

Sumarúthlutun 2015

Sumarúthlutun hefst miðvikudaginn 11. mars nk. kl. 9:00. Úthlutun er samkvæmt punktaeign félagsmanns. Þeir sem eiga 112 punkta eða fleiri eiga forgang í þessari fyrstu úthlutun.

27.02.2015  //

Útsölunni er lokið!

Síðustu daga og vikur hef ég ásamt sviðstjóra kjara- og réttindasviðs farið hringferð um landið og hitt hjúkrunarfræðinga. Þessi ferð hefur verið mjög skemmtileg og fræðandi.

23.02.2015  //

A-hluti vísindasjóðs Fíh fyrir árið 2014

Styrkir úr A-hluta vísindasjóðs hafa verið greiddir út til starfandi hjúkrunarfræðinga. Styrkirnir voru lagðir inn á bankareikninga sem hjúkrunarfræðingar gáfu sjálfir upp.

23.02.2015  //

Orlofsblað 2015 borið út með Tímariti hjúkrunarfræðinga

Hjúkrunarfræðingar ættu að vera fá Tímarit hjúkrunarfræðinga og Orlofsblaðið þessa dagana

20.02.2015  //

Laus orlofshús

Bjarteyjarsandur minna húsið er laust helgina 6.-9. mars nk. Gæludýr leyfð í þessu húsi.

18.02.2015  //

Nýr framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistu

María Fjóla Harðardóttir hjúkrunarfræðingur er nýráðinn framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistu.

13.02.2015  //

Sviðstjóri kjara- og réttindasviðs lætur af störfum

Cecilie B.H. Björgvinsdóttir, sviðstjóri kjara- og réttindasviðs Fíh hefur sagt starfi sínu lausu. Hún mun taka við stöðu mannauðsstjóra á Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU).

13.02.2015  //

Innskráning á Orlofsvef

Vegna bilunar í tæknibúnaði hefur vefsíðan inná orlofsvefinn legið niðri í dag. Þjónustufyrirtækið lofar bót og betrun fyrir lok dags.

12.02.2015  //

Aðgangspróf í hjúkrunarfræði 21. mars

Haustið 2015 verða nemendur teknir inn í hjúkrunarfræði í HÍ samkvæmt nýrri námsskrá. Umsækjendur þurfa að þreyta aðgangspróf 21.mars eða 12.júní nk.

10.02.2015  //

Fundi á Vík frestað

Fyrirhugaður fundur á Vík fellur niður af óviðráðanlegum orsökum. Nýr fundartími auglýstur síðar. Fundað verður á Selfossi samkvæmt áætlun.

04.02.2015  //

Ólafur G. Skúlason sjálfkjörinn

Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er sjálfkjörinn til næstu tveggja ára. Kjörnefnd félagsins auglýsti eftir framboði til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í lok nóvember s.l. og var framboðsfrestur til 31. janúar 2015.

29.01.2015  //

Fundum á Austurlandi frestað

Fyrirhuguðum fundum á Austurlandi er frestað vegna veðurs, nánar verður auglýst síðar.

23.01.2015  //

Áherslufundir vegna kjarasamningaviðræðna 2015

Á næstu vikum mun formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og sviðstjóri kjarasviðs ferðast um landið og funda með félagsmönnum.

22.01.2015  //

Formannskosning 2015, framboðsfrestur til 31. janúar

Kjörnefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga auglýsir eftir framboði til formanns félagsins. Framboðsfresturinn rennur út í lok janúar.

22.01.2015  //

Ályktun um yfirlýsingu um betra heilbrigðiskerfi

Í ályktun þann 20. janúar síðastliðinn tók hjúkrunarráð Landspítala undir orð Ólafs G. Skúlasonar, formanns Fíh í grein sinni sem birt var í Fréttablaðinu sama dag.

22.01.2015  //

B&B gistiheimili í Keflavík og niðurgreiðsla á hótelmiðum

Ný viðbót í hótelmiðum til félagsmanna er hjá B&B gistiheimili í Keflavík. Hægt að velja um allt frá eins manns herbergi uppí fjögurra manna herbergi.

15.01.2015  //

Úthlutun styrkja til gæðaverkefna

Í dag var úthlutað styrkjum til sex gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustunni. Að þessu sinna var sérstök áhersla lögð á verkefni er miða að þróun þjónustufyrirkomulags við sjúklinga.

13.01.2015  //

Óframkvæmd hjúkrun á sjúkrahúsum á Íslandi

Leiðrétta útgáfu af greininni "Óframkvæmd hjúkrun á sjúkrahúsum á Íslandi: Lýsandi rannsókn" er nú að finna á vef tímaritsins, en fyrir mistök urðu villur í prentaðri útgáfu blaðsins. Lesendum er því bent á að nota vefútgáfu greinarinnar.

06.01.2015  //

Íbúð í Reykjavík - Nýtt á orlofsvefnum

Vorum að fá í leigu íbúð að Boðagranda 7, Reykjavík. Félagsmönnum býðst þessi kostur frá 29. janúar næstkomandi. Við minnum á að fólk utan höfuðborgarsvæðis er í forgang, en það getur pantað íbúðina frá 15. hvers mánaðar. Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu geta svo bókað íbúðina frá fyrsta hvers mánaðar sé hún enn laus.

06.01.2015  //

Flugfélag Íslands – Gjafabréf

Orlofssjóður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga býður félagsmönnum sínum að kaupa gjafabréf á sérstökum afsláttarkjörum hjá Flugfélagi Íslands.