Fara á efnissvæði
Frétt

Peter Griffiths og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir aðalfyrirlesarar Hjúkrun 2023

Dr. Peter Griffiths og Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir verða aðalfyrirlesarar vísindaráðstefnunnar Hjúkrun 2023 sem haldin verður dagana 28. og 29. september.

Peter Griffiths mun halda fyrirlestur fimmtudaginn 28. september og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir föstudaginn 29. september.

Peter Griffiths er prófessor í heilbrigðisvísindum við Háskólann í Southampton. Nánar um hann:

He leads the Health Workforce and Systems research theme for the NIHR Applied Research Collaboration in Wessex and is a fellow of the Centre for Health Outcomes Policy Research at the University of Pennsylvania (USA). His research and teaching focusses on safe staffing. A nurse by background, he has worked closely with UK and international health policy makers and contributed to the development of National Institute for Health and Care Excellence’s guidance and NHS Improvement resources on safe nurse staffing. His current research projects are exploring the economics of nurse staffing and approaches to determining staffing requirements. Peter is also Executive Editor of the International Journal of Nursing Studies, the world’s leading research journal in the field of nursing.

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir er prófessor í opinberri stjórnsýslu og stefnumótun við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Nánar um hana:

Hún lauk meistaragráðu í stjórnsýslufræðum árið 1999 við London School of Economics and Political Science og síðan doktorsgráðu við sama skóla árið 2005. Rannsóknir Sigurbjargar hafa beinst að því hvernig hugmyndir verða að veruleika í opinberri stefnumótun á tilteknum tíma, hverjir taka þátt í þeirri stefnumótun og hvaða aðferðum þeir beita. Doktorsrannsókn Sigurbjargar var um sameiningu sjúkrahúsa í Reykjavík og í London á tíunda áratugnum. Þá hefur hún m.a. rannsakað þróun hugmyndanna að baki notendastýrðri persónulegri aðstoð hér á landi og þróun heilsugæslulækninga á Íslandi. Rannsóknir Sigurbjargar á áhrifum ákæru á hendur heilbrigðisstarfsfólki birtust í tímaritinu Stjórnmál og Stjórnsýsla í desember 2020 undir yfirskriftinni Criminalisation of Human Error in Health Care og í Læknablaðinu í janúar 2021 undir yfirskriftinni Viðhorf hjúkrunarfræðinga og almenn viðhorf til ákæru vegna alvarlegra sjúklingaatvika í heilbrigðisþjónustu: Eru blikur á lofti? Meðhöfundar að síðari greininni voru Elísabet Benedikz, læknir og Anna María Þórðardóttir, hjúkrunarfræðingur.