Hjukrun.is-print-version

Umbótasamtal

29. janúar   2021

Í kjarasamningum 2020 var samið um styttingu vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki og vaktavinnufólki. Um er að ræða tímamótabreytingar á vinnutíma og þar á meðal hjúkrunarfræðingum. Auk þess er tækifæri til umbóta í starfsemi og starfsumhverfi ríkisstofnana. Til þess að hægt sé að vinna að umbótum er mikilvægt að samtal eigi sér stað milli stjórnenda og hjúkrunarfræðinga um þær. Markmið umbótasamtala er að stjórnendur og hjúkrunarfræðingar leiti í sameiningu leiða til að gera starfsemi stofnana skilvirkari og bæta starfsumhverfi og vinnustaðamenningu en það er eitt af baráttumálum stéttarinnar til margra ára. Ávinningurinn er því sameiginlegur. Áhersla á umhverfi stöðugra umbóta er hvatinn að umbótasamtölum og þess vænst að þau hvetji til  framþróunar í vinnustaðamenningu ríkisins. Þátttaka og ábyrgð hvers og eins hjúkrunarfræðings er því mikilvæg þar sem þetta hefur áhrif á vinnu allra. Á þessum tímapunkti á fyrsti hluti umbótasamtala á vaktavinnustöðum að vera lokið þ.e.a.s. yfirmenn eiga að hafa upplýsingar frá hjúkrunarfræðingum hvort þeir ætli að auka við sig starfshlutfall eða taka styttingu vinnuvikunnar. Á öllum stofnunum á nú að vera vinna í gangi um það hvort að mönnunarforsendur standast. Í framhaldi af því verður farið að vinna að gerð vinnuskýrslna í nýju kerfi.

 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála