Hjukrun.is-print-version

Orlof 30 dagar: Reikniregla

19. mars   2021

Við gerð síðustu kjarasamninga var samið um 30 daga orlof fyrir alla hjúkrunarfræðinga óháð aldri. Einnig var samið um Fylgiskjal 1 og Fylgiskjal 2 sem fela í sér styttingu vinnuviku hjúkrunarfræðinga í dag- og vaktavinnu.

Vaktavinna

Orlof er talið í dögum en ekki klukkustundum. Stytting vinnuvikunnar á ekki að koma til sem frekari lenging á orlofi umfram 30 daga. Þó að vinnuvikan verði almennt 32-36 klst. í vaktavinnu þá er orlof talið í dögum og er að hámarki 30 dagar. Til þess að finna út hvað hver klukkustund í orlofi reiknast til í dögum, var gerð reikniregla til þess að í heildina telji orlof 30 daga á ári.

Frá 01.05.2021 gildir eftirfarandi um orlof þeirra sem eru í vaktavinnu:

  • Úttekt miðast við að 1 klst. verði 1,11 klst. í orlofsúttekt
  • Vægið 1,11 klst. er tilkomið þar sem 40 klst. vinnuvika verður 36 klst. vinnuvika en fjöldi orlofsdaga breytist ekki. 40 klst/36 klst. = 1,11

Eins er bent á leiðbeiningar vegna orlofstöku sumarið 2021 hjá þeim sem hafa aukið við sig starfshlutfall í kjölfar betri vinnutíma í vaktavinnu.

Dagvinna

Í dagvinnu er vinnuvikan áfram 40 klst. þó að viðvera vegna styttingu vinnuviku geti farið niður í 36 klst. á viku. Heildarorlof yfir árið í fullu starfi er 30 dagar. Ekki er er þörf á reiknireglu hér.

 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála