Hjukrun.is-print-version

Hækkun starfshlutfalls hjá vaktavinnufólki í hlutastarfi

31. maí   2021

Nú hefur betri vinnutími í vaktavinnu tekið gildi og því ber að fagna. Með þeim tímamótum hefur áratugalangri kröfu launafólks verið mætt með að 100% starf í vaktavinnu sé allt að 80% viðvera.

Ein forsenda kerfisbreytinganna var að vaktavinnufólk í hlutastarfi átti rétt á að hækka starfshlutfall sem nemur styttingu vinnuviku.
Víða hefur staðið til boða að hækka starfshlutfall enn frekar, ýmist vegna vægi vinnuskyldustunda eða til að mæta mönnunargati sem kann að myndast á vinnustað.

Stéttarfélög vilja hvetja sína félagsmenn til að auka starfshlutfall sitt enn frekar sé enn til staðar mönnunargat á vinnustöðum og slíkt enn í boði.

Í meðfylgjandi töflu má sjá nánar áhrif hækkun á starfshlutfalli á fjölda vinnustunda:

Hækkun á starfshlutfalli   Áhrif á fjölda vinnustunda 
Réttur starfsmanns til að hækka starfshlutfall á grundvelli styttingar vinnuviku (A) 
Starfsmaður vinnur alla jafna minna en hann gerði fyrir 1. maí 2021.
Hækkun starfshlutfalls vegna styttingar vinnuviku og vægis vinnuskyldustunda (B)  Starfsmaður vinnur alla jafna jafn margar stundir og hann gerði fyrir 1. maí 2021 að því gefnu að hann hafi verið með helgidagafrí áður.
Hækkun starfshlutfalls vegna styttingar vinnuviku, vægis vinnuskyldustunda og til viðbótar um eina vakt á mánuði fyrir þá sem áður voru með bætingu og í fullu starfi
Starfsmaður vinnur jafn margar stundir og hann gerði fyrir 1. maí 2021 ef hann var áður á bætingu og í fullu starfi.
Hækkun starfshlutfalls vegna styttingar vinnuviku, vægis vinnuskyldustunda og mönnunargats (C)
Starfsmaður vinnur alla jafna fleiri vinnustundir en hann gerði fyrir 1. maí 2021


 Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála