Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Upplýsingar til félagsmanna Fíh vegna COVID-19

Mikilvægt er að gæta að réttindum launafólks á meðan COVID-19 faraldurinn gengur yfir. Fíh hefur tekið saman algengar spurningar og munum við bæta við spurningum eftir því sem tilefni er til.

Á vef landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, covid.is, er að finna ýmsar upplýsingar sem tengjast heimsfaraldrinum. Þar má til dæmis finna upplýsingar um hvernig skal haga sér í sóttkví og samkomubanni, hvernig forðast má smit og fleira. 

Sumar spurningar eru þess eðlis að ekki er hægt að svara þeim með einföldum hætti og þarf að skoða sérstaklega. Félagsmönnum er bent á að hafa samband við eva@hjukrun.is og harpa@hjukrun.is í slíkum tilfellum.


Spurt og svarað COVID-19

Ef þú ert veik/ur í sóttkví átt þú sama rétt á launum og þú ættir ef þú værir frá vinnu vegna almennra veikindaforfalla. Kjarasamningsbundinn veikindaréttur er mismunandi eftir því hvort þú ert opinber starfsmaður eða vinnur á almennum vinnumarkaði og miðar einnig við að þú hafir ekki verið búin/n að fullnýta rétt til launa í veikindaforföllum vegna fyrri veikinda. Í slíkum tilfellum getur þú átt rétt á greiðslum frá sjúkrasjóði Fíh.


Hið opinbera: Þeir starfsmenn sem eru sendir í sóttkví samkvæmt fyrirmælum frá heilbrigðisyfirvöldum eða vinnuveitanda sínum skulu fá greidd meðaltalslaun samkvæmt ákvæðum kjarasamninga og skal fjarvist ekki talin til veikinda. Starfsmaður þarf ekki að ráðstafa orlofi/veikindarétti sínum vegna tímabilsins

 1. Sé starfsmaður í sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda á Íslandi, yfirvalda í öðru landi eða stofnunar greiðast meðaltalslaun skv. gr. 12.2.6. í kjarasamningi. Fjarvistir á meðan á dvöl í sóttkví stendur teljast þó ekki til veikinda en starfsfólk nýtur launagreiðslna samkvæmt framansögðu.
  Athugið að gert er ráð fyrir að starfsfólk sem getur sinnt starfi sínu að heiman geri það í sóttkví enda er viðkomandi ekki veikur. Það er tilefni til að hvetja starfsfólk til að taka tölvu með sér heim (ef um slíkt starf er að ræða) þar sem sóttkví getur skollið á fyrirvarlaust.
 2. Fari starfsfólk í sóttkví að eigin frumkvæði er um orlof eða launalausa fjarveru að ræða nema viðkomandi, í samráði við vinnuveitanda, geti sinnt vinnuskyldum sínum að heiman.
 3. Fari starfsmaður í sóttkví að beiðni læknis vegna undirliggjandi sjúkdóma fær viðkomandi greidd veikindalaun og er litið á þær fjarvistir sem veikindi. Almennt ætti starfsmaður að skila læknisvottorði við þessar aðstæður en í ljósi tilmæla embættis landlæknis skal stofnun meta nauðsyn þess í hverju tilfelli fyrir sig.
 4. Starfsmaður sem fer í sjálfskipaða sóttkví, án atbeina læknis, nýtur almennt ekki launa á meðan enda ekki um staðfest veikindi að ræða. Í ljósi tilmæla embættis landlæknis um að ekki skuli ónáða lækna að óþörfu skal stofnun meta nauðsyn þess í hverju tilfelli fyrir sig hvort hún kalli eftir læknisvottorði svo unnt sé að greiða laun í veikindum.
 5. Ef starfsmaður veikist er greitt samkvæmt almennum ákvæðum veikindakafla, hvort sem um Covid-19 smit er að ræða eða önnur veikindi

 


Þeir starfsmenn sem fara í sjálfskipaða sóttkví (þ.e. ákvörðunin er eingöngu þeirra sjálfra) eru launalausir eða þurfa að taka orlofsdaga á tímabilinu. Þeim sem eru í þessum hugleiðingum er ráðlagt að hafa samband við vinnuveitanda og tryggja að litið sé á fjarvistina sem leyfi en ekki riftun á ráðningarsamningi.


Ef starfsmaður fer í fyrirbyggjandi sóttkví vegna fyrirmæla læknis verður að telja að hann eigi rétt á launum í sóttkví. Ef starfsmaður kýs sjálfur að vera heima ætti hann ekki rétt á launum. Hér ræður læknisfræðilegt mat.

Ákvörðun um sóttkví er tekin á grundvelli sóttvarnarlaga af viðeigandi yfirvöldum. Óski vinnuveitandi eftir því að þú mætir ekki til starfa þó þú hafir ekki fengið fyrirmæli um að vera í sóttkví skal hann greiða þér full laun meðan á fjarvist stendur.

Vinnuveitandi getur farið fram á fjarvinnu á meðan sóttkví stendur, að því gefnu að þú hafir aðstöðu til þess og ert ekki veik/ur. Fjarvinna í sóttkví telst ekki til veikindadaga. Ef þú svo veikist á meðan sóttkví stendur telst það til veikinda og vinnuveitandi getur ekki gert kröfu um vinnuframlag.Vinnuveitandi getur farið fram á fjarvinnu á meðan sóttkví stendur, að því gefnu að þú hafir aðstöðu til þess og ert ekki veik/ur. Fjarvinna í sóttkví telst ekki til veikindadaga. Ef þú svo veikist á meðan sóttkví stendur telst það til veikinda og vinnuveitandi getur ekki gert kröfu um vinnuframlag.

Vinnuveitanda er ekki heimilt að setja þig í önnur störf en þú ert ráðin til skv. ráðningarsamningi. Vegna óviðráðanlegra atvika líkt og skapast hefur vegna COVID-19 getur vinnuveitandi breytt starfsstöð þinni tímabundið með samkomulagi ykkar á milli.

Já þú átt rétt á launum á meðan vinnustaðnum þínum er lokað vegna COVID-19 og vinnuveitandi þinn getur farið fram á vinnuframlag með fjarvinnu (að því gefnu að þú hafir aðstöðu til fjarvinnu).

Samkvæmt ákvörðun yfirvalda munu fyrirmæli sóttvarnarlæknis um að einstaklingur fari í sóttkví jafngilda læknisvottorði vegna fjarvista úr vinnu. Vottorð vegna þessa er hægt að nálgast á heilsuvera.is

Samkvæmt orlofslögum er orlofsárið frá 1. maí til 30. apríl. Flestir starfsmenn hafa núþegar nýtt orlof sitt á núverandi orlofsári, eða búnir að ákveða ráðstafa því fram til 30 apríl. 

Það orlof sem búið var að ákveða á næstu dögum/vikum (t.d. í kringum páskaleyfi) helst óbreytt, nema starfsmaður og vinnuveitandi komist að öðru samkomulagi. Vinnuveitanda er heimilt að fara fram á að starfsmaður fari í fyrirhugað orlof, þó svo að forsendur orlofsins hafa breyst (t.d. að utanlandsferð um páska falli niður). Undantekning frá þessu er ef starfsmaður geti ekki vegna veikinda farið í orlof á þeim tíma sem áætlað var, en þá gilda ákvæði kjarasamninga og laga um veikindi í orlofi.

Almenna reglan er sú að vinnuveitandi getur ekki einhliða ákveðið að þú farir í orlof. Samkvæmt orlofslögum ákveður vinnuveitandi, í samráði við starfsmann, hvenær orlof skuli veitt og skal hann verða við óskum starfsmanns um hvenær orlof skuli veitt að svo miklu leyti sem unnt er vegna starfseminnar. Að lokinni könnun á vilja starfsmanna skal vinnuveitandi tilkynna svo fljótt sem unnt er og í síðasta lagi mánuði fyrir byrjun orlofs hvenær orlof skuli hefjast, nema sérstakar ástæður hamli.

 Vinnuveitanda er óheimilt að senda þig í launalaus leyfi. Það er ávallt háð samkomulagi milli aðila.


Vinnuveitandi er ábyrgur fyrir starfsmanni á meðan hann er í vinnuferð erlendis. Ef starfsmaður er fastur annars staðar eftir vinnuferð, þá heldur starfsmaður launum á meðan hann er kyrrsettur. Jafnframt er eðlilegt að vinnuveitandi komi til móts við starfsmann með greiðslu útlagðs kostnaðar vegna fæðis og gistingar sem af þessu stafar innan eðlilegra marka.


Þær aðstæður kunna að koma upp að nauðsynlegt sé að miðla upplýsingum til annarra um fjarvist stafsmanns sem er í sóttkví. Mat á slíku fer eftir aðstæðum hverju sinni. Forðast skal að miðla upplýsingum um nafn starfsmanns, nema slíkt sé nauðsynlegt. Þá er einnig rétt að vanda slíka miðlun til að koma í veg fyrir óþarfa ótta meðal annarra starfsmanna.

Sóttvarnalækni er heimilt að afla gagna frá öllum þeim aðilum, sem geta veitt upplýsingar þegar út brýst hópsýking eða farsótt sem ógnar heilsu manna, og vinna með þær upplýsingar að því marki sem nauðsynlegt er, sbr. bréf Persónuverndar til sóttvarnalæknis þann 26. febrúar 2020.


Barn sem sætir sóttkví án þess að vera veikt fellur ekki undir greiðsluskyldu vinnuveitanda. Öðru gildir ef barnið er veikt í sóttkví, en um það gilda reglur kjarasamninga um fjarvistir foreldra vegna veikra barna. 

Fram kemur í leiðbeiningum smitrakningarteymis almannavarna og sóttvarnarlæknis að ef um ungt barn er að ræða sem fer í sóttkví þá sé nauðsynlegt að fullorðinn einstaklingur fari í sóttkví með barninu. Það felur það í sér að velja þarf einn fullorðinn einstakling sem lendir þá einnig í sóttkví og mun sjá um og annast barnið á meðan það er í sóttkví.

Um þann eina einstakling sem mun sinna barninu á meðan það er í sóttkví gildir að hann lendir í sóttkví og á því rétt til fastra launa á meðan hann er í sóttkví. Vinnuveitandi getur farið fram á að starfsmaðurinn vinni í fjarvinnu eins og aðstæður leyfa. 

Nánar hér:  lög um um tímabundnar greiðslu vegna launa einstaklinga í sóttkví,  VMST.


Nei. Nauðsynleg fjarvist, þegar annarri umönnun er ekki komið við, getur heimilað launalausa fjarvist frá vinnu án þess að um vanefnd á ráðningarsamningi sé að ræða. Vinnuveitandi og starfsmaðurinn geta einnig gert með sér samkomulag um að starfsmaður vinni heima eða taki út orlofsdaga. 

Sumir starfsmenn geta sinnt vinnu sinni heiman frá sér og eiga þeir þá rétt á launum þó þeir þurfi að vinna heima á meðan skólastarf er skert. Hins vegar eru ekki allir starfsmenn í þeirri stöðu. Þeir starfsmenn sem þurfa að vera frá vinnu vegna þessa eiga almennt ekki rétt á launum. Fíh hvetur þó atvinnurekendur til þess að veita starfsfólki sveigjanleika þar sem um fordæmalausar ástæður er að ræða. Samfélagsleg ábyrgð okkar allra er mikil og mikilvægt að allir leggist á eitt til þess að virða fyrirmæli yfirvalda.

Almenna reglan er sú að vinnuveitandi getur ekki einhliða skert starfshlutfall starfsmanns nema með uppsögn og þá gilda ákvæði kjarasamninga um framkvæmd og lengd uppsagnarfrests. Vinnuveitandi og starfsmaður geta með samkomulagi tímabundið breytt starfshlutfalli starfsmanns. Mikilvægt er að gert sé skriflegt samkomulag þar um þar sem m.a. kemur fram tímalengd og sérstakar undantekningar (t.d. varðandi uppsögn).

Alþingi hefur samþykkt frumvarp félags- og barnamálaráðherra um rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitanda. Hægt er að sækja um atvinnuleysisbætur samhliða minnkuðu starfshlutfalli hjá VMST. Sjálfstætt starfandi einstaklingar geta nú þegar sótt um en þeir fylla út hefðbundna umsókn um atvinnuleysisbætur.

Umsóknir um minnkað starfshlutfall munu gilda afturvirkt frá þeim degi sem starfshlutfall var minnkað, allt aftur til 15. mars 2020. Lögin gilda til 1. júní 2020. 

Vinnuveitandi getur þurft að grípa til uppsagna ef fyrirtækið þarf að draga saman vegna COVID-19, eða vegna annarra ástæðna. Um þetta gilda ákvæði kjarasamninga um framkvæmd þeirra og lengd uppsagnarfrests.


Það er á ábyrgð starfsmanns að koma sér til vinnu. Liggi almenningssamgöngur niðri verður þú að finna aðra leið til að mæta til vinnu.

Hjá ríkinu: Áfram gildir þó ákvæði kjarasamnings um vinnusókn og ferðir þegar starfsmenn hefja eða hætta vinnu á tímabilinu frá kl. 00:05 til kl. 06:55 virka daga og frá kl. 00:05 til kl. 10:00 á sunnudögum eða á sérstökum frídögum, að þá skal þeim séð fyrir ferðum eða greiddur ferðakostnaður að og frá vinnustað innan 12 km fjarlægðar, en þó utan 1,5 km.


Hið opinbera: Hafi starfsmaður ekki aðgang að matstofu en ætti að hafa það skv. ákvæðum kjarasamninga, skal hann fá það bætt með fæðispeningum.


Þær aðstæður sem nú eru uppi kalla á sveigjanleika af hálfu allra og því hefur stjórn LÍN, í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðherra, ákveðið eftirfarandi ívilnanir fyrir greiðendur og námsmenn til að létta á áhyggjum þeirra af fjármálum vegna hugsanlegra aðstæðna sem komið geta upp á meðan á kórónuveirunni stendur eða í kjölfar hennar.


Heilbrigðisyfirvöld hafa óskað eftir liðsinni hjúkrunarfræðinga í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Leitað er að fólki sem hefur aðstæður og er reiðubúið að koma tímabundið til starfa í heilbrigðisþjónustunni með skömmum fyrirvara, hvort heldur í fullt starf, hlutastarf eða í tímavinnu, eftir því sem aðstæður leyfa.

Félags- og barnamálaráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga vinna í sameiningu á sama hátt ð því að koma á fót bakvarðasveit í velferðarþjónustu.

Bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar er fyrir þá hjúkrunarfræðinga sem vilja skrá sig á útkallslista Landspítala, Sjúkrahússins á Akureyri, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og heilbrigðisstofnana.

Bakvarðasveit velferðarþjónustu er fyrir þá hjúkrunarfræðinga sem vilja skrá sig á útkallslista velferðarþjónustu, t.a.m. hjúkrunarheimili.

 

Spurt og svarað - Bakvarðasveit

Heilbrigðisstarfsfólki úr hópi heilbrigðisstétta sem eru með löggildingu.

 


Heilbrigðisráðuneytið hefur útbúið rafrænt skráningarform fyrir þá hjúkrunarfræðinga sem vilja skrá sig á útkallslista Landspítala, Sjúkrahússins á Akureyri, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og heilbrigðisstofnana. 

Velferðarráðuneytið hefur útbúið rafrænt skráningarform fyrir þá hjúkrunarfræðinga sem vilja skrá sig á útkallslista velferðarþjónustu,  það er hjúkrunarheimili.  


Þær heilbrigðisstofnanir sem óska eftir að ráða sér liðsauka úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar geta nálgast lista með upplýsingum um þá sem hafa skráð sig til þátttöku hjá heilbrigðisráðuneytinu. Stofnanirnar munu sjálfar hafa beint samband við bakverði og verður ráðningarsambandið á milli viðkomandi stofnunar og þess einstaklings sem ræður sig til starfa.


Leitað er að einstaklingum sem geta skuldbundið sig tímabundið í allt að tvo mánuði, hvort sem um er að ræða fullt starf, hlutastarf eða tímavinnu.


Laun taka mið af kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags á viðkomandi stofnun og er í samræmi við stofnanasamninga og launaröðun. 


Gott er að hafa í huga að eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram á ráðningarsamningi:

 • Nafn, heimilisfang og kennitala stofnunar
 • Nafn, heimilisfang og kennitala starfsmanns
 • Vinnustaður
 • Starfsheiti, stutt útlistun á umfangi og ábyrgðarsviði
 • Forsendur launaröðunar, vísa í ákvæði stofnanasamnings
 • Vinnutími (dagvinna, vaktavinna, fastar næturvaktir, bakvaktir)
 • Starfshlutfall
 • Upphaf ráðningar og starfslok ef ráðning er tímabundin
 • Gagnkvæmur uppsagnarfrestur
 • Lífeyrissjóður og viðbótarlífeyrissparnaður
 • Stéttarfélag

Gagnkvæmur uppsagnarfrestur hjá einstaklingum er einn mánuður hvort sem um er að ræða tímavinnu eða tímabundna ráðningu.


Ef einstaklingur ræður sig í meira en 60% starf í meira en mánuð ráðleggur kjara- og réttindasvið Fíh að gerður sé tímabundinn ráðningarsamningur við stofnun.


 • Orlofsréttindi eru greidd jafnóðum.
 • Veikindaréttur er í samræmi við ákvæði kjarasamninga við ríkið, miðað er við grein 12.2.6 í kjarasamningum um meðaltalslaun og þann rétt sem viðkomandi á til veikinda skv. grein 12.2.2. Réttur tímavinnumanna til veikinda er almennt að hámarki einn mánuður en samþykktur hefur verið sér ákvæði vegna covid-19 sem má sjá hér neðar.
 • Matar og kaffitími 25 mín (0,42) og er greiddur fyrir hverja vakt, óháð lengd vaktar.
 • Tímavinnukaup í dagvinnu er 0,615% af mánaðarlaunum í hverjum launaflokki og er greitt fyrir vinnu kl. 8-17 mánudaga - föstudaga.
 • Tímavinnukaup í yfirvinnu er 0,95% af mánaðarlaunum í hverjum launaflokki og er greitt fyrir vinnu eftir kl 17 virka daga og um og um helgar.
 • Tímavinnukaup í yfirvinnu er 1,0385% af mánaðarlaunum hjá stofnunum sveitarfélaga.
 • Yfirvinna sem unnin er á stórhátíðum er greidd með tímakaupi sem nemur 1,375% af mánaðarlaunum

 • Fast starfshlutfall: Samið er um tiltekið starfshlutfall og eru vinnuskil í samræmi við það.
 • Mánaðarlaun, vaktaálag og yfirvinna: Greidd eru mánaðarlaun, vaktaálag fyrir vinnu utan dagvinnu og yfirvinna fyrir unna tíma umfram starfshlutfall.
 • Orlof og frítökuréttur: Ávinnsla orlofs- og frítökuréttar er til samræmis við kjarasamning og er hann greiddur út við starfslok.
 • Greiðsla matar- og kaffitíma: Dagvinnumenn í tímabundnu ráðningarsambandi eiga rétt á 15 og 20 mín kaffitíma á dagvakt. Vaktavinnumenn fá matar- og kaffitíma greidda í yfirvinnu, greiddar 25. mín í yfirvinnu fyrir hverja vakt og 12 mínútur greiddar fyrir hverja unna klst. í yfirvinnu.

Já. Ef að þú býður þig fram og á meira en stöku vaktir ættir þú að íhuga að gera fremur tímabundinn ráðningarsamning við stofnunina sem þú ferð að vinna á sbr. spurningin hér að ofan.


Við mat á ávinnslurétti starfsmanns skal auk fyrri þjónustualdurs hjá viðkomandi launagreiðanda einnig telja þjónustualdur hjá stofnunum ríkisins, sveitarfélögum og sjálfseignarstofnunum sem kostaðar eru að meirihluta til af almannafé.

Í gildi er yfirlýsing ráðherra um aukinn veikindarétt starfsmanna í Bakvarðarsveit, en hún á þó einungis við ef um er að ræða COVID-19 sjúkdóm. Í áðurnefndum leiðbeiningum vegna veikindaréttar Bakvarðarsveitar segir:

"Starfsmenn sem ráðnir eru tímabundið í Bakvarðasveit njóta sérstaks veikindaréttar vegna COVID-19 í samræmi við yfirlýsingu fjármála- og efnahagsráðherra og heilbrigðisráðherra frá 6. mars 2020. Í þeim tilvikum nýtur liðsmaður í Bakvarðasveit rétts til launa í veikindum líkt og hann væri ráðinn til starfa á mánaðarlaunum. Við mat á ávinnslurétti starfsmanns skal auk fyrri þjónustualdurs hjá viðkomandi launagreiðanda einnig telja þjónustualdur hjá stofnunum ríkisins, sveitarfélögum og sjálfseignarstofnunum sem kostaðar eru að meirihluta til af almannafé."

Fíh telur mjög mikilvægt að með þessu er búið að tryggja að heilbrigðisstarfsmaður í Bakvarðasveit sem sýkist af COVID-19 veirunni nýtur veikindaréttar eins og hann hefði verið ráðinn á ráðningarsamningi hvort sem um tímabundinn ráðningarsamning eða tímavinnu er að ræða. Tryggingar eru samkvæmt kjarasamingi félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við viðsemjendur:

https://www.hjukrun.is/kjaramal/kjarasamningar/


Já það er hægt.  Það er gert annað hvort með hléi á fæðingarorlofi. Ef einstaklingur er ekki í fullu fæðingarorlofi er möguleiki á að hægt sé að vinna hlutastarfsamhliða.

Nánari upplýsingar má finna hér: http://www.faedingarorlof.is/


Skrifstofa Fíh er opin alla virka daga kl. 10:00-16:00 og þjónusta við félagsmenn er að öllu óbreytt.

Sökum breytinga á sóttvörnum bjóðast salir Fíh á Suðurlandsbraut 22 ekki til notkunar fyrir félagsmenn eins og fyrirhugað var.Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála