Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Frammistöðumat í hjúkrun

Unnið hefur verið að því að þróa umgjörð fyrir frammistöðumat í hjúkrun í samræmi við ákvæði bókunar 3 í dómssátt sem gerð var sumarið 2015, samhliða Gerðardómi um kjör hjúkrunarfræðinga. 

Landspítali er ein af þremur stofnunum sem í haust mun innleiða frammistöðumat í hjúkrun og hefja eingreiðslur til starfsmanna samkvæmt því.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Landspítali vinna saman að útfærslu ákvæðisins samkvæmt aðgerðaráætlun stýrihóps sem skipaður var vegna ofangreindrar bókunar. Gert er ráð fyrir að verkefnið muni til reynslu aðeins ná til C, D og E hjúkrunarfræðinga, en nánari útfærsla hefur ekki verið ákveðin.
Fram hefur verið sett frammistöðulíkan sem finna má á vef Landspítalans, en allir hjúkrunarfræðingar í starfslýsingum C, D og E sem starfa á klínískum deildum við hjúkrun sjúklinga verða metnir samkvæmt því. Fíh vill hvetja alla hjúkrunarfræðinga sem starfa í starfslýsingum C, D,og E að kynna sér vel frammistöðulíkanið og kynningarefni um verkefnið á vef Landspítala.
Greiðsla byggð á frammistöðumatinu kom til útborgunar 1. nóvember 2016 og flokkast sem „Viðbótarlaun á grundvelli stofnanasamnings”.

Frammistöðumat í hjúkrun - bókun 3 - kynningarefni
Frammistöðumat í hjúkrun - 7 þættir - líkan

 

Spurt og svarað

 


Frammistöðumat

Verkefnið byggist á bókun 3 í dómssátt sem gerð var sumarið 2015, samhliða Gerðardómi um kjör hjúkrunarfræðinga.

Landspítali var ein af þremur heilbrigðisstofnunum á landsvísu sem valdar voru til þátttöku í verkefninu á árinu 2016. Hinar voru Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Á árinu 2017 fjölgar þessum stofnunum í sjö en það eru Landspítali, Sjúkrahúsið á Akureyri, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Heilbrigðisstofnun Vesturlands og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Þátttökunni í þessu verkefni fylgir sérstök fjármögnun sem nemur 125,8 m.kr. til LSH árið 2016, 209,3 m.kr. 2017 og 295,4 m.kr. 2018.

Fjármagnið er varanlegt í fjárlagagrunni stofnunar, en kjarasamningar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) eru lausir 2019, og þar verður framhaldið ákveðið.

Á árinu 2016 var fjármagninu skipt á milli skipulagseininga eftir stöðugildafjölda hjúkrunarfræðinga í þeim starfsheitum (C, D og E) sem ákveðið var að yrðu með í frammistöðumatinu. Leitað var til mannauðsráðgjafa varðandi sameiningu smæstu skipulagseininganna við aðrar skipulagseiningar, þar sem sumar einingar höfðu fáa hjúkrunarfræðinga í vinnu. Eftir skoðun á útfærslu verkefnisins 2016 (á vettvangi samstarfsnefndar Fíh og LSH), var ákveðið að á árinu 2017 yrði framkvæmdin með svipuðum hætti og áður, með þeirri viðbót að aðstoðardeildarstjórar skyldu falla undir hópinn sem fengi mat.

Já, einhverjar fámennari skipulagseiningar verða þó sameinaðar stærri skipulagseiningum, því ekki þótti sanngjarnt að skipulagseining með einn hjúkrunarfræðing fái ákveðna upphæð sbr. svar við spurningu 5.

Þróunarvinnan var leidd af samstarfsnefnd Fíh og LSH og náði hún yfir tímabilið mars - september 2016. Fjölmargir hjúkrunarfræðingar á LSH tóku þátt í þróunarvinnunni, m.a. yfir 100 þátttakendur á sex vinnustofum vorið 2016. Einnig hafa deildarstjórar komið að lokaendurskoðun á inntakinu, en hún var gerð í júlí 2016. Matið var yfirfarið að nýju í byrjun árs 2017 í samstarfsnefnd aðila miðað við þá reynslu sem varð til við framkvæmdina á árinu 2016. Almennt þótti vel til takast og því urðu ekki miklar breytingar milli ára.

Matskerfið var samþykkt í samstarfsnefnd Fíh og LSH og framkvæmdastjórn LSH.

Frammistöðumatið er gegnsætt og málefnalegt, og felur í sér sjö skilgreinda þætti og matskvarða ásamt skilgreiningum. Stjórnendur meta starfsfólk út frá þessum þáttum, miðað við væntingar til starfsmanna út frá þörfum einingarinnar.

Forgangsröðunin árið 2016 var sú að hjúkrunarfræðingar í starfslýsingum C, D og E í klínískum störfum fengu frammistöðumat. Það var í samræmi við tilmæli frá stýrihópi verkefnisins og samþykkt samstarfsnefndar Fíh. Á árinu 2017 bætast við þennan hóp aðstoðardeildarstjórar skv. ákvörðun samstarfsnefndar Fíh og LSH.

Í minnisblaði frá stýrihópi verkefnisins sem skipaður var árið 2015, er talað um hjúkrunarfræðinga með „talsverða starfsreynslu í hjúkrun eða fimm ár að lágmarki“ og að leggja áherslu á þá hópa sem „bera hita og þunga hjúkrunar á stofnun á herðum sér“.

Hjúkrunarfræðingar í starfslýsingum A og B, hjúkrunarfræðingar í starfslýsingum C, D og E á stoðsviðum/ stoðdeildum, deildarstjórar, aðstoðardeildarstjórar, sérfræðingar í hjúkrun og félagsmenn sem starfa á stoðsviðum – óháð starfsheiti.

Vegna viðmiða frá stýrihópi, sem skipaður var 2015. Þar var ein megin forsenda sú að umbuna ætti þeim hópi sem hefði talsverða starfsreynslu í hjúkrun eða fimm ár að lágmarki og væri að bera megin þungann í hjúkrun á viðkomandi stofnun. Að auki hafa hjúkrunarfræðingar í starfslýsingum A og B möguleika á hraðari starfsþróun en hjúkrunarfræðingar í starfslýsingum C, D og E.

Verkefnið nær til þeirra tímavinnustarfsmanna, sem falla undir skilyrði úthlutunar og eru lífeyrisþegar í LH og vinna hluta úr starfi (20-49%) eins og um starfsmann í hlutastarfi sé að ræða sbr. verklagsreglu um réttindi og kjör tímavinnustarfsmanna sem eru lífeyrisþegar í LH. Heildarvinnustundir þeirra á árinu eru reiknaðar yfir í starfshlutfall.

Nei, þeir geta ekki fengið frammistöðumat þar sem þeir eru ekki fastráðnir starfsmenn LSH og falla ekki undir þá reglu sem lýst er í svari 15.

Hjúkrunardeildarstjórar, aðstoðardeildarstjórar og sérfræðingar í hjúkrun eru með sérstaka launaröðun og eru því ekki með í þessari umferð verkefnisins.

Þeir sem eru við störf og á launaskrá þann 1. september 2017 vegna ársins 2017 fá frammistöðumat, óháð fæðingarorlofi á viðkomandi ári. Þeir sem eru í fæðingarorlofi þann 1. september fá því ekki frammistöðumat.

Þeir sem eru í launuðu námsleyfi þann 1. september 2017 vegna ársins 2017 fá frammistöðumat, en þeir sem eru í ólaunuðu námsleyfi á þessum tímum fá ekki frammistöðumat.

Þeir sem eru á launaskrá 1. september 2017 fá frammistöðumat, aðrir ekki.

Já, allir þeir sem eru á launaskrá þann 1. september 2017 vegna ársins 2017 fá frammistöðumat svo framarlega sem þeir uppfylli önnur skilyrði.

Já, allir hjúkrunarfræðingar í starfslýsingum C, D og E í klínískum störfum óháð starfshlutfalli geta fengið frammistöðumat. Starfshlutfall hefur áhrif á upphæð greiðslu. Sama regla á við um aðstoðardeildarstjóra vegna ársins 2017, en þeir voru ekki teknir inn í matið 2016.

Deildarstjórar og aðstoðardeildarstjórar framkvæma frammistöðumatið og kynna fyrir hjúkrunarfræðingum í starfsmannasamtali eða í öðru samtali. Deildarstjóri ber ábyrgð á matinu á hverri einingu, í samræmi við ábyrgðarlýsingu stjórnenda á LSH.

Já það er mælt með því að framkvæmdin sé með þeim hætti, ef það hentar skipulagseiningunni. Aðstoðardeildarstjóri metur þó ekki sjálfan sig og sér deildarstjóri um að meta hann.

Þar sem þetta er launatengt frammistöðumat en ekki gert í þróunartilgangi, þá er það aðeins mat stjórnanda sem gildir, en starfsmaður getur metið sig sjálfan ef hann vill.

Best er að fyrrverandi og núverandi yfirmaður geri frammistöðumatið fyrir þann hjúkrunarfræðing í sameiningu.

Frammistöðumatið þarf að fara fram fyrir miðjan október ár hvert, svo unnt verði að greiða út viðbótarlaun í formi eingreiðslu samkvæmt matinu þann 1. nóvember.

Miðað er við að frammistöðumatið taki mið af tímabilinu 1. janúar - 31. ágúst ár hvert, þ.e. 2016, 2017 og 2018.

Nei, en æskilegt er að deildarstjóri meti eftir að hann hefur framkvæmt frammistöðumatið hvort stigagjöf og dreifing stiga sé sanngjörn innan hópsins. Þetta er hægt að gera í samantektarskjali um frammistöðumatið.

Veikindi teljast ekki frammistaða í starfi.

Sumir deildarstjórar gætu gefið færri stig en fleiri. Það skiptir hins vegar ekki máli, því hver skipulagseining fær fjármagn eftir fjölda greiddra stöðugilda. Því ættu hjúkrunarfræðingar innan deildar að standa jafnt að vígi hvað það varðar.

Annarsvegar er það matið sjálft, en auk þess meðaltals starfshlutfall starfsmanns vegna tímabilsins janúar - ágúst 2017 en það verður nú notað til útreiknings fyrir eingreiðsluna, en ekki það starfshlutfall sem viðkomandi er í þann 1. september 2017. Leiðir það til sanngjarnari niðurstöðu fyrir aðila og er þetta breyting á reiknireglu frá fyrra ári. Útreikningur viðbótarlauna var þannig árið 2016 að hlutfallslegar upphæðir voru reiknaðar út, út frá stigum í matinu og starfshlutfalli starfsmanns þann 1. september.

Upphæðin ræðst af dreifingu stigagjafar hverrar skipulagseiningar og einnig af starfshlutfalli hjúkrunarfræðinga á skipulagseiningunni. Því er erfitt að segja til um fyrirfram hver upphæðin verður fyrir hvern hjúkrunarfræðing.

Jú, upphæðinni sem hver skipulagseining hefur til skiptanna verður skipt hlutfallslega milli hjúkrunarfræðinga, þannig að þeir sem fá lága stigagjöf úr frammistöðumatinu fá einnig eingreiðslu.

Stöðugildi ráða skiptingu fjármagns milli skipulagseininga og að því leyti er jafnræði tryggt.

Ekki verður um að ræða neinn lágmarksfjölda stiga úr frammistöðumati,heldur verða eingreiðslur hlutfallslegar eftir stigafjölda og starfshlutfalli.

Fyrir árið 2017 var reiknireglu breytt í samstarfsnefnd Fíh og LSH og miðað er nú við meðalstarfshlutfall viðkomandi starfsmanns frá janúar - ágúst 2017, en slík regla gefur sanngjarnari niðurstöðu fyrir aðila. Fyrir árið 2016 var notast við starfshlutfall viðkomandi starfsmanns, eins og það var þann 1. september 2016.

Já einn hjúkrunarfræðingur sem er framúrskarandi gæti fengið aðra upphæð en annar sem einnig er framúrskarandi en starfar á annarri skipulagseiningu. Þetta fer eftir hópnum á hvorri skipulagseiningu um sig, þ.e. eftir því hvernig stigin dreifast á einingunum.

Ef önnur einingin er klínísk en hin ekki, þá er hann aðeins metinn í klíníska hlutanum og fær aðeins greiðslur út frá frammistöðumati af þeirri skipulagseiningu. Ef hjúkrunarfræðingur starfar á tveimur klínískum einingum, þá verður hann þátttakandi í tveimur “pottum” og fær greiðslur í samræmi við niðurstöðu úr frammistöðumati og starfshlutfall á hvorri skipulagseiningu fyrir sig.

Miðað er við að frammistöðumat fari fram einu sinni á ári.

Áformaðar eru kynningar á haustmánuðum 2017. Árið 2016 voru haldnir kynningarfundir í apríl og maí, fyrstu drög að matsþáttum voru kynnt á innri vef LSH í júní og sendir tölvupóstar á alla hjúkrunarfræðinga LSH í júní og ágúst það ár. Haldnir voru kynningarfundir fyrir hjúkrunarfræðinga í september 2016, auk þess sem gert var stutt myndband um verkefnið.

Þjálfunarvinnustofur fyrir deildarstjóra og aðstoðardeildarstjóra voru haldnar á tímabilinu 25. ágúst til 29. september 2016. Tilgangur vinnustofanna var að undirbúa framkvæmd frammistöðumats og starfsmannasamtala fyrir hjúkrunarfræðinga vegna ársins 2016. Á árinu 2017 verður haldið áfram að vinna að þjálfun stjórnenda í þessu verkefni.

Eftir að frammistöðumatinu lauk haustið 2016 var ferlið og reynslan af verkefninu metin af samstarfsnefnd Fíh og LSH. Mat aðila var það að nokkuð vel hefði tekist til og af því leiddi að breytingar voru ekki miklar. Annarsvegar var ákveðið að setja aðstoðardeildarstjóra inn í matið og hinsvegar var ákveðið að breyta reiknireglu til útreiknings varðandi starfshlutfall starfsmanna, sbr. sp. 37. Því er ekki reiknað með að fyrirkomulagið muni breytast mikið út samningstímann eða til ársins 2019, nema sérstakar óskir komi fram frá aðilum en framkvæmdin verður skoðuð á hverju ári út samningstímann.

Hver starfsmaður á rétt á að sjá sitt frammistöðumat og er mælt með því að það sé gert í starfsmannasamtali.

Talið er að það gæti brotið í bága við lög um starfsmenn í hlutastörfum að útiloka eða takmarka hjúkrunarfræðinga í hlutastörfum frá frammistöðumatinu, en upphæðir eingreiðslnanna sem eru greiddar út á tímabilinu taka mið af starfshlutfalli hvers hjúkrunarfræðings.

Yfirleitt er það talið jákvætt að geta unnið sér inn auka launaumbun. Hafa skal í huga að þessi greiðsla kemur ofan á kjarasamnings- og stofnanasamningsbundin laun. LSH fær enn fremur viðbótartekjur til að mæta þessu verkefni, en þær tekjur eru bundnar við þessa aðferð.

Hver hjúkrunarfræðingur fær að sjá sitt eigið mat en hefur ekki rétt á að sjá hvernig matið var hjá öðrum hjúkrunarfræðingum.

Nei, hver og einn hjúkrunarfræðingur velur hvort hann segir samstarfsfólki sínu frá því hvaða eingreiðslu hann fékk. LSH mun ekki gefa út þessar upplýsingar.

Hjúkrunarfræðingar geta komið athugasemdum á framfæri við sinn yfirmann, framkvæmdastjóra, við mannauðsráðgjafa, við mannauðssvið LSH eða við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Fannst þér efnið hjálplegt?

Af hverju ekki?

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála