Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Fréttir af kjarasamningum

Enn er langt á milli samningsaðila þegar kemur að launaliðnum, staðan er flókin og mjög erfið.

Nánar

Enn einn árangurslaus samingafundur fór fram í dag á milli samninganefndar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Samninganefndar ríkisins (SNR).

Nánar
 • Staða samningaviðræðna við ríkið 12. mars

  Samninganefnd Fíh og Samninganefnd ríkisins áttu samningafund í morgun. Fundurinn var annar fundur samningsaðila eftir að Fíh vísaði deilunni til ríkissáttasemjara í lok febrúar. Á fundinum var launaliður nýs kjarasamnings ræddur.

 • Samkomulag um vinnutíma

  Samkomulag náðist nú í vikunni í kjarasamningsviðræðum Fíh við viðsemjendur um útfærslu á styttingu vinnuvikunnar í vaktavinnu. Þetta er áfangi í átt að því að ljúka gerð kjarasamnings, en áður hafði samkomulag náðst um styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu.

 • Íslensk stjórnvöld bera ábyrgð á almannaþjónustu

  Í tilefni af sameiginlegu minnisblaði landlæknis, sóttvarnarlæknis og ríkislögreglustjóra um yfirstandandi og yfirvofandi verkföll á vinnumarkaði, dagsett 4. mars 2020, vill Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) koma eftirfarandi á framfæri; Ábyrgð á almannaþjónustu á Íslandi, hvort heldur er öryggis- og löggæsla, heilbrigðisþjónusta eða önnur velferðarþjónusta liggur hjá íslenskum stjórnvöldum, ekki hjá stéttarfélögum.

 • Samningafundur í kjaradeilu Fíh

  Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Samninganefnd ríkisins (SNR) áttu fyrsta fund undir stjórn ríkissáttasemjara í dag. Á fundinum fóru báðir samningsaðilar yfir stöðu kjaraviðræðna út frá sínu sjónarhorni. Ljóst er að talsvert ber á milli þegar kemur að launalið nýs kjarasamnings.

 • Kjaradeilu vísað til ríkissáttasemjara

  Í kjölfar fundar samninganefndar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Samninganefndar ríkisins (SNR) hefur félagið ákveðið að vísa kjaradeilu félagsins við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs til ríkissáttasemjara.

 • Fréttir af kjarasamningum

  Vaktavinnuhópur samsettur af fulltrúum ASÍ, BHM, BSRB, Fíh, Reykjarvíkurborg, ríki og sveitarfélögum hefur nú að mestu lokið sinni grunnvinnu.

 • Samningaviðræður og baráttufundur

  Góð mæting var á fjölmennan baráttufund Fíh, BHM og BSRB sem haldinn var í Háskólabíói í gær.

 • Yfirlýsing frá heilbrigðisráðherra

  Yfirlýsing heilbriðgisráðherra vegna fréttar um meðallaun hjúkrunarfræðinga.

 • Fréttatilkynning frá Fíh vegna svars heilbrigðisráðherra til Alþingis um launamun hjúkrunarfræðinga

  Er til of mikils ætlast að stjórnvöld beri ábyrgð og viðhafi vönduð vinnubrögð? Lítið hefur heyrst frá íslenskum stjórnvöldum um raunverulegar lausnir við vanda íslenska heilbrigðiskerfisins þegar kemur að skorti á hjúkrunarfræðingum. Hægt þokast í viðræðum um nýjan kjarasamning við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) sem hefur verið samningslaust í 10 mánuði og ekki samið um kaup og kjör við fjármálaráðherra í fimm ár. Fjölda hjúkrunarfræðinga vantar til starfa, hjúkrunarfræðingar hætta störfum og legupláss eru lokuð á sjúkrahúsum.

 • Þolinmæði hjúkrunarfræðinga er þrotin

  Grípa þarf til aðgerða þar sem staðan í íslensku heilbrigðiskerfi er grafalvarleg. Hvort sem stjórnvöldum líkar það betur eða verr þarf umfangsmiklar lausnir til þess að bæta laun og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta. Byrja þarf samtalið fyrir alvöru ef ekki á illa að fara. Þolinmæði hjúkrunarfræðinga er á þrotum.

 • Staða kjaraviðræðna við ríkið 13. desember 2019

  Viðræður milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Samninganefndar ríkisins eru áfram í gangi, en ganga hægt. Vinnuhópur sem hefur það að markmiði að endurskoða vinnutíma vaktavinnumanna hóf aftur störf í síðustu viku og á Fíh fulltrúa í þeim hópi. Niðurstaða úr vinnu vaktavinnuhópsins mun ráða miklu um áframhald kjarasamningaviðræðna Fíh við ríkið.

 • Ályktun vegna tafar á kjarasamningum

  Hjúkrunarráð Landspítala sendi frá sér eftirfarandi ályktun vegna tafar á kjarasamningum 5. desember síðastliðinn.

 • Fíh lýsir yfir áhyggjum og vonbrigðum með stöðu kjaramála hjá hjúkrunarfræðingum á Sjúkrahúsinu á Akureyri

  Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga lýsir yfir miklum áhyggjum og vonbrigðum með þá stöðu sem upp er komin á Sjúkrahúsinu á Akureyri er varðar kjaramál hjúkrunarfræðinga.

 • Desemberuppbót 2019

  Þótt kjarasamningar séu ennþá lausir við viðsemjendur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur upphæð desemberuppbótar verið ákveðin.

 • Staða kjaraviðræðna: Hvers vegna ganga þær hægt og hvers vegna fréttist svona lítið frá viðræðum?

  Nú í lok október eru liðnir sjö mánuðir frá því miðlægir kjarasamningar hjúkrunarfræðinga losnuðu. Sá samningur sem snertir flesta hjúkrunarfræðinga er Gerðardómur sem úrskurðað var um árið 2015 eftir um 10 daga verkfall hjúkrunarfræðinga

 • Staða samningaviðræðna við ríkið 17. október

  Nú í morgun var samningafundur á milli Samninganefndar ríkisins (SNR) og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh). Á fundinum hafnaði Fíh tilboði SNR frá 10. október og lagði til nýja tillögu að lausn deilunnar.

 • Samninganefnd Fíh átti í morgun fund með Samninganefnd ríkisins (SNR).

  Samninganefnd Fíh átti í morgun fund með Samninganefnd ríkisins (SNR). Á fundinum lagði SNR fram tillögu að lausn deilunnar sem samninganefnd Fíh mun taka til skoðunar fram að næsta fundi. Næsti fundur milli aðila verður haldinn næstkomandi þriðjudag.

 • Staða samningaviðræðna Fíh við íslenska ríkið 8. október 2019

  Samninganefnd ríkisins og Fíh munu eiga næsta samningafund næstkomandi fimmtudag 10.október. Áætlað hafði verið að halda samningafund í lok síðustu viku en aðilar voru sammála um að ekki væri ástæða til þess að funda fyrr en ákveðnar upplýsingar myndu liggja fyrir.

 • Staða viðræðna um nýjan kjarasamning við fjármálaráðherra

  Samningafundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Samninganefndar ríkisins (SNR) sem fyrirhugaður var í dag (þriðjudaginn 24. september) hefur verið frestað til loka næstu viku að beiðni SNR. Frekari fréttir af gangi samningaviðræðna verða sendar út eftir að næsti fundur hefur verið haldinn.

 • Staða viðræðna um nýjan kjarasamning við fjármálaráðherra

  Í endurskoðaðri viðræðuáætlun Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Samninganefndar ríkisins (SNR) sem skrifað var undir í júní, kom fram að stefnt yrði að því að ná kjarasamningum fyrir 15. september. Það gekk ekki eftir og ekki er útlit fyrir að skrifað verði undir nýjan kjarasamning á næstunni.

 • Fíh harmar fyrirhugaðar breytingar á starfskjörum hjúkrunarfræðinga á Landspítala

  Í framhaldi af fundi formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og forstjóra Landspítala hefur spítalinn ákveðið að fresta tímabundið afnámi vaktaálagsauka til hjúkrunarfræðinga.

 • Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga mótmælir skerðingu á kjörum hjúkrunarfræðinga

  Síðastliðinn föstudag fékk Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga tilkynningu frá Landspítala um að framkvæmdastjórn spítalans hafi ákveðið að hætta að greiða hjúkrunarfræðingum vaktaálagsauka frá og með 1. september sl.

 • Staða kjarasamningsviðræðna

  Samningaviðræður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Samninganefndar ríkisins (SNR) hófust aftur eftir hlé um miðjan ágúst.

 • Samband sveitarfélaga: Samið um innágreiðslu

  Samið hefur verið um innágreiðslu í endurskoðaðri viðræðuáætlun við Samband sveitarfélaga.

 • Samið um innágreiðslu í endurskoðaðri viðræðuáætlun við Reykjavíkurborg

  Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Reykjavíkurborg hafa skrifað undir endurskoðaða viðræðuáætlun vegna tafa sem orðið hafa á gerð nýs kjarasamnings. Hjúkrunarfræðingar sem starfa hjá borginni munu fá greidda 105 þúsund króna eingreiðslu þann 1. ágúst. 2019. Fjárhæð þessi er partur af fyrirhuguðum launabreytingum endurnýjaðs kjarasamnings, miðast við fullt starf og greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall á tímabilinu frá og með 1. apríl 2019 til og með 30. júní 2019. Upphæðin á að vera sambærileg við það sem lífskjarasamningur hefði gefið hjúkrunarfræðingum á sama tíma.

 • Kjarasamningsviðræður 2019

  Hægur gangur er í viðræðum á milli Fíh og ríkis annars vegar og Reykjavíkurborgar hins vegar.

 • Kjarasamningar hjúkrunarfræðinga

  Miðlægir kjarasamningar hjúkrunarfræðinga losnuðu í lok mars 2019. Samningaviðræður hafa farið hægt af stað, en viðræður eru hafnar við Reykjavíkurborg og ríkið.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála