Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Fréttir af kjarasamningum

Staðan er erfið og viðræðurnar eru á viðkvæmum stað en það er samtal á milli aðila og viðræður í gangi.

Nánar

Samninganefnd Félags íslenskra hjúkunarfræðinga (Fíh) og Samninginganefnd ríkisins (SNR) áttu fund mánudaginn 18. maí. Það var óformlegur vinnufundur í dag sem lauk síðdegis. Næsti samningafundur er boðaður miðvikudaginn 20. maí kl:11:00.

Nánar

 

Samninganefndir 

 

Gunnar Helgason, sviðstjóri kjara- og réttindasviðs Fíh, formaður samninganefndar
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh
Eva Hjörtína Ólafsdóttir, kjararáðgjafi
Harpa Júlía Sævarsdóttir, sérfræðingur í kjaramálum
Brynja Dröfn Jónsdóttir, Landspítali
Sigríður Elísabet Árnadóttir, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Gunnar Helgason, sviðstjóri kjara- og réttindasviðs Fíh, formaður samninganefndar
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh
Eva Hjörtína Ólafsdóttir, kjararáðgjafi
Harpa Júlía Sævarsdóttir, sérfræðingur í kjaramálum
Aníta Elínardóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Heimaþjónustu Reykjavíkur
Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, forstöðumaður Droplaugarstaða

 

Eldri fréttir

 
 • Niðurstöður könnunar Fíh um viðhorf hjúkrunarfræðinga hjá ríkinu til kjarasamnings sem var hafnað

  Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga þakkar hjúkrunarfræðingum fyrir þátttökuna í könnun á viðhorfum hjúkrunarfræðinga til kjarasamnings. Könnunin var gerð af Maskínu fyrir Fíh dagana 7.10. maí og voru alls 1894 sem svöruðu könnuninni eða um 66% þeirra sem fengu hana senda.

 • Næsti samningafundur 18. maí

  Fundi samninganefndar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Samninganefndar ríkisins lauk síðdegis. Næsti samningafundur hefur verið boðaður mánudaginn 18. maí kl 13:30.

 • Næsti samningafundur 14. maí

  Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Samninganefnd ríkisins áttu sinn þriðja fund eftir að kjarasamningur hjúkrunarfræðinga við ríki var felldur þann 29. apríl sl.

 • Könnun vegna kjarasamninga hjúkrunarfræðinga við ríki

  Fíh vill afla frekari upplýsinga um skoðun hjúkrunarfræðonga á kjarasamningnum. Því hefur könnun verið send á þá hjúkrunarfræðinga sem starfa samkvæmt þeim samningi.

 • Samningafundur 6. maí

  Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Samninganefnd ríkisins áttu fund í dag. Um var að ræða annan fund aðila eftir að kjarasamningur hjúkrunarfræðinga var felldur í síðustu viku. Á fundinum var farið yfir ný gögn frá báðum aðilum og næstu skref rædd.

 • Fundur með trúnaðarmönnum hjúkrunarfræðinga á stofnunum ríkisins 5. maí kl 14:30

  Samningnefnd Fíh boðar trúnaðarmenn hjúkrunarfræðinga á stofnunum ríkisins til fundar á Grand hótel, í Gullteigi, þriðjudaginn 5. maí kl. 14.30.

 • Niðurstaða atkvæðagreiðslu um kjarasamning Fíh við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs

  Atkvæðagreiðsla vegna kjarasamninga Fíh við fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs fór fram dagana 20. apríl kl. 12:00 til 29. apríl kl. 12:00. Á kjörskrá voru 2.859, eða þeir hjúkrunarfræðingar sem fengið höfðu laun skv. kjarasamningi félagsins við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs frá 1. apríl 2019 - 31. mars 2020. Alls tóku 2.288 þátt í kosningunum eða 80,03%.

 • 15 staðreyndir um nýjan kjarasamning hjúkrunarfræðinga

  Í ljósi umræðna undanfarna daga um nýundirritaðan samning Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) við ríkið er nauðsynlegt að árétta helstu atriði hans við hjúkrunarfræðinga til að draga úr frekari misskilningi og rangfærslum.

 • Samningafundur með Reykjarvíkurborg

  Samningafundur með Reykjarvíkurborg

 • Kynningarfundur gærdagsins aðgengilegur

  Kynningarfundur vegna kjarasamninga, sem haldinn var mánudaginn 20. apríl, er aðgengilegur á mínum síðum.

 • Vefur um breytingar á vinnutíma: möguleiki á að reikna út áhrif kerfisbreytinga á laun og starfskjör

  Ný kynningarsíða um breytingar á vinnutíma hjá dag- og vaktavinnufólki sem taka gildi árið 2021 er nú orðin aðgengileg á betrivinnutimi.is. Á þessum vef er farið yfir mögulegar útfærslur á styttingu vinnutíma dagvinnufólks sem verða útfærðar á hverri stofnun fyrir sig og þær breytingar sem verða á vinnufyrirkomulagi vaktavinnufólks.

 • kjarasamningar@hjukrun.is

  Öllum fyrirspurnum sem berast til kjarasamningar@hjukrun.is verður svarað persónulega á næstu dögum og einnig hvetjum við félagsmenn til að sækja kjarafundina og minnum á þann fyrsta sem er í dag kl 16:30 á Mínum síðum.

 • Kynningarefni um kjarasamning komið inn á Mínar síður

  Kynningarefni um nýjan kjarasamning Fíh við ríkið er nú aðgengilegt á Mínum síðum undir flipanum Kjarasamningar 2020. Fíh vill biðjast afsökunar á þeim töfum sem orðið hafa á birtingunni.

 • Kynningarefni vegna kjarasamnings birtist á mínum síðum kl 14:00

  Vegna tæknilegra vandamála frestast opnun kynningarefnis vegna kjarasamnings á mínum síðum frá kl: 12:00 til kl: 14:00 í dag.

 • Nýr kjarasamningur við ríkið: kynningarefni

  Samninganefnd Fíh og Samninganefnd ríkisins skrifuðu undir nýjan kjarasamning við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs á föstudaginn langa. Kynningarefni til hjúkrunarfræðinga er aðgengilegt á Mínum síðum. Til þess að komast inn á síðuna þarf rafræn skilríki eða Íslykil.

 • Skrifað undir kjarasamning við ríkið 10.apríl

  Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Samninganefnd ríkisins skrifuðu undir kjarasamning í dag kl 18:00. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2019 - 31.mars 2023.

 • Næsti samningafundur 8.apríl

  Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Samninganefnd ríksins áttu fund undir stjórn Ríkisáttasemjara í dag. Fundi var slitið um kl 16:00 og verður næsti fundur miðvikudaginn 8. apríl

 • Næsti samningafundur 7. apríl

  Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Samninganefndar ríkisins (SNR) áttu samningafund í dag undir stjórn ríkissáttasemjara.

 • Samningafundur 6. apríl

  Samningafundur milli samninganefndar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Samninganefndar ríkisins (SNR) hefur verið settur mánudaginn 6. apríl kl: 10:30.

 • ,,Við semjum ekki við þá sem við teljum ómissandi“

  Þann 31.mars 2020 var heilt ár síðan kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármálaráðherra rann út. Sá samningur var Gerðardómur sem úrskurðað var um árið 2015 eftir um tíu daga verkfall hjúkrunarfræðinga.

 • Staða samningaviðræðna 24.mars

  Enn einn árangurslaus samningafundur.

 • Staða samningaviðræðna 20.mars

  Enn er langt á milli samningsaðila þegar kemur að launaliðnum, staðan er flókin og mjög erfið.

 • Staða samningaviðræðna 18.mars

  Enn einn árangurslaus samingafundur fór fram í dag á milli samninganefndar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Samninganefndar ríkisins (SNR).

 • Staða samningaviðræðna við ríkið 12. mars

  Samninganefnd Fíh og Samninganefnd ríkisins áttu samningafund í morgun. Fundurinn var annar fundur samningsaðila eftir að Fíh vísaði deilunni til ríkissáttasemjara í lok febrúar. Á fundinum var launaliður nýs kjarasamnings ræddur.

 • Samkomulag um vinnutíma

  Samkomulag náðist nú í vikunni í kjarasamningsviðræðum Fíh við viðsemjendur um útfærslu á styttingu vinnuvikunnar í vaktavinnu. Þetta er áfangi í átt að því að ljúka gerð kjarasamnings, en áður hafði samkomulag náðst um styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu.

 • Íslensk stjórnvöld bera ábyrgð á almannaþjónustu

  Í tilefni af sameiginlegu minnisblaði landlæknis, sóttvarnarlæknis og ríkislögreglustjóra um yfirstandandi og yfirvofandi verkföll á vinnumarkaði, dagsett 4. mars 2020, vill Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) koma eftirfarandi á framfæri; Ábyrgð á almannaþjónustu á Íslandi, hvort heldur er öryggis- og löggæsla, heilbrigðisþjónusta eða önnur velferðarþjónusta liggur hjá íslenskum stjórnvöldum, ekki hjá stéttarfélögum.

 • Samningafundur í kjaradeilu Fíh

  Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Samninganefnd ríkisins (SNR) áttu fyrsta fund undir stjórn ríkissáttasemjara í dag. Á fundinum fóru báðir samningsaðilar yfir stöðu kjaraviðræðna út frá sínu sjónarhorni. Ljóst er að talsvert ber á milli þegar kemur að launalið nýs kjarasamnings.

 • Kjaradeilu vísað til ríkissáttasemjara

  Í kjölfar fundar samninganefndar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Samninganefndar ríkisins (SNR) hefur félagið ákveðið að vísa kjaradeilu félagsins við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs til ríkissáttasemjara.

 • Fréttir af kjarasamningum

  Vaktavinnuhópur samsettur af fulltrúum ASÍ, BHM, BSRB, Fíh, Reykjarvíkurborg, ríki og sveitarfélögum hefur nú að mestu lokið sinni grunnvinnu.

 • Samningaviðræður og baráttufundur

  Góð mæting var á fjölmennan baráttufund Fíh, BHM og BSRB sem haldinn var í Háskólabíói í gær.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála