Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Fréttir af kjarasamningum

Er til of mikils ætlast að stjórnvöld beri ábyrgð og viðhafi vönduð vinnubrögð? Lítið hefur heyrst frá íslenskum stjórnvöldum um raunverulegar lausnir við vanda íslenska heilbrigðiskerfisins þegar kemur að skorti á hjúkrunarfræðingum. Hægt þokast í viðræðum um nýjan kjarasamning við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) sem hefur verið samningslaust í 10 mánuði og ekki samið um kaup og kjör við fjármálaráðherra í fimm ár. Fjölda hjúkrunarfræðinga vantar til starfa, hjúkrunarfræðingar hætta störfum og legupláss eru lokuð á sjúkrahúsum.

Nánar

Grípa þarf til aðgerða þar sem staðan í íslensku heilbrigðiskerfi er grafalvarleg. Hvort sem stjórnvöldum líkar það betur eða verr þarf umfangsmiklar lausnir til þess að bæta laun og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta. Byrja þarf samtalið fyrir alvöru ef ekki á illa að fara. Þolinmæði hjúkrunarfræðinga er á þrotum.

Nánar

Viðræður milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Samninganefndar ríkisins eru áfram í gangi, en ganga hægt. Vinnuhópur sem hefur það að markmiði að endurskoða vinnutíma vaktavinnumanna hóf aftur störf í síðustu viku og á Fíh fulltrúa í þeim hópi. Niðurstaða úr vinnu vaktavinnuhópsins mun ráða miklu um áframhald kjarasamningaviðræðna Fíh við ríkið.

Nánar

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála