Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Lögfræðiaðstoð


Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) veitir félagsmönnum lögfræðiaðstoð vegna mála tengdum kjarasamningsbrotum og réttindum í starfi.

Leiðbeiningar

Til að eiga rétt á lögfræðiaðstoð þarf viðkomandi að hafa verið félagsmaður með fulla aðild í að lágmarki þrjá mánuði. Undantekningar frá þessari reglu eru háðar endanlegu mati kjara- og réttindasviðs sem metur hvert einstaka tilfelli eftir eðli málsins og fordæmisgildi. Vafatilfelli eru metin sérstaklega.

Fíh veitir félagsmönnum aðstoð í málefnum sem við koma m.a. launum, starfsréttindum og kjarasamningum. Þessi málefni geta verið til dæmis vegna uppsagnar, ráðningarkjara, bóta, vinnuslysa, afturköllun á hjúkrunarleyfi og sakamál tengt starfi.

Starfsmenn Fíh reyna eftir fremsta megni að leysa réttindamál félagsmanna gagnvart vinnuveitanda/deiluaðila án aðkomu lögmanns. Ef ekki næst samkomulag eða ásættanleg lausn á málinu á þeim vettvangi fer sviðstjóri kjara -og réttindasviðs með málið til lögfræðings Fíh. Sviðstjóri kjara- og réttindasviðs metur, ásamt lögfræðingi Fíh og stjórn Fíh, hvort höfðað verði mál fyrir dómstólum.

Fíh greiðir kostnað vegna málaferla tengdum kjara- og réttindamálum sem er stofnað til fyrir félagsmenn. Ef höfða þarf mál fyrir dómstólum er málskostnaður greiddur af Fíh og er málshöfðunin leidd af lögmanni sem starfar fyrir Fíh.

Fíh greiðir ekki kostnað félagsmanna ef viðkomandi hefur hafnað lögfræðiaðstoð frá Fíh eða ákveðið að velja sér annan lögfræðing.

Ef ákveðið hefur verið að höfða mál fyrir hönd félagsmanns fyrir dómstólum skrifar viðkomandi undir samkomulag um rekstur dómsmáls í þágu félagsmanns og greiðslufyrirkomulag vegna málskostnaðar í því sambandi.


 

Verklagsreglur lagðar fyrir stjórnarfund Fíh í desember 2018

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála