Hjukrun.is-print-version

Miðlunartillaga: Hvaða atriði breytast og hvenær taka þau gildi?

Laun

Afturvirkar launahækkanir gilda frá 1. apríl 2019. Frá hækkun dragast 105 þúsund kr. sem greiddar voru þann 1. ágúst 2019. Meðaltals launahækkun á samningstímanum er á bilinu 12,5%-17,2%.

 Launin hækka sem hér segir:

1. apríl 2019 hækka laun um
    17.000 kr.
1. apríl 2020 hækka laun um  
    18.000 kr.
1. janúar 2021 hækka laun um 
15.750 kr.
1. janúar 2022 hækka laun um 
    17.250 kr.

 

1. ágúst 2020: Afturvirkni miðlunartillögu kemur til útborgunar
1. september 2020:  Niðurstaða Gerðardóms um afmarkaðan hluta launaliðar kjarasamnings mun liggja fyrir. 

Önnur laun er starfinu fylgja (sjá grein 1.1.3.). Nýtt ákvæði sem gefur möguleika á að greiða til að mynda reglubundna yfirvinnu og starfstengt álag sem ekki verður mælt í tíma.

 

Byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga til jafns við BHM stéttir

1. ágúst 2020 verða ekki undir
    467.000 kr.
1. janúar 2021 verða ekki undir 
482.750 kr.
1. janúar 2022 verða ekki undir 
500.000 kr.

 

Persónuuppbót

Árið 2019
92.000 kr.
Árið 2020
94.000 kr.
Árið 2021
96.000 kr.
Árið 2022
98.000 kr.

 

Tímalína annarra atriða

 

1. maí 2020

Breyttur orlofskafli tekur gildi. Allir ávinna sér 30 daga orlof óháð aldri auk þess sem orlofsprósenta hækkar í 13,04%.
Hafi starfsmaður átt ótekið orlof frá fyrri árum hefur hann til 30. apríl 2023 að nýta það. Einnig eiga allir rétt á 30 daga sumarorlofi og þar af 15 dagar samfelldir að lágmarki.

Orlofsuppbót
     2019:   50.000 kr.
     2020:   51.000 kr.
     2021:   52.000 kr.
     2022:   53.000 kr. 
   
Ný grein um aðbúnað og hollustuhætti þar sem gert er ráð fyrir því að starfsfólk geti sinnt reglubundnum störfum sínum innan hefðbundins vinnudags. Ef ekki er getið um það í starfslýsingu að starfmaður eigi að vinna heima skal greiða það með yfirvinnu.
Réttur vegna veikinda barna sem fjallar um veikindi vegna sjúkrahúsvistar barna upp að 16 ára aldri sé að minnsta kosti einn dagur.

  

 1. ágúst 2020

Breyting á kafla um sí- og endurmenntun. Réttur í stað heimildar til sí- og endurmenntunar,  allt að 10 daga á ári. Áfram er heimilt að veita lengri námsleyfi.
Breyting á Vísindasjóð tók gildi 1. janúar 2020 og hækka styrkir úr starfsmenntunarsjóði 1. janúar 2021. Starfsmenntunarsjóður er styrktur með fjármagni úr vísindasjóði, hærri styrkir verða því til náms, námskeiða og ráðstefna.
Hækkun á framlagi í styrktarsjóð úr 0,55% -> 0,75%

 

1. október 2020

Yfirvinna 1 og 2 skv. grein 1.5.1. verður með eftirfarandi hætti:
Yfirvinna 1, 0,9385% upp að 173,33 stundum.
Yfirvinna 2 1,0385% greiðist fyrir vinnu umfram 173,33 stundir.  Útköll á bakvöktum eru greidd með yfirvinnu 2.

  

 1. janúar 2021

Tímamóta stytting vinnuviku dagvinnufólks. Gildir fyrir alla opinbera starfsmenn, ekki bara hjúkrunarfræðinga.  Fylgiskjal 1 um samkomulag um útfærslu vinnutíma í dagvinnu tekur gildi 1. janúar 2021. Vinnutími dagvinnufólks styttist í allt að 36 stundir (lágmark 13 mín á dag ef það er val um að halda umráði yfir kaffihléum óbreyttu).

  

15. janúar 2021

Endurskoðun á reglum vegna endurgreiðslu námslána liggja fyrir.

 

1. maí 2021

Tímamóta stytting vinnuviku vaktavinnufólks. Gildir fyrir alla opinbera starfsmenn, ekki bara hjúkrunarfræðinga.  Fylgiskjal 2 um samkomulag um útfærslu vinnutíma vaktavinnufólks tekur gildi 1. maí 2021. Vinnutími vaktavinnumanna styttist í 36 klst. að lágmarki. Stytting er allt að 32 klst. vegna vægi vakta (80% starf fyrir 100% laun). Stytting gefur möguleika á hærri launum, sérstaklega hjá hjúkrunarfræðingum í hlutastarfi ef unnir eru jafn margir tímar og fyrir styttingu.  Hækkun kemur þá til vegna hærra starfshlutfalls . Hjúkrunarfræðingar í fullu starfi njóta hærra meðaltímakaups vegna óbreyttra launa fyrir minni vinnu. Umbreyting verðmæta gefur möguleika á hærra næturvaktarálagi, vaktahvata allt að 12,5% sem tekur mið að flækjustigi vakta. Nánari upplýsingar má finna á betrivinnutimi.is
Heimild til undanþágu frá nætur- og/eða bakvöktum fyrir 55 ára og eldri tekur gildi.
Heildarmat á faglegum stuðningi og verklagi því tengdu hjá stofnunum ríkisins lokið.

 

1. maí 2022

Endurskoðun á veikindakafla kjarasamnings skal lokið.

 

MIÐLUNARTILLAGA RÍKISSÁTTSEMJARA PDF

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála