Hjukrun.is-print-version

Fréttir af kjarasamningum

Kjarasamningur undirritaður þann 2. desember 2020 hefur því verið samþykktur af atkvæðabærum félagsmönnum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og hefur því gildi milli aðila.

Nánar

Samningurinn gildir frá 1. september og kemur breytt launaröðun til útborgunar í síðustu útborgun í desember 2020. Með samningnum er úthlutað fjármagni sem HH var úthlutað í úrskurði gerðardóms frá 1. september 2020.

Nánar

Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) skrifuðu undir kjarasamning miðvikudaginn 2. desember. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023.

Nánar

 

Samninganefndir 

 

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh, formaður samninganefndar
Eva Hjörtína Ólafsdóttir, kjararáðgjafi
Harpa Júlía Sævarsdóttir, sérfræðingur í kjaramálum
Brynja Dröfn Jónsdóttir, Landspítali
Sigríður Elísabet Árnadóttir, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh, formaður samninganefndar
Eva Hjörtína Ólafsdóttir, kjararáðgjafi
Harpa Júlía Sævarsdóttir, sérfræðingur í kjaramálum
Hrefna Guðmundsdóttir, hjúkrunarstjóri
Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, forstöðumaður Droplaugarstaða

 

Eldri fréttir

 
 • Fíh og SFV áttu fund í dag

  Samkomulag hefur náðst um helstu atriði nýs kjarasamnings en ágreiningur snýr að þáttum tengdum stofnanasamningum og samanburði á störfum við sambærileg störf hjá ríki. Næsti samningafundur aðila verður þriðjudaginn 1. desember.

 • Staða kjaraviðræðna við SFV

  Viðræður um nýjan kjarasamning milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) standa enn yfir. ​

 • Breytt yfirvinnuprósenta hjá ríki

  Breytingu á tvískiptingu yfirvinnu hefur verið frestað til áramóta hjá öðrum stéttum. Fjármálaráðuneyti og Fíh hafa því komist að samkomulagi um að eftirfarandi gildi fyrir hjúkrunarfræðinga hjá ríkinu frá 1. október 2020: ‐ Yfirvinnuprósenta hækkar úr 0,95% í 1,0385% af mánaðarlaunum. ‐ Tvískipting yfirvinnu frestast til áramóta.

 • Kjarasamningur við Samband íslenskra sveitarfélaga samþykktur

  Atkvæðagreiðslu um kjarasamning Fíh við Samband íslenskra sveitarfélaga er lokið og var samningurinn samþykktur með 94,44% atkvæða.

 • Fíh og Samband íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir kjarasamning

  Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir kjarasamning föstudaginn 23. október. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2020 - 31. mars 2023. Eingreiðsla verður greidd fyrir árið 2019.

 • Skrifað undir stofnanasamning við Sjúkrahúsið á Akureyri

  Samstarfsnefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) skrifaði í dag undir endurskoðaðan stofnanasamning hjúkrunarfræðinga. Samningurinn gildir frá 1. september og kemur breytt launaröðun til útborgunar 1. nóvember.

 • Staða samningaviðræðna

  Samningaviðræður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Reykjalund miðar vel áfram.

 • Samninganefnd Fíh og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu áttu samningafund í dag.

  Næsti samningafundur aðila verður föstudaginn 2. október.

 • Samningafundur við Samband íslenskra sveitarfélaga

  Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Samband íslenskra sveitarfélaga áttu samningafund í dag.

 • Endurskoðaður stofnanasamningur milli Fíh og Landspítala undirritaður 11. september

  Kynningarfundir um helstu atriði stofnanasamnings verða haldnir 15. og 16. september

 • Unnið að lögfræðiáliti um gerðardóm. Vinna er hafin við endurskoðun stofnanasamninga

  Eins og fram kom í yfirlýsingu stjórnar Fíh þann 2. september sl. er niðurstaða gerðardóms mikil vonbrigði. Strax var farið í að óska eftir lögfræðiáliti á niðurstöðu gerðardóms. Lögfræðingur Fíh vinnur nú að álitinu og er von á því nú í vikunni. Niðurstaðan verða kynnt hjúkrunarfræðingum eftir að stjórn hefur fjallað um málið.

 • Skrifað undir kjarasamning við Reykjavíkurborg

  Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Reykjavíkurborgar skrifuðu undir kjarasamning í dag 4. september 2020. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2019 - 31. mars 2023.

 • Greinargerð og niðurstaða gerðardóms

  Ríkissáttasemjari hefur birt greinargerð og úrskurð gerðardóms samkvæmt miðlunartillögu ríkissáttasemjara frá 21. júní 2020 í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs.

 • Samningafundur Fíh og Reykjarvíkurborgar

  Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Samninganefnd Reykjarvíkurborgar áttu samningafund í dag.

 • Gerðardómur

  Skipan gerðardóms um afmarkaðan hluta launaliðar kjarasamnings hjúkrunarfræðinga.

 • Miðlunartillaga samþykkt

  Atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara í máli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkisjóðs er lokið.

 • Atkvæðagreiðsla er hafin

  Atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu ríkissáttasemjara er hafin. Fíh þakkar hjúkrunarfræðingum fyrir góða þátttöku á kynningarfundum.

 • Ríkissáttasemjari leggur fram miðlunartillögu, verkfalli afstýrt

  Ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í deilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og fjármála- og efnhagsráðherra f.h. ríkissjóðs. Verkfalli sem hefjast átti 22. júní er því afstýrt og miðlunartillagan fer til kynningar og atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum Fíh og fjármála- og efnahagsráðherra.

 • Samningafundur 21. júní kl: 14:00

  Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefnd ríkisins gerðu hlé á samningaviðræðum sínum seinnipartinn í dag.

 • Staða samningaviðræðna við ríkið 16. júní 2020

  Samninganefnd Fíh og samninganefnd ríkisins funduðu í gær í kjaradeildu félagsins og ríkisins. Fundurinn var tíðindalítill og ber enn mikið á milli aðila varðandi launalið nýs kjarasamnings. Áfram verður fundað í deilunni og er næsti fundur fyrirhugaður fimmtudaginn 18. júní kl. 10.

 • Staða samningaviðræðna við ríkið 16.júní

  Samninganefnd Fíh og samninganefnd ríkisins funduðu í gær í kjaradeildu félagsins og ríkisins. Fundurinn var tíðindalítill og ber enn mikið á milli aðila varðandi launalið nýs kjarasamnings. Áfram verður fundað í deilunni og er næsti fundur fyrirhugaður fimmtudaginn 18. júní kl. 10.

 • Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfallsboðun með miklum meirihluta

  Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) tók ákvörðun þann 1. júní 2020 að efna til rafrænnar atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal hjúkrunarfræðinga sem starfa á kjarasamningi Fíh og fjármála- og efnahagsmálráðherra f.h. ríkissjóðs. Atkvæðagreiðslan hófst 2. júní kl. 20:00 og lauk 5. júní kl. 12:00. Fjöldi þeirra hjúkrunarfræðinga er starfa á ofangreindum samningi og þátt tóku í atkvæðagreiðslunni, var 2.143 eða 82,2%.

 • Hjúkrunarfræðingar, kjósið og takið afstöðu í atkvæðagreiðslu um verkfall

  Atkvæðagreiðsla Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) um verkfallsaðgerðir hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu stendur nú yfir og lýkur föstudaginn 5. júní kl. 12:00. Fíh vill hvetja hjúkrunarfræðinga til þess að taka þátt í kosningunni og lýsa þannig afstöðu sinni til verkfallsaðgerða. Kosningin fer fram á Mínum síðum á vefsvæði Fíh minar.hjukrun.is.

 • Staða kjaraviðræðna

  Fundurinn var tíðindalítill, viðræður ganga mjög hægt og ber mikið á milli aðila hvað varðar launalið nýs kjarasamnings.

 • Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Samninganefnd ríkisins (SNR) áttu fund í dag.

  Búið er að skipuleggja daglega vinnu- og samningafundi alla vikuna. Viðræðurnar eru áfram á viðkvæmu stigi og staðan verður endurmetin í vikulok.

 • Næsti samningafundur 25. maí

  Staðan er erfið og viðræðurnar eru á viðkvæmum stað en það er samtal á milli aðila og viðræður í gangi.

 • Næsti samningafundur 20. maí

  Samninganefnd Félags íslenskra hjúkunarfræðinga (Fíh) og Samninginganefnd ríkisins (SNR) áttu fund mánudaginn 18. maí. Það var óformlegur vinnufundur í dag sem lauk síðdegis. Næsti samningafundur er boðaður miðvikudaginn 20. maí kl:11:00.

 • Niðurstöður könnunar Fíh um viðhorf hjúkrunarfræðinga hjá ríkinu

  Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga þakkar hjúkrunarfræðingum fyrir þátttökuna í könnun á viðhorfum hjúkrunarfræðinga til kjarasamnings. Könnunin var gerð af Maskínu fyrir Fíh dagana 7.10. maí og voru alls 1894 sem svöruðu könnuninni eða um 66% þeirra sem fengu hana senda.

 • Næsti samningafundur 18. maí

  Fundi samninganefndar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Samninganefndar ríkisins lauk síðdegis. Næsti samningafundur hefur verið boðaður mánudaginn 18. maí kl 13:30.

 • Næsti samningafundur 14. maí

  Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Samninganefnd ríkisins áttu sinn þriðja fund eftir að kjarasamningur hjúkrunarfræðinga við ríki var felldur þann 29. apríl sl.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála