Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Fréttir af kjarasamningum

Skipan gerðardóms um afmarkaðan hluta launaliðar kjarasamnings hjúkrunarfræðinga.

Nánar

Atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara í máli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkisjóðs er lokið.

Nánar

Atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu ríkissáttasemjara er hafin. Fíh þakkar hjúkrunarfræðingum fyrir góða þátttöku á kynningarfundum.

Nánar

 

Samninganefndir 

 

Gunnar Helgason, sviðstjóri kjara- og réttindasviðs Fíh, formaður samninganefndar
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh
Eva Hjörtína Ólafsdóttir, kjararáðgjafi
Harpa Júlía Sævarsdóttir, sérfræðingur í kjaramálum
Brynja Dröfn Jónsdóttir, Landspítali
Sigríður Elísabet Árnadóttir, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Gunnar Helgason, sviðstjóri kjara- og réttindasviðs Fíh, formaður samninganefndar
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh
Eva Hjörtína Ólafsdóttir, kjararáðgjafi
Harpa Júlía Sævarsdóttir, sérfræðingur í kjaramálum
Aníta Elínardóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Heimaþjónustu Reykjavíkur
Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, forstöðumaður Droplaugarstaða

 

Eldri fréttir

 
 • Ríkissáttasemjari leggur fram miðlunartillögu, verkfalli afstýrt

  Ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í deilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og fjármála- og efnhagsráðherra f.h. ríkissjóðs. Verkfalli sem hefjast átti 22. júní er því afstýrt og miðlunartillagan fer til kynningar og atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum Fíh og fjármála- og efnahagsráðherra.

 • Samningafundur 21. júní kl: 14:00

  Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefnd ríkisins gerðu hlé á samningaviðræðum sínum seinnipartinn í dag.

 • Verkfall og kjaraviðræður: upplýsingafundir fyrir hjúkrunarfræðinga

  Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, 105 Reykjavík

 • Staða samningaviðræðna við ríkið 16. júní 2020

  Samninganefnd Fíh og samninganefnd ríkisins funduðu í gær í kjaradeildu félagsins og ríkisins. Fundurinn var tíðindalítill og ber enn mikið á milli aðila varðandi launalið nýs kjarasamnings. Áfram verður fundað í deilunni og er næsti fundur fyrirhugaður fimmtudaginn 18. júní kl. 10.

 • Staða samningaviðræðna við ríkið 16.júní

  Samninganefnd Fíh og samninganefnd ríkisins funduðu í gær í kjaradeildu félagsins og ríkisins. Fundurinn var tíðindalítill og ber enn mikið á milli aðila varðandi launalið nýs kjarasamnings. Áfram verður fundað í deilunni og er næsti fundur fyrirhugaður fimmtudaginn 18. júní kl. 10.

 • Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfallsboðun með miklum meirihluta

  Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) tók ákvörðun þann 1. júní 2020 að efna til rafrænnar atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal hjúkrunarfræðinga sem starfa á kjarasamningi Fíh og fjármála- og efnahagsmálráðherra f.h. ríkissjóðs. Atkvæðagreiðslan hófst 2. júní kl. 20:00 og lauk 5. júní kl. 12:00. Fjöldi þeirra hjúkrunarfræðinga er starfa á ofangreindum samningi og þátt tóku í atkvæðagreiðslunni, var 2.143 eða 82,2%.

 • Hjúkrunarfræðingar, kjósið og takið afstöðu í atkvæðagreiðslu um verkfall

  Atkvæðagreiðsla Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) um verkfallsaðgerðir hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu stendur nú yfir og lýkur föstudaginn 5. júní kl. 12:00. Fíh vill hvetja hjúkrunarfræðinga til þess að taka þátt í kosningunni og lýsa þannig afstöðu sinni til verkfallsaðgerða. Kosningin fer fram á Mínum síðum á vefsvæði Fíh minar.hjukrun.is.

 • Staða kjaraviðræðna

  Fundurinn var tíðindalítill, viðræður ganga mjög hægt og ber mikið á milli aðila hvað varðar launalið nýs kjarasamnings.

 • Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Samninganefnd ríkisins (SNR) áttu fund í dag.

  Búið er að skipuleggja daglega vinnu- og samningafundi alla vikuna. Viðræðurnar eru áfram á viðkvæmu stigi og staðan verður endurmetin í vikulok.

 • Næsti samningafundur 25. maí

  Staðan er erfið og viðræðurnar eru á viðkvæmum stað en það er samtal á milli aðila og viðræður í gangi.

 • Næsti samningafundur 20. maí

  Samninganefnd Félags íslenskra hjúkunarfræðinga (Fíh) og Samninginganefnd ríkisins (SNR) áttu fund mánudaginn 18. maí. Það var óformlegur vinnufundur í dag sem lauk síðdegis. Næsti samningafundur er boðaður miðvikudaginn 20. maí kl:11:00.

 • Niðurstöður könnunar Fíh um viðhorf hjúkrunarfræðinga hjá ríkinu

  Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga þakkar hjúkrunarfræðingum fyrir þátttökuna í könnun á viðhorfum hjúkrunarfræðinga til kjarasamnings. Könnunin var gerð af Maskínu fyrir Fíh dagana 7.10. maí og voru alls 1894 sem svöruðu könnuninni eða um 66% þeirra sem fengu hana senda.

 • Næsti samningafundur 18. maí

  Fundi samninganefndar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Samninganefndar ríkisins lauk síðdegis. Næsti samningafundur hefur verið boðaður mánudaginn 18. maí kl 13:30.

 • Næsti samningafundur 14. maí

  Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Samninganefnd ríkisins áttu sinn þriðja fund eftir að kjarasamningur hjúkrunarfræðinga við ríki var felldur þann 29. apríl sl.

 • Könnun vegna kjarasamninga hjúkrunarfræðinga við ríki

  Fíh vill afla frekari upplýsinga um skoðun hjúkrunarfræðonga á kjarasamningnum. Því hefur könnun verið send á þá hjúkrunarfræðinga sem starfa samkvæmt þeim samningi.

 • Samningafundur 6. maí

  Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Samninganefnd ríkisins áttu fund í dag. Um var að ræða annan fund aðila eftir að kjarasamningur hjúkrunarfræðinga var felldur í síðustu viku. Á fundinum var farið yfir ný gögn frá báðum aðilum og næstu skref rædd.

 • Fundur með trúnaðarmönnum hjúkrunarfræðinga á stofnunum ríkisins 5. maí kl 14:30

  Samningnefnd Fíh boðar trúnaðarmenn hjúkrunarfræðinga á stofnunum ríkisins til fundar á Grand hótel, í Gullteigi, þriðjudaginn 5. maí kl. 14.30.

 • Niðurstaða atkvæðagreiðslu um kjarasamning Fíh við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs

  Atkvæðagreiðsla vegna kjarasamninga Fíh við fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs fór fram dagana 20. apríl kl. 12:00 til 29. apríl kl. 12:00. Á kjörskrá voru 2.859, eða þeir hjúkrunarfræðingar sem fengið höfðu laun skv. kjarasamningi félagsins við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs frá 1. apríl 2019 - 31. mars 2020. Alls tóku 2.288 þátt í kosningunum eða 80,03%.

 • 15 staðreyndir um nýjan kjarasamning hjúkrunarfræðinga

  Í ljósi umræðna undanfarna daga um nýundirritaðan samning Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) við ríkið er nauðsynlegt að árétta helstu atriði hans við hjúkrunarfræðinga til að draga úr frekari misskilningi og rangfærslum.

 • Samningafundur með Reykjarvíkurborg

  Samningafundur með Reykjarvíkurborg

 • Kynningarfundur gærdagsins aðgengilegur

  Kynningarfundur vegna kjarasamninga, sem haldinn var mánudaginn 20. apríl, er aðgengilegur á mínum síðum.

 • Vefur um breytingar á vinnutíma: möguleiki á að reikna út áhrif kerfisbreytinga á laun og starfskjör

  Ný kynningarsíða um breytingar á vinnutíma hjá dag- og vaktavinnufólki sem taka gildi árið 2021 er nú orðin aðgengileg á betrivinnutimi.is. Á þessum vef er farið yfir mögulegar útfærslur á styttingu vinnutíma dagvinnufólks sem verða útfærðar á hverri stofnun fyrir sig og þær breytingar sem verða á vinnufyrirkomulagi vaktavinnufólks.

 • kjarasamningar@hjukrun.is

  Öllum fyrirspurnum sem berast til kjarasamningar@hjukrun.is verður svarað persónulega á næstu dögum og einnig hvetjum við félagsmenn til að sækja kjarafundina og minnum á þann fyrsta sem er í dag kl 16:30 á Mínum síðum.

 • Kynningarefni um kjarasamning komið inn á Mínar síður

  Kynningarefni um nýjan kjarasamning Fíh við ríkið er nú aðgengilegt á Mínum síðum undir flipanum Kjarasamningar 2020. Fíh vill biðjast afsökunar á þeim töfum sem orðið hafa á birtingunni.

 • Kynningarefni vegna kjarasamnings birtist á mínum síðum kl 14:00

  Vegna tæknilegra vandamála frestast opnun kynningarefnis vegna kjarasamnings á mínum síðum frá kl: 12:00 til kl: 14:00 í dag.

 • Nýr kjarasamningur við ríkið: kynningarefni

  Samninganefnd Fíh og Samninganefnd ríkisins skrifuðu undir nýjan kjarasamning við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs á föstudaginn langa. Kynningarefni til hjúkrunarfræðinga er aðgengilegt á Mínum síðum. Til þess að komast inn á síðuna þarf rafræn skilríki eða Íslykil.

 • Skrifað undir kjarasamning við ríkið 10.apríl

  Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Samninganefnd ríkisins skrifuðu undir kjarasamning í dag kl 18:00. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2019 - 31.mars 2023.

 • Næsti samningafundur 8.apríl

  Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Samninganefnd ríksins áttu fund undir stjórn Ríkisáttasemjara í dag. Fundi var slitið um kl 16:00 og verður næsti fundur miðvikudaginn 8. apríl

 • Næsti samningafundur 7. apríl

  Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Samninganefndar ríkisins (SNR) áttu samningafund í dag undir stjórn ríkissáttasemjara.

 • Samningafundur 6. apríl

  Samningafundur milli samninganefndar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Samninganefndar ríkisins (SNR) hefur verið settur mánudaginn 6. apríl kl: 10:30.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála