Hjukrun.is-print-version

Vellíðan í vinnu

Í kjölfar #metoo byltingarinnar er ljóst að nauðsynlegt er að setja skýrari mörk í samskiptum svo ljóst verði hvers konar hegðun er óásættanleg.

Vellíðan í vinnu er mikilvæg. Starfsumhverfið á að vera þannig að það auki vellíðan á vinnustað og byggi góðan starfsanda. Á góðum vinnustað á að ríkja gagnkvæm virðing, traust, umburðarlyndi og jafnræði.

Hvað er óæskileg hegðun og áreiti og hvernig getur sá sem verður fyrir slíku brugðist við?


Reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum

  

Hvað er einelti?

Einelti er síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir.

Þolandi

 • Þú berð ekki ábyrgð á hegðun annarra
 • Þú átt rétt að komið sé fram við þig af kurteisi
 • Þú átt rétt á að mörk þín séu virt
 • Leitaðu ráða hjá þeim sem þú treystir
 • Ef þú kvartar undan óæskilegri hegðun á vinnustað reyndu þá að lýsa atvikum á hlutlægan hátt
 • Þú átt rétt að þurfa ekki að ræða við geranda

Eftir að kvörtun hefur verið lögð fram getur tekið við erfiður tími. Leitaðu óhikað stuðnings.

Vitni

 • Finna að framkomu gerenda
 • Ræða við þolanda og bjóða stuðning
 • Ræða við yfirmann, mannauðsstjóra
 • Hafa í huga: versti kostur er að gera ekkert

Hvað er kynferðisleg áreitni?

Kynferðisleg áreitni er hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg. Birtingarmynd kynferðislegrar áreitni getu verið á marga vegu:

Líkamleg áreitni: Óvelkomin snerting, faðmlög eða kossar.

Áreitni með orðum: Kynferðislegar athugasemdir eða brandarar, óviðeigandi boð um að fara á stefnumót, óviðeigandi spurningar um einkalíf, eða athugasemdir um útlit sem misbjóða viðkomandi.

Óorðuð áreitni: Óviðeigandi eða ógnandi störur eða augnatillit; að fá sent eða vera sýnt kynferðislegt efni; einhver sýnir sig eða líkama sinn á óviðeigandi hátt; að vera neyddur til að horfa á klámfengið efni andstætt eigin óskum.

Stafræn áreitni: Fá send óvelkomin kynferðisleg skilaboð í gegnum tölvu eða símaskilaboð, óviðeigandi framkoma á vefsíðum eða samfélagsmiðlum sem misbjóða viðkomandi.

Þolandi

 • Þú berð ekki ábyrgð á hegðun annarra
 • Þú átt rétt að komið sé fram við þig af kurteisi
 • Þú átt rétt á að mörk þín séu virt
 • Leitaðu ráða hjá þeim sem þú treystir
 • Ef þú kvartar undan óæskilegri hegðun á vinnustað reyndu þá að lýsa atvikum á hlutlægan hátt
 • Þú átt rétt að þurfa ekki að ræða við geranda

Eftir að kvörtun hefur verið lögð fram getur tekið við erfiður tími. Leitaðu óhikað stuðnings.

Vitni

 • Finna að framkomu gerenda
 • Ræða við þolanda og bjóða stuðning
 • Ræða við yfirmann, mannauðsstjóra
 • Hafa í huga: versti kostur er að gera ekkert

Hvað er kynbundin áreitni?

Kynbundin áreitni er er hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi. Birtingarmyndir kynbundinnar áreitni geta verið:

Athafnir: Kynbundin launamunur, framgangur í starfi, úthlutun verkefna.

Orðbundið: Vísa í hefðbundin kynjahlutverk, athugasemdir eða brandarar. Athugasemdir varðandi útlit. Gera lítið úr starfshlutverki, menntun, beint eða með bröndurum. Neikvæðar alhæfingar eða brandarar byggðir á kynferði.

Hengja upp eða dreifa myndefni eða öðru efni sem er niðurlægjandi og á kostnað kyns.

Þolandi

 • Þú berð ekki ábyrgð á hegðun annarra
 • Þú átt rétt að komið sé fram við þig af kurteisi
 • Þú átt rétt á að mörk þín séu virt
 • Leitaðu ráða hjá þeim sem þú treystir
 • Ef þú kvartar undan óæskilegri hegðun á vinnustað reyndu þá að lýsa atvikum á hlutlægan hátt
 • Þú átt rétt að þurfa ekki að ræða við geranda

Eftir að kvörtun hefur verið lögð fram getur tekið við erfiður tími. Leitaðu óhikað stuðnings.

Vitni

 • Finna að framkomu gerenda
 • Ræða við þolanda og bjóða stuðning
 • Ræða við yfirmann, mannauðsstjóra
 • Hafa í huga: versti kostur er að gera ekkert

Ofbeldi

er hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir henni verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennd svipting frelsis.

 

Þolandi

 • Þú berð ekki ábyrgð á hegðun annarra
 • Þú átt rétt að komið sé fram við þig af kurteisi
 • Þú átt rétt á að mörk þín séu virt
 • Leitaðu ráða hjá þeim sem þú treystir
 • Ef þú kvartar undan óæskilegri hegðun á vinnustað reyndu þá að lýsa atvikum á hlutlægan hátt
 • Þú átt rétt að þurfa ekki að ræða við geranda

Eftir að kvörtun hefur verið lögð fram getur tekið við erfiður tími. Leitaðu óhikað stuðnings.

Vitni

 • Finna að framkomu gerenda
 • Ræða við þolanda og bjóða stuðning
 • Ræða við yfirmann, mannauðsstjóra
 • Hafa í huga: versti kostur er að gera ekkert

Reglugerð um um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum byggir á vinnuverndarlögum, lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Í þeim segir að atvinnurekendur beri ábyrgð á starfsumhverfinu í heild og skulu tryggja heilsusamlegar og öruggar vinnuaðstæður á vinnustaðnum út frá margvíslegum sjónarmiðum. Þetta á að gera m.a. með því að gera skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað. 

Þegar að yfirmanni berst ábending eða kvörtun um einelti, áreitni eða ofbeldi á vinnustað. Skal hann bregðast við eins fljótt og kostur er. Það sama gildir þegar rökstuddur grunur er um að einelti eða önnur ótilhlýðileg háttsemi í garð starfsmanna eða stjórnenda á sér stað innan vinnustaðarins. Atvinnurekandi skal grípa til viðeigandi ráðstafana og fylgja því eftir að einelti endurtaki sig ekki á vinnustaðnum.

Starfsmaður sem hefur orðið fyrir eða hefur vitneskju um einelti, áreitni eða ofbeldi á vinnustað er hvattur til að upplýsa atvinnurekanda eða vinnuverndarfulltrúa vinnustaðarins um það. Starfsmaðurinn þarf að vera reiðubúinn að skýra mál sitt nánar ef ástæða þykir til. Ef um alvarlegt ofbeldi/áreitni er að ræða er þolandi hvattur til að kæra slíkt til lögreglu.

Vinnueftirlitið hefur eftirlit með framkvæmd vinnuverndarlaganna. Á vef eftirlitsins má finna efni sem inniheldur greinagóðar upplýsingar um einelti og kynferðislega áreitni, hvernig það birtist og viðbrögð við því. Vinnueftirlitið er hlutlaus aðili og tekur aldrei beinan þátt í úrlausn mála innan vinnustaðar. Vinnueftirlitið hefur leiðbeinandi hlutverk og eftirlitsskyldu í en er ekki úrskurðaraðili um hvort einelti, áreitni eða ofbeldi hafi átt sér stað. Stofnuninni ber að stuðla að og efla forvarnir t.d. með leiðbeiningum og fræðslu og sjá til þess að atvinnurekandi grípi til viðeigandi úrbóta í vinnuumhverfinu þegar við á. 

Ábyrgð þess að einelti verði upprætt er alfarið hjá atvinnurekanda. Vinnueftirlitið skal þó sjá til þess að atvinnurekandi grípi til viðeigandi úrbóta ef hann hefur ekki sinnt skyldum sínum á viðunandi hátt hvað varðar öryggi og heilbrigði á vinnustað. Ef starfsmaður hefur kvartað undan einelti, áreitni eða ofbeldi á vinnustað til atvinnurekanda og atvinnurekandinn hefur ekkert gert í málinu eða gripið til ófullnægjandi úrræða þá er hægt að kvarta undir nafni til Vinnueftirlitsins með því að fylla útform með kvörtun um einelti eða samskiptavanda á vinnustað. Starfsmaður getur samt sem áður óskað sérstaklega eftir nafnleynd.

Bæklingar vinnueftirlitsins

Kynbundin og kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum

Kynbundin og kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum

Enginn á að sætta sig við einelti, áreitni, ofbeldi

Enginn á að sætta sig við einelti, áreitni, ofbeldi

Sættum okkur ekki við einelti, áreitni, ofbeldi

Sættum okkur ekki við einelti, áreitni, ofbeldi

Einelti og kynferðisleg áreitni: Forvarnir og viðbrögð

Einelti og kynferðisleg áreitni: Forvarnir og viðbrögð

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála