Prenta síðu

Launauppbót//

  

Orlofsuppbót 2017


Orlofsuppbót á árinu 2017 er skv. kjarasamningum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga með eftirfarandi hætti:

Ríki, Reykjalundur og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu:      46.500 kr. 
Reykjavíkurborg:
46.500 kr.
Samband íslenskra sveitafélaga:
49.000 kr. 

 

Hinn 1. júní ár hvert skal starfsmaður sem er í starfi til 30. apríl næst á undan fá greidda sérstaka eingreiðslu, orlofsuppbót, er miðast við fullt starf næstliðið orlofsár. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma.

Hafi starfsmaður látið af störfum á orlofsárinu vegna aldurs eða eftir a.m.k. 3 mánaða (13 vikna) samfellt starf á orlofsárinu, skal hann fá greidda orlofsuppbót hlutfallslega miðað við unninn tíma og starfshlutfall. Sama gildir ef starfsmaður var frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu stofnunar lýkur eða vegna fæðingarorlofs allt að 6 mánuðum.

Dæmi um orlofsuppbót hjá tímavinnufólki: 
Hjúkrunarfræðingur í tímavinnu hefur unnið t.d. samtals 555 stundir á árinu. Til að fá fulla orlofsuppbót hefði hann þurft að vera búinn að skila 1.504 vinnustundum. Þar sem hann var búinn að skila 555 stundum fær hann hlutfall af orlofsuppbótinni eða 555 / 1.504 = 36,9%.

 

 
Desemberuppbót 2017 (persónuuppbót)


Hjúkrunarfræðingar skulu fá greidda desemberuppbót 1. desember ár hvert miðað við fullt starf tímabilið 1. janúar til 31. október. Hafi hjúkrunarfræðingur gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári, skal hann fá greitt miðað við starfhlutfall á framangreindu tímabili, þó þannig að hann hafi starfað samfellt a.m.k. frá 1. september það ár.
Hjúkrunarfræðingur sem látið hefur af starfi verður þó að hafa skilað minnst 3 mánaða (13 vikna) starfi til að fá greidda desemberuppbót.

Hún er með eftirfarandi hætti í ár:

Ríki, Reykjalundur og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu:        89.000 kr.
Reykjavíkurborg:
  94.300 kr.
Samband íslenskra sveitafélaga:
103.000.kr. 

 

Dæmi um desemberuppbót hjá tímavinnufólki:
Hjúkrunarfræðingur í tímavinnu sem unnið hefur samtals 555 stundir á árinu: Til að fá fulla desemberuppbót hefði hann þurft að vera búinn að skila 1504 vinnustundum. Þar sem hann var búinn að skila 555 stundum fær hann hlutfall af desemberuppbótinni 555 / 1504 = 36,9%. Það þýðir að hjúkrunarfræðingur starfandi skv. kjarasamningi ríkis, sjálfseignarstofnana eða Reykjalundar fær 32.841 kr., hjúkrunarfræðingur starfandi skv. kjarasamningi við Reykjavíkurborg fær 34.797 kr. og hjúkrunarfræðingur starfandi skv. kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga fær 38.007 kr.