Prenta síðu

Auglýsingar//

  

Tímaritið


Tímarit hjúkrunarfræðinga er málgagn félagsmanna í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og í því er reynt að endurspegla ólíkar skoðanir og viðhorf til hjúkrunar. Ritstjórnin leggur metnað sinn í að allir félagsmenn þess finni þar efni sér til gagns, fróðleiks og ánægju. Margt í blaðinu á einnig erindi til almennings. Til dæmis lesa aðrir heilbrigðisstarfsmenn, blaðamenn og alþingismenn blaðið.


Tímarit hjúkrunarfræðinga eingöngu gefið út rafrænt. Blaðið er hannað fyrir spjaldtölvu en einnig verður gerð útgáfa fyrir snjallsíma. Tölublöðin verða gefin út í smáforriti sem hver sem er getur sótt og blaðið er ókeypis. Eins er hægt að lesa blaðið í vafra á heimasíðu félagsins.


AuglýsingarGert er ráð fyrir að allar auglýsingar verði í sömu stærð sem er einn skjár, og takmarkaður fjöldi auglýsinga er í hverju blaði svo hver auglýsing sést vel. Hægt er að hafa í auglýsingunni virkar slóðir þannig að lesandinn flyst á vef auglýsanda þar sem getur verið aukaefni, myndbönd o.fl.


Tímarit hjúkrunarfræðinga er gefið út fimm sinnum á ári. Hægt er að gera langtímasamning með afslætti þar sem sama eða samskonar auglýsing birtist þrisvar eða oftar.


Tæknilegar upplýsingar


Auglýsingastærð er 1536x2048 pixlar. Að auki er gott en ekki nauðsynlegt að skila símaútgáfu í stærð 640x960 pixlar. Auglýsing í A4 gerð fyrir prentmiðil er stundum nothæf en best er að láta gera sérstakar útgáfur þannig að hlutföll og hönnun miðast við skjástærð. Athugið að ekki er heppilegt að hafa mikinn texta með smáu letri í símaútgáfunni.


Guðrún Andrea Guðmundsdóttir sér um að safna auglýsingum fyrir Tímarit hjúkrunarfræðinga.
Síminn hennar er 540 6412 og netfangið gudrun@hjukrun.is.