Prenta síðu

Leiðbeiningar til höfunda//


 

Leiðbeiningar til höfunda ritrýndra fræðigreina


Verkferli

Handrit að fræðigreinum skulu send rafrænt á ritstjori@hjukrun.is.


Einn höfundanna þarf að vera ábyrgur fyrir samskiptum við tímaritið og nafn hans þarf að koma fram í netskeyti með handritinu.

Mælt er með að ábyrgur höfundur lesi kafla 8 í APA Publication Manual, 6. útgáfu, áður en handriti er skilað inn. Nauðsynlegt er að lesa vel leiðbeiningar til höfunda ritrýndra fræðigreina, bls. 1-4.


Leiðbeiningar til höfunda ritrýndra fræðigreina
Eyðublað með upplýsingum um höfund sem senda þarf með handriti

Gátlisti fyrir ritrýnda fræðigrein


Sjá umfjöllun um fylgibréf og um þetta eyðublað í leiðbeiningum til höfunda. Vistið eyðublaðið undir nafni "Höfundur_styttur titill". Styttur titill er sá sami og notaður er efst í hægri horni handrits.

Einnig er mælst til þess að höfundur kynni sér leiðbeiningar til höfunda fræðslugreina


Auk þess er gott að styðjast við eftirfarandi leiðbeiningar við frágang handrits: Textafrágangur

Að lokum er það góð hugmynd að lesa einnig leiðbeiningar til ritrýna en umsögn ritrýna mun byggjast á þeim.Ferlið við ritrýni er eftirfarandi 

 • Handrit berst
 • Svarbréf til höfunda innan viku frá því handrit berst
 • Frá ritstjóra til RRG í síðasta lagi viku frá því að handrit berst
 • Frá RRG til ritstjóra í síðasta lagi þrem vikum eftir að handrit berst til tímaritsins (tvær vikur frá fyrirspurn ritstjóra). Þar kemur fram hvort handritinu er hafnað strax eða fari í ritrýni. Ef handritið fer í ritrýni skal tilnefna tvo ritrýna og einn til tvo til vara.  RRG lætur ritstjóra vita hvar tilnefndir ritrýnar vinna og póstfang ef RRG hefur það tiltækt
 • Ritstjóri sendir svar til höfunda sé grein hafnað innan fjögurra vikna frá því upprunalegt  handrit berst
 • Ritstjóri sendir fyrirspurn til væntanlegra ritrýna innan fjögurra vikna frá því handrit barst
 • Hafi væntanlegir ritrýnar ekki svarað innan viku skal ítreka fyrirspurn og hringja í viðkomandi ef tölvupósti er ekki svarað
 • Séu fimm vikur liðnar frá því handrit barst og  ekki hafa fengist ritrýnar skal allur þungi lagður á að fá ritrýna. RRG og ritstjóri vinni hratt saman að því og finna ritrýni  innan viku
 • Handrit og leiðbeiningar séu ávallt komnar í hendur ritrýna 7 vikum eftir að handrit barst upphaflega.  Ritrýnir hefur 3 vikur til að skrifa rýnina
 • Tveim vikum  (9 vikum eftir að handrit barst) eftir að ritrýni hefur verið sent handritið fær hann áminningu í tölvupósti þar sem fram kemur að hann hafi eina viku til að ljúka ritrýninni
 • Ritrýnir skal skila ritrýni til ritstjóra 10 vikum eftir að handrit barst upphaflega
 • Ritstjóri sendir umsagnir ritrýna til RRG.  Báðar í einu
 • RRG hefur tvær vikur til að ákveða niðurstöðu
 • 12 vikum eftir að handrit barst upphaflega hefur ritstjóra borist handrit frá RRG og tillögur að bréfi til höfundar
 • Þegar 13 vikur eru liðnar frá því handrit barst skal ritstjóri vera búinn að svara höfundi
 • Hafi handrit ekki borist frá ritrýnum eftir 12 vikur skal höfundi  tilkynnt um það
 • Höfundar hafa þrjá mánuði til að yfirfara handrit
 • Handriti skilað til ritstjóra aftur

Ofangreindir liðir eru endurteknir þannig að ekki líði meir en fimm vikur frá því handrit kemur aftur þar til vinnslu þess hjá tímaritinu er lokið.Leiðbeiningar til höfunda fræðslugreina


Hjúkrunarfræðingar eru hvattir til þess að senda inn fræðslugreinar til birtingar í Tímariti hjúkrunarfræðinga. Fræðslugreinar fjalla um margvísleg viðfangsefni hjúkrunar. Þær ættu að endurspegla fjölbreytt viðfangsefni hjúkrunarfræðinga, menningarlegan margbreytileika í hjúkrun og þróun hjúkrunar. Æskilegt er að handrit að fræðslugrein sé ekki lengri en 3000 orð.

Að neðan er hægt að sækja leiðbeiningar um ritun fræðslugreina og gátlista sem ritnefnd notar við yfirferð handrits

 

Sækja gátlista fyrir fræðslugrein
Sækja leiðbeiningar um ritun fræðslugreina