Prenta síðu

Ritrýndar greinar//Til að bæta aðgengi að ritrýndum greinum Tímarits hjúkrunarfræðinga hefur verið sett sér aðgengi að safni ritrýndra greina á vef Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Nú þegar er hægt að nálgast yfirlit yfir ríflega 50 útdrætti ritrýndra greina, eða allt frá árinu 2010 til dagsins í dag, og slóð á greinarnar. Þetta er fyrsti þátturinn til að bæta aðgengi að ritrýndum greinum á netinu og er hluti af þróun vefsins. Áætlað er að bæta enn frekar við safnið fjölmörgum ritrýndum greinum sem áður hafa verið gefnar út. Héðan í frá verða allir útdrættir settir á vefinn og það auðveldar leit félagsmanna og annarra að útgefnu efni félagsins. Unnið er að umbótum á vef félagsins og er þetta liður í þeirri þróun.

  

22. jún. 2017//

Notkun FINDRISK-matstækisins til að meta hættu á sykursýki af tegund 2

Jóhanna Margrét Ingvadóttir, Háskólanum á Akureyri Árún K. Sigurðardóttir, Háskólanum á Akureyri

1. tbl. 2017//

Notkun FINDRISK-matstækisins til að meta hættu á sykursýki af tegund 2

Megindleg rannsókn
Jóhanna Margrét Ingvadóttir og Árún K. Sigurðardóttir

Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna: a) hve stórt hlutfall af ákveðnu úrtaki er í hættu á að fá sykursýki 2, b) að fá upplýsingar um hagnýtt notagildi FINDRISK-matstækisins.