Hjukrun.is-print-version

Sendu okkur línu

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Brjóstagjöf nýbura á Íslandi

Samanburður á brjóstagjöf barna sem útskrifast af vökudeild og af kvennadeild Landspítala

Rakel Björg Jónsdóttir, Landspítala
Arna Skúladóttir, Landspítala


Tilgangur þessarar rannsóknar var að lýsa brjóstagjöf barna við heimferð af nýburagjörgæsludeild og við fjögurra mánaða aldur og athuga hvort fæðingarþyngd barns hafi haft áhrif á gang og árangur brjóstagjafar. Rannsóknin var unnin á nýburagjörgæsludeild Landspítala á þriggja mánaða tímabili.

Þátttakendur voru foreldrar 62 af 84 börnum sem útskrifuðust á rannsóknartímabilinu. Gögnum um næringu barnanna og lýðfræðilegum upplýsingum fjölskyldunnar var safnað með spurningalistum sem sendir voru til foreldra. 

Niðurstöður sýndu að 76% barnanna fengu eingöngu brjóstamjólk við útskrift. Sum drukku hana eingöngu af brjósti, önnur drukku hana hvort tveggja af brjósti og úr pela og enn önnur drukku brjóstamjólkina eingöngu úr pela. Nánast öll börnin, eða 92%, fengu einhverja brjóstamjólk við heimferð. Börn með fæðingarþyngd 2500 g eða yfir voru frekar líklegri til að drekka alla brjóstamjólkina af brjósti (70%) við heimferð en börn með lægri fæðingarþyngd (31%). Ekki var tölfræðilega marktækur munur eftir þyngd á fjölda barna sem drukku eingöngu brjóstamjólk við heimferð. Við fjögurra mánaða aldur drakk 61% barnanna enn eingöngu af brjósti, ekkert barn fékk brjóstamjólk úr pela og 5% fengu blöndu af brjóstaog pelagjöfum. Fleiri börn með fæðingarþyngd undir 2500 g voru hætt að drekka af brjósti við fjögurra mánaða aldur (50%) en þyngri börnin (27%). Niðurstöður sýna að ef barn drakk ekki brjóstamjólkina af brjósti við heimferð var líklegra að það væri hætt að fá brjóstamjólk við fjögurra mánaða aldur. Þessar niðurstöður benda til mikilvægis þess að börn séu farin að drekka af brjósti við heimferð og að huga þurfi að auknum stuðningi við brjóstagjöf eftir heimferð til foreldra barna með lága fæðingarþyngd (undir 2500 g). Einnig benda niðurstöðurnar til þess að skoða þurfi sérstaklega þann möguleika að brjóstagjöf með ábót úr pela sé vel ásættanleg í sumum tilvikum.

Lykilorð: 
Fyrirburar, brjóstagjöf, nýburagjörgæsludeild.

4. tbl. 2010: Brjóstagjöf nýbura á Íslandi: Samanburður á brjóstagjöf barna sem útskrifast af vökudeild og af kvennadeild Landspítala

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Pistlar og viðtöl

Forvarnir og fræðsla

Siðfræði

Við getum aðeins þrifist vel og búið við farsæld ef annað í kringum okkur, fólk, dýr, jurtir, land, vatn og haf, þrífst einnig vel. Allir geta gert eitthvað, hver starfsstétt, hver fjölskylda, hver einstaklingur. „Gefum af okkur – sýnum góðvild og samkennd.“ Veldu þér stað og hlutverk og taktu þátt í endurreisninni.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Fjöldi fallegra mynda barst í ljósmyndasamkeppni Tímarits hjúkrunarfræðinga fyrir þetta tölublað frá íslenskri náttúru, furðuverur úr steini og hjúkrunarfræðingum að störfum.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Covid-19

Vinnumarkaður

Covid-19

Hvernig er að vera íslenskur hjúkrunarfræðingur sem talar ensku, norsku og sænsku, vera búsett í Finnlandi en vinna í Noregi af því ég verð að vera talandi á finnsku til að fá vinnu í Finnlandi?

Nánar

Fræðigreinar

 • Heimili hrumra eldri borgara sem þiggja heilbrigðisþjónustu: yfirlitsgrein

  Kristín Björnsdóttir
  Tilgangur þessarar greinar er að endurskoða hugmyndir um heimilið sem umhverfi sem mótar vellíðan og möguleika hrumra eldri borgara til að líða vel. Greinin byggist á fjölfaglegri umfjöllun um heimili þar sem hugmyndir, hugtök og skilningur sem mótað hafa umfjöllun um heimili fólks, sérstaklega hrumra eldri borgara, voru greindar og skýrðar.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • „Ég er einhvern veginn með metnaðinn í botni.“

  Sandra Sif Gunnarsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir.

  Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu og dýpka skilning á reynslu ungra hjúkrunarfræðinga, sem tilheyra Y-kynslóðinni (fæddir 1980–2000), af aðstoðardeildarstjórastarfi.

  Fagið

  Stjórnun

  Stuðningur

  Ritrýnd grein

 • Hvað á ég að gera — hvert á ég að snúa mér?

  Fjóla Sigríður Bjarnadóttir, Kristín Þórarinsdóttir og Margrét Hrönn Svavarsdóttir

  Öldruðum fjölgar og óformlegir umönnunaraðilar, makar eða dætur veita um þriðjungi eldri borgara á Íslandi aðstoð. Umönnunarálag getur gert vart við sig hjá aðstandendum og haft neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu en rannsóknir hafa sýnt að draga má úr því með stuðningi og fræðslu. Tilgangur rannsóknarinnar var að lýsa reynslu dætra af því að vera aðstandendur aldraðra foreldra með minnkaða færni og lýsa þörf þeirra fyrir fræðslu.

  Fagið

  Ritrýnd grein

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála