Fjölskyldur einstaklinga með heilabilun
Kristín G. Sigurðardóttir, Heilbrigðisstofnun Austurlands
Erla Kolbrún Svavarsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala
Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna ávinning fyrir fjölskyldur einstaklinga með heilabilun sem búa heima af hjúkrunarmeðferð sem byggist á meðferðarsamræðum. Stuðst var við Calgary fjölskyldumats- og meðferðarlíkanið þar sem meginstoðirnar eru að veikindi séu viðfangsefni fjölskyldna og snerti alla innan hennar. Viðhorf og samskipti fjölskyldunnar eru grundvöllur meðferðarinnar. Kannað var hvort samræður við hjúkrunarfræðing veittu þátttakendum upplifun um stuðning. Einnig var skoðað hvort fjölskylduvirkni þátttakenda breytist eftir þátttöku í meðferðarsamræðum.
Aðferð: Rannsóknin byggðist á megindlegri aðferð þar sem notað var aðlagað tilraunasnið. Þátttakendur voru 25 nánustu
25 aðrir nánir aðstandendur sömu einstaklinga. Íhlutun var meðferðarsamræður við hjúkrunarfræðing í eitt skipti.
Niðurstöður: Helstu niðurstöður eru þær að hjúkrunarmeðferðin veitti öðrum nánum aðstandendum í tilraunahópi marktækt meiri upplifun um stuðning en samanburðarhópnum. Nánustu aðstandendur í tilraunahópi upplifðu ekki marktækt meiri stuðning en samanburðarhópurinn. Aðrir nánir aðstandendur sem áttu ástvin sem greinst hafði með sjúkdóminn frá einu til fjórum árum áður voru með marktækt betri fjölskylduvirkni en aðrir.
Ályktanir: Athygli vekur sá munur sem er á nánustu aðstandendum og öðrum nánum aðstandendum. Hér er greinilega um ólíka hópa að ræða þar sem nánustu aðstandendur bera mesta ábyrgð á umönnuninni. Gera má ráð fyrir að nánustu
ekki meðferðarsamræður í eitt skipti og að þeir þurfi meiri stuðning en aðrir nánir aðstandendur. Meðferðin virðist hins vegar gagnast vel öðrum nánum aðstandendum einstaklinga með heilabilun.
Lykilorð: Heilabilun, fjölskylduhjúkrun, fjölskyldustuðningur, fjölskylduvirkni.
4. tbl. 2011: Fjölskyldur einstaklinga með heilabilun
Pistlar og viðtöl
Fræðigreinar
Heimili hrumra eldri borgara sem þiggja heilbrigðisþjónustu: yfirlitsgrein
Kristín Björnsdóttir
Tilgangur þessarar greinar er að endurskoða hugmyndir um heimilið sem umhverfi sem mótar vellíðan og möguleika hrumra eldri borgara til að líða vel. Greinin byggist á fjölfaglegri umfjöllun um heimili þar sem hugmyndir, hugtök og skilningur sem mótað hafa umfjöllun um heimili fólks, sérstaklega hrumra eldri borgara, voru greindar og skýrðar.„Ég er einhvern veginn með metnaðinn í botni.“
Sandra Sif Gunnarsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir.
Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu og dýpka skilning á reynslu ungra hjúkrunarfræðinga, sem tilheyra Y-kynslóðinni (fæddir 1980–2000), af aðstoðardeildarstjórastarfi.Hvað á ég að gera — hvert á ég að snúa mér?
Fjóla Sigríður Bjarnadóttir, Kristín Þórarinsdóttir og Margrét Hrönn Svavarsdóttir
Öldruðum fjölgar og óformlegir umönnunaraðilar, makar eða dætur veita um þriðjungi eldri borgara á Íslandi aðstoð. Umönnunarálag getur gert vart við sig hjá aðstandendum og haft neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu en rannsóknir hafa sýnt að draga má úr því með stuðningi og fræðslu. Tilgangur rannsóknarinnar var að lýsa reynslu dætra af því að vera aðstandendur aldraðra foreldra með minnkaða færni og lýsa þörf þeirra fyrir fræðslu.