Hjukrun.is-print-version

Sendu okkur línu

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Forprófun á mælitæki til að meta þekkingu og viðhorf hjúkrunarfræðinga til verkja og verkjameðferðar


Elfa Þöll Grétarsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala
Sigríður Zoëga, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala
Gunnar Tómasson, Bostonháskóla
Sigríður Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala


Tilgangur: Að þýða og prófa áreiðanleika og hugtakaréttmæti mælitækisins „Könnun á viðhorfi og þekkingu til verkja og verkjameðferðar“ (Knowledge & Attitudes Survey Regarding PainK&A-SRP).

Aðferð: Mælitækið metur þekkingu og viðhorf til verkjameðferðar. Það samanstendur af 22 rétt/rangt spurningum og 17 fjölvalsspurningum. Eitt stig fæst fyrir hvert rétt svar og mest er hægt að fá 39 stig, þannig að hærri stigafjöldi endurspeglar meiri þekkingu.

Mælitækið var þýtt og bakþýtt af fjórum hjúkrunarfræðingum. Í úrtaki voru hjúkrunarnemar á öðru ári við Háskóla Íslands (n=82), hjúkrunarfræðingar á kvenna- og barnasviði, geðsviði og bráðasviði á Landspítala (n=381) og 13 meistaramenntaðir hjúkrunarfræðingar með reynslu af verkjameðferð. Kannanakerfið Lime Survey var notað og könnunin send með tölvupósti til hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarnema. Meistaramenntuðu hjúkrunarfræðingarnir fengu listann sendan í pósti. Lýsandi tölfræði, ANOVA og línuleg aðhvarfsgreining var notað í gagnaúrvinnslu.

Niðurstöður: Fjöldi hjúkrunarnema var 25 (14,7% þátttakenda)(30,5% svörun), flestir á aldrinum 20-30 ára (76%). Hjúkrunarfræðingar voru 135 (79,4% þátttakenda) (35,4% svörun), flestir á aldrinum 31-40 ára (33,1%) og flestir höfðu unnið við hjúkrun í 15 ár eða lengur (38,5%). Meistaramenntaðir hjúkrunarfræðingar með reynslu af verkjameðferð voru 10 (5,9% þátttakenda) (77% svörun). Engum lýðfræðilegum upplýsingum var safnað um þann hóp vegna smæðar hans. Áreiðanleiki listans í heild (Cronbachs alfa) var 0,75. Meðalskor (staðalfrávik) á K&ASRP listanum fyrir hópinn í heild var 24,3 (7,1), spönn 5 til 39. 

Meðalskor hjúkrunarnema var 23,7 (5,2), hjúkrunarfræðinga 26,6 (4,9) og meistaramenntaðra hjúkrunarfræðinga með reynslu af verkjameðferð 34,8 (3,2) stig. Munur reyndist marktækur (p<0,05) á þekkingu á milli hópa, þekking var meiri eftir því sem menntun var meiri.

Ályktanir: Mælitækið er áreiðanlegt og er fært um að meta mun á milli hópa sem ætla má að hafi mismikla þekkingu á verkjameðferð og styður það hugtakaréttmæti listans.

Lykilorð: verkir, verkjameðferð, viðhorf, þekking og hjúkrunarfræðingur.

4. tbl. 2011: Forprófun á mælitæki til að meta þekkingu og viðhorf hjúkrunarfræðinga til verkja og verkjameðferðar 

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Pistlar og viðtöl

Forvarnir og fræðsla

Siðfræði

Við getum aðeins þrifist vel og búið við farsæld ef annað í kringum okkur, fólk, dýr, jurtir, land, vatn og haf, þrífst einnig vel. Allir geta gert eitthvað, hver starfsstétt, hver fjölskylda, hver einstaklingur. „Gefum af okkur – sýnum góðvild og samkennd.“ Veldu þér stað og hlutverk og taktu þátt í endurreisninni.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Fjöldi fallegra mynda barst í ljósmyndasamkeppni Tímarits hjúkrunarfræðinga fyrir þetta tölublað frá íslenskri náttúru, furðuverur úr steini og hjúkrunarfræðingum að störfum.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Covid-19

Vinnumarkaður

Covid-19

Hvernig er að vera íslenskur hjúkrunarfræðingur sem talar ensku, norsku og sænsku, vera búsett í Finnlandi en vinna í Noregi af því ég verð að vera talandi á finnsku til að fá vinnu í Finnlandi?

Nánar

Fræðigreinar

 • Heimili hrumra eldri borgara sem þiggja heilbrigðisþjónustu: yfirlitsgrein

  Kristín Björnsdóttir
  Tilgangur þessarar greinar er að endurskoða hugmyndir um heimilið sem umhverfi sem mótar vellíðan og möguleika hrumra eldri borgara til að líða vel. Greinin byggist á fjölfaglegri umfjöllun um heimili þar sem hugmyndir, hugtök og skilningur sem mótað hafa umfjöllun um heimili fólks, sérstaklega hrumra eldri borgara, voru greindar og skýrðar.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • „Ég er einhvern veginn með metnaðinn í botni.“

  Sandra Sif Gunnarsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir.

  Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu og dýpka skilning á reynslu ungra hjúkrunarfræðinga, sem tilheyra Y-kynslóðinni (fæddir 1980–2000), af aðstoðardeildarstjórastarfi.

  Fagið

  Stjórnun

  Stuðningur

  Ritrýnd grein

 • Hvað á ég að gera — hvert á ég að snúa mér?

  Fjóla Sigríður Bjarnadóttir, Kristín Þórarinsdóttir og Margrét Hrönn Svavarsdóttir

  Öldruðum fjölgar og óformlegir umönnunaraðilar, makar eða dætur veita um þriðjungi eldri borgara á Íslandi aðstoð. Umönnunarálag getur gert vart við sig hjá aðstandendum og haft neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu en rannsóknir hafa sýnt að draga má úr því með stuðningi og fræðslu. Tilgangur rannsóknarinnar var að lýsa reynslu dætra af því að vera aðstandendur aldraðra foreldra með minnkaða færni og lýsa þörf þeirra fyrir fræðslu.

  Fagið

  Ritrýnd grein

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála