Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Tengsl starfsmannaveltu, veikindafjarvista hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarþyngdar sjúklinga

30. september 2011
Lýsandi rannsókn
Halldóra Hálfdánardóttir, Landspítala
Elísabet Guðmundsdóttir, Landspítala
Helga Bragadóttir, Háskóla Íslands og Landspítala 


Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort tengsl væru á milli starfsmannaveltu og veikindafjarvista hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarþyngdar sjúklinga. Því er oft haldið fram að vinnuálag á heilbrigðisstarfsfólk vegna hjúkrunarþyngdar sjúklinga sé of mikið og geti leitt til þess að starfsfólk gefist upp og segi starfi sínu lausu. Vinnuálag vegna hjúkrunarþyngdar sjúklinga er einnig talið tengjast hærri tíðni veikindafjarvista.

Þátttakendur rannsóknarinnar voru klínískir hjúkrunarfræðingar og var úrtakið fastráðnir hjúkrunarfræðingar á legudeildum á lyflækningasviðum I og II og skurðlækningasviði Landspítala árið 2008. Þátttökudeildir voru 19 með samtals 317 fastráðnum, klínískum hjúkrunarfræðingum í byrjun árs 2008 og 351 í lok árs. Um megindlega, lýsandi fylgnirannsókn var að ræða. Fengin voru gögn úr starfsemisupplýsingum Landspítalans um starfsmannaveltu og fjarvistir hjúkrunarfræðinga og gögn úr skrám yfir hjúkrunarþyngd úr sjúklingabókhaldi. Niðurstöður sýndu ekki tölfræðilega marktæk
tengsl milli starfsmannaveltu hjúkrunarfræðinga, veikindafjarvista og hjúkrunarþyngdar. Meðalstarfsmannavelta var 10,89% árið 2008 og meðalhjúkrunarþyngd sjúklinga var 1,10. Heildarfjöldi veikindafjarvista hjúkrunarfræðinga á sviðunum þremur voru um 4.000
dagar árið 2008 eða um 12 veikindadagar á hjúkrunarfræðing á ári að meðaltali. Í samanburði á sviðunum þremur kom fram að meðalhjúkrunarþyngd var hæst á lyflækningasviði II, eða 1,16 og þar voru veittar hjúkrunarklukkustundir færri en æskilegar. Sjá má ákveðna fylgni milli veikindadaga og hjúkrunarþyngdar, þó hún sé
ekki tölfræðilega marktæk.

Niðurstöður rannsóknar gefa vísbendingar um tengsl starfsmannaveltu og veikindafjarvista hjúkrunarfræðinga og hjúkrunar­ þyngdar sjúklinga. Tengslin reyndust ekki tölfræðilega marktæk, en greina má ákveðið mynstur og er ástæða til að skoða frekar með stærra úrtaki og frekari mælingum hvað hefur áhrif á veikindafjarvistir og vinnuálag í hjúkrun.

Lykilorð: hjúkrun, starfsmannavelta, veikindafjarvistir, hjúkrunarþyngd.

4. tbl. 2011: Tengsl starfsmannaveltu, veikindafjarvista hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarþyngdar sjúklinga: Lýsandi rannsókn

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Pistlar og viðtöl

Endurhæfing

Forvarnir og fræðsla

Geðrækt

Lífsstíll

Hjúkrun tekur toll af hverri manneskju líkt og önnur störf sem snúa að umönnun, aðstoð og kennslu. Að hafa valið þann vettvang að ævistarfi var dýru verði keypt hjá Ingu Dagný Eydal hjúkrunarfræðingi en hún lagði allan sinn metnað í starfið þar til að því kom hún þoldi ekki meira.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Forvarnir og fræðsla

Heilbrigðiskerfi

Heilsustofnanir

Mál og menning

Útlendingar

Ég vil byrja á að þakka Soffíu Kristjánsdóttur, fyrrverandi bekkjarsystur minni frá Háskólanum á Akureyri árið 2008, fyrir að skora á mig að skrifa mín þankastrik.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Kjör

Mönnunarmál

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Í meira en áratug hefur almenningur á Íslandi horft upp á baráttu heilbrigðisstétta fyrir bættum kjörum og viðunandi vinnuaðstæðum.

Nánar

Fræðigreinar

 • Íslensk þýðing WHODAS 2.0 og próffræðilegir eiginleikar hennar

  Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Ragnheiður Harpa Arnardóttir og Guðrún Pálmadóttir

  Í hugmyndafræði alþjóðlega flokkunarkerfisins um færni, fötlun og heilsu (ICF) er áhersla lögð á færni fólks við þær aðstæður sem það býr. WHODAS 2.0 spurningalistinn, WHO Disability Assessment Schedule 2.0, var saminn til að mæla færni og fötlun í takt við ICF, óháð mál- og menningarsvæðum eða þeim heilsufarsvanda sem að baki býr. Markmið rannsóknarinnar voru að þýða WHODAS 2.0 og staðfesta próffræðilega eiginleika íslensku þýðingarinnar.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Hegðunarvandamál á hjúkrunarheimilum og tengsl við heilsufar, virkni og fjötranotkun

  Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir og Ingibjörg Hjaltadóttir

  Á Íslandi fjölgar í hópi háaldraðra eins og annars staðar í heiminum. Það kallar á aukna og bætta þjónustu við þennan aldurshóp. Einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma fer því einnig fjölgandi en sjúkdómunum fylgja ýmis taugasálfræðieinkenni. Hegðunarvandi sem birtist hjá allt að 90% einstaklinga með heilabilun veldur hinum aldraða og aðstandendum hans mikilli streitu og dregur úr vellíðan og lífsgæðum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Kvíði hjá öldruðum. Greining og meðferð

  Kvíði lýsir sér þannig að fólk hefur miklar áhyggjur sem erfitt er að stjórna. Þessar áhyggjur fara að hafa áhrif á daglegt líf fólksins.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Geðrækt

  Öldrun

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála