Hjukrun.is-print-version

Sendu okkur línu

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Líflínan – Reynsla fólks með alvarlegan psoriasis sem er í meðferð með lífefnalyfjum

25. október 2012

Inga Þorbjörg Steindórsdóttir, Landspítala
Þóra Jenný Gunnarsdóttir, Háskóla Íslands
Helga Jónsdóttir, Háskóla Íslands


Langvinnum sjúkdómum fer fjölgandi hér á landi sem gera auknar kröfur til heilbrigðiskerfisins um árangursrík og skilvirk meðferðarúrræði. Einn þessara sjúkdóma er húðsjúkdómurinn psoriasis en hér á landi hafa sjúklingar með alvarleg einkenni
hans verið meðhöndlaðir með lífefnalyfjum í áratug. Tilgangur rannsóknarinnar er að lýsa reynslu fólks með alvarlegan psoriasis sjúkdóm af því að fá infliximab (Remicade®) meðferð.

Rannsóknarspurningin var: Hver er reynsla fólks með alvarlegan psoriasis sem er í Remicade®-meðferð? Rannsóknaraðferðin var túlkandi fyrirbærafræði. Þátttakendur voru valdir með tilgangsúrtaki, fjórar konur og þrír karlar á aldrinum 27-45 ára sem voru í reglulegri lyfjameðferð. Gagnasöfnun fór fram í desember 2009 og janúar 2010 með tveimur viðtölum við hvern þátttakanda. Gögnin voru greind samkvæmt aðferð van Manen um reynsluheiminn.

Eftirfarandi þemu voru greind: Rými í reynd fól í sér „Öryggið í einangruninni“ og „Frelsið kom með meðferðinni“. Tími í reynd vísar til: „Lengi vel var það bara sjúkdómurinn“, „Kapphlaup við tímann“ og „Áhyggjur af framtíð“. Tengsl í reynd fól í sér: „Skömm og feluleikur“, „Erfiðleikar við tengslamyndun“ og „Samskiptin í völundarhúsinu“. Líkami í reynd endurspeglaðist í: „Sjúkdómurinn tók alla stjórn“ og „Ólýsanlegt álag“. 

Heildarþemað var „Meðferðin sem líflína“. Niðurstöðurnar lýsa upplifun þátttakenda með alvarlegan sjúkdóm til margra ára og einkennast af skömm, uppgjöf, hjálparleysi og vonleysi. Algjör viðsnúningur varð hjá þátttakendum þegar meðhöndlun hófst með lyfinu en aðlögun að hinu nýja lífi gat tekið nokkurn tíma. Langvarandi áhyggjur þátttakenda um að draga myndi úr virkni lyfsins urðu að veruleika hjá sumum. Álykta má að þróa þurfi samfellda, fjölskyldumiðaða og heildræna hjúkrunarþjónustu í þverfaglegri samvinnu, í þeim tilgangi að auka öryggi og bæta lífsgæði þessara einstaklinga.

Lykilorð: psoriasis, hjúkrun psoriasis sjúklinga, infliximab (Remicade®), fyrirbærafræði.

4.tbl.2012: Líflínan – Reynsla fólks með alvarlegan psoriasis sem er í meðferð með lífefnalyfjum

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Pistlar og viðtöl

Heilbrigðiskerfi

Heilsustofnanir

Sýkingar og smit

Viðtöl

Gríðarlegt álag hefur verið á starfsfólki Heilsugæslu höfuðborgarinnar vegna covid-19 þar sem allir hlaupa hratt og gera sig best til að ná að halda utan um ástandið og sinna sínum skjólstæðingum á sem allra bestan hátt.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Endurhæfing

Forvarnir og fræðsla

Geðrækt

Lífsstíll

Hjúkrun tekur toll af hverri manneskju líkt og önnur störf sem snúa að umönnun, aðstoð og kennslu. Að hafa valið þann vettvang að ævistarfi var dýru verði keypt hjá Ingu Dagný Eydal hjúkrunarfræðingi en hún lagði allan sinn metnað í starfið þar til að því kom hún þoldi ekki meira.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Forvarnir og fræðsla

Heilbrigðiskerfi

Heilsustofnanir

Mál og menning

Útlendingar

Ég vil byrja á að þakka Soffíu Kristjánsdóttur, fyrrverandi bekkjarsystur minni frá Háskólanum á Akureyri árið 2008, fyrir að skora á mig að skrifa mín þankastrik.

Nánar

Fræðigreinar

 • Heimili hrumra eldri borgara sem þiggja heilbrigðisþjónustu: yfirlitsgrein

  Kristín Björnsdóttir

  Tilgangur þessarar greinar er að endurskoða hugmyndir um heimilið sem umhverfi sem mótar vellíðan og möguleika hrumra eldri borgara til að líða vel. Greinin byggist á fjölfaglegri umfjöllun um heimili þar sem hugmyndir, hugtök og skilningur sem mótað hafa umfjöllun um heimili fólks, sérstaklega hrumra eldri borgara, voru greindar og skýrðar.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • „Ég er einhvern veginn með metnaðinn í botni.“

  Sandra Sif Gunnarsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir

  Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu og dýpka skilning á reynslu ungra hjúkrunarfræðinga, sem tilheyra Y-kynslóðinni (fæddir 1980–2000), af aðstoðardeildarstjórastarfi.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Hvað á ég að gera — hvert á ég að snúa mér?

  Fjóla Sigríður Bjarnadóttir, Kristín Þórarinsdóttir og Margrét Hrönn Svavarsdóttir

  Öldruðum fjölgar og óformlegir umönnunaraðilar, makar eða dætur veita um þriðjungi eldri borgara á Íslandi aðstoð. Umönnunarálag getur gert vart við sig hjá aðstandendum og haft neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu en rannsóknir hafa sýnt að draga má úr því með stuðningi og fræðslu. Tilgangur rannsóknarinnar var að lýsa reynslu dætra af því að vera aðstandendur aldraðra foreldra með minnkaða færni og lýsa þörf þeirra fyrir fræðslu.

  Fagið

  Ritrýnd grein

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála