Hjukrun.is-print-version

Sendu okkur línu

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Heilsa og líðan nýraþega á Íslandi

2. maí 2013

Hildigunnur Friðjónsdóttir, Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands og Landspítala
Margrét Birna Andrésdóttir, Landspítala
Hildur Einarsdóttir, Landspítala
Arna Hauksdóttir, Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla ÍslandsTilgangur: Að kanna líðan, heilsu og lífsgæði nýraígræðslu­ þega. Stuðningur og upplýsingagjöf til nýraþega voru könnuð sérstaklega og hvort munur væri á líðan nýraþega sem fengu nýra frá lifandi eða látnum gjafa. Þátttakendur og aðferð: Rannsóknin var megindleg og var spurningalisti sendur til allra nýraþega sem fengið hafa grætt í sig nýra frá lifandi eða látnum gjafa á Íslandi, voru eldri en 18 ára á tíma rannsóknar og gátu tjáð sig á íslenskri tungu (N=96). Annars vegar var í spurningalistanum að finna spurningar um bakgrunn, sjúkdómsferlið og líðan nýraþegans og hins vegar lífsgæðaspurningalistann SF-36v² ™.

Niðurstöður: Alls svöruðu 73 einstaklingar spurningalistanum (76%). Þátttakendur voru á aldrinum 23 til 78 ára og 70% höfðu þegið nýra frá lifandi gjafa. Nýraþegar, sem fengu nýra
frá látnum gjafa, höfðu verið lengur í skilun fyrir ígræðslu (p<0,001). Andleg heilsa nýraþega (samkvæmt SF-36v²) var sambærileg meðaltali samanburðarþýðis (47,28). Líkamleg líðan mældist undir meðaltali samanburðarþýðis (43,56). Ekki var marktækur munur á líðan, heilsu eða lífsgæðum nýraþega eftir því hvort þeir höfðu fengið nýra frá látnum eða lifandi gjafa.

Nýraþegar, sem fengu nýra frá lifandi gjafa, höfðu fengið meiri stuðning frá heilbrigðisstarfsfólki. Átján prósent nýraþega, sem fengu nýra frá lifandi gjafa, og 46% nýraþega, sem fengu nýra frá látnum gjafa, töldu að sig hefði vantað fræðsluefni fyrir
ígræðslu frá hjúkrunarfræðing.

Ályktanir: Álykta má að verri líkamleg líðan skýrist meðal annars af því að skilunarmeðferð, sem flestir nýraþegar þurfa fyrir aðgerð, er erfið og getur skert athafnafrelsi, og ónæmisbælandi lyfjameðferð eftir aðgerð getur haft áhrif á heilsu og líðan nýraþeganna. Auka þarf fræðslu og stuðning til nýraþega og þá sérlega þeirra sem fá nýra frá látnum gjafa.

Lykilorð: Nýraþegar, nýraígræðsla, lífsgæði, heilsa, nýragjafar 

2.tbl.2013: Heilsa og líðan nýraþega á Íslandi

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Pistlar og viðtöl

Heilbrigðiskerfi

Heilsustofnanir

Sýkingar og smit

Viðtöl

Gríðarlegt álag hefur verið á starfsfólki Heilsugæslu höfuðborgarinnar vegna covid-19 þar sem allir hlaupa hratt og gera sig best til að ná að halda utan um ástandið og sinna sínum skjólstæðingum á sem allra bestan hátt.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Endurhæfing

Forvarnir og fræðsla

Geðrækt

Lífsstíll

Hjúkrun tekur toll af hverri manneskju líkt og önnur störf sem snúa að umönnun, aðstoð og kennslu. Að hafa valið þann vettvang að ævistarfi var dýru verði keypt hjá Ingu Dagný Eydal hjúkrunarfræðingi en hún lagði allan sinn metnað í starfið þar til að því kom hún þoldi ekki meira.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Forvarnir og fræðsla

Heilbrigðiskerfi

Heilsustofnanir

Mál og menning

Útlendingar

Ég vil byrja á að þakka Soffíu Kristjánsdóttur, fyrrverandi bekkjarsystur minni frá Háskólanum á Akureyri árið 2008, fyrir að skora á mig að skrifa mín þankastrik.

Nánar

Fræðigreinar

 • Heimili hrumra eldri borgara sem þiggja heilbrigðisþjónustu: yfirlitsgrein

  Kristín Björnsdóttir

  Tilgangur þessarar greinar er að endurskoða hugmyndir um heimilið sem umhverfi sem mótar vellíðan og möguleika hrumra eldri borgara til að líða vel. Greinin byggist á fjölfaglegri umfjöllun um heimili þar sem hugmyndir, hugtök og skilningur sem mótað hafa umfjöllun um heimili fólks, sérstaklega hrumra eldri borgara, voru greindar og skýrðar.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • „Ég er einhvern veginn með metnaðinn í botni.“

  Sandra Sif Gunnarsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir

  Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu og dýpka skilning á reynslu ungra hjúkrunarfræðinga, sem tilheyra Y-kynslóðinni (fæddir 1980–2000), af aðstoðardeildarstjórastarfi.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Hvað á ég að gera — hvert á ég að snúa mér?

  Fjóla Sigríður Bjarnadóttir, Kristín Þórarinsdóttir og Margrét Hrönn Svavarsdóttir

  Öldruðum fjölgar og óformlegir umönnunaraðilar, makar eða dætur veita um þriðjungi eldri borgara á Íslandi aðstoð. Umönnunarálag getur gert vart við sig hjá aðstandendum og haft neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu en rannsóknir hafa sýnt að draga má úr því með stuðningi og fræðslu. Tilgangur rannsóknarinnar var að lýsa reynslu dætra af því að vera aðstandendur aldraðra foreldra með minnkaða færni og lýsa þörf þeirra fyrir fræðslu.

  Fagið

  Ritrýnd grein

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála