Hjukrun.is-print-version

Er þörf á sérstakri heilbrigðismóttöku fyrir háskólanemendur?

1. tbl. 2015
Sóley S. Bender, Anna Bryndís Blöndal, Þorvarður Jón Löve, Ólöf Guðný Geirsdóttir, Andri S. Björnsson, Inga B. Árnadóttir, Helga Gottfreðsdóttir, Sigrún Vala Björnsdóttir og Urður Njarðvík


Sóley S. Bender, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands
Anna Bryndís Blöndal, lyfjafræðideild Háskóla Íslands
Þorvarður Jón Löve, læknadeild Háskóla Íslands
Ólöf Guðný Geirsdóttir, matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands
Andri S. Björnsson, sálfræðideild Háskóla Íslands
Inga B. Árnadóttir, tannlæknadeild Háskóla Íslands
Helga Gottfreðsdóttir, námsbraut í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands
Sigrún Vala Björnsdóttir, námsbraut í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands
Urður Njarðvík, sálfræðideild Háskóla Íslands

 

Tilgangur: Víða erlendis hafa háskólanemendur aðgang að heilbrigðisþjónustu sem er sérstaklega ætluð þeim. Tilgangur þessarar könnunar meðal nemenda við Háskóla Íslands var að skoða þörf þeirra fyrir sérstaka heilbrigðismóttöku.

Aðferð: Rafræn könnun var lögð fyrir 9744 nemendur við háskólann vorið 2011 sem voru á póstlista. Spurningalistinn var saminn af vinnuhópi sem í voru fulltrúar frá öllum deildum Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Stuðst var við lýsandi tölfræði við gagnagreiningu.

Niðurstöður: Alls bárust svör frá 1487 þátttakendum, 1427 íslenskumælandi og 60 enskumælandi, og gefa svörin því mynd af viðhorfum 15,2% nemenda við skólann. Úrtakið endurspeglar einkum viðhorf kvenstúdenta og nema í grunnnámi. Tæplega 40%
íslensku nemanna og um 70% þeirra erlendu höfðu ekki heimilislækni á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður sýndu að meirihluti þeirra þurfti á heilbrigðisþjónustu að halda á árinu fyrir könnunina en rúmlega helmingur beið með að leita eftir heilbrigðisþjónustu og var meginástæða þess kostnaður. Um þriðjungur íslensku nemanna og fimmtungur þeirra erlendu sögðust eiga í fjárhagsvanda. Um 92%
þeirra íslensku og allir erlendu nemarnir sögðust mundu leita á móttöku þar sem þjónustan væri veitt af nemendum skólans undir leiðsögn kennara. Báðir hóparnir vildu hafa aðgang að fjölbreyttri heilbrigðisþjónustu.

Ályktanir: Niðurstöðurnar gefa til kynna að þeir háskólanemendur, sem þátt tóku í könnuninni, hafi mikla þörf fyrir sérstaka heilbrigðismóttöku. Kostnaður hefur hvað mest hindrað þá í að leita eftir heilbrigðisþjónustu. Jafnframt er stór hópur án heimilislæknis, einkum sá erlendi, og hefur því ekki greiðan aðgang að heilbrigðisþjónustu á heilsugæslustöðvum. 

Lykilorð: Heilbrigðismóttaka fyrir háskólanema, þarfagreining, háskólanemar.

1.tbl. 2015: Er þörf á sérstakri heilbrigðismóttöku fyrir háskólanemendur?

Fagið

Forvarnir og fræðsla

Heilbrigðiskerfi

Heilsa

Menntunarmál

Upplýsingar og ráðgjöf

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála