Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Af hverju ítalskir en ekki íslenskir karlmenn?

1. desember2017

Á sama tíma og Ísland trónir á toppnum í árangri í jafnréttismálum þá eru eingöngu 2% hjúkrunarfræðinga á Íslandi karlar. Til að sporna við þessu lága hlutfalli hefur Háskólinn á Akureyri, í samvinnu við Jafnréttisstofu, sett fram aðgerðaáætlun og markmið að hlutfall karlmanna, sem útskrifist af heilbrigðisvísindasviði, verði 10% árið 2023.

„Við erum alltaf að leita leiða til að fjölga karlmönnum í stéttinni,“ segir dr. Gísli Kort Kristófersson. Í félagi við dr. Eydísi Kr. Sveinbjarnardóttur við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri flutti hann erindi á ráðstefnunni Hjúkrun 2017 um aðgerðaáætlun og stefnumótun til að hækka hlutfall karla í hjúkrun. Verkefnið, sem styrkt er af Norrænu ráðherranefndinni, felst í að kortleggja stöðu karla í hjúkrunarnámi á Íslandi, Danmörku og Noregi. Hlutfallið þar er heldur hærra, eða 3½% í Danmörku og 9% í Noregi. Hlutfallið er enn hærra víða annars staðar en á Ítalíu eru karlmenn fjórðungur stéttarinnar og helmingur allra hjúkrunarfræðinga í Márítíus. 

Lykill að langtímabreytingum

Í erindinu veltu þau fyrir sér af hverju ítalskir karlmenn geti orðið hjúkrunarfræðingar en ekki íslenskir. Það skjóti skökku við þegar litið er til árangurs Íslands í jafnréttismálum. Ísland hefur trónað í efsta sæti undanfarin sjö ár samkvæmt Global Gender Gap Report, en það er skýrsla um jafnréttismál í heiminum, sem gefin er út árlega af Alþjóðaefnahagsráðinu. Til samanburðar er Ítalía í 50. sæti. Það sem þarna vegur þyngst er forysta kvenna á sviði stjórnmála og aðgengi að menntun. Þá er Ísland í hópi tíu efstu landanna þegar litið er til atvinnuþátttöku og tækifæra á vinnumarkaði.

Fjöldi hugmynda er á teikniborðinu í þessu samnorræna verkefni. Verið er að kortleggja stöðu karla í hjúkrunarnámi til að leita leiða hvað gengur upp og hvað ekki, og hverju þurfi að breyta. Auk þess skuli stefnt að því að hlutfall karlmanna, sem útskrifist af heilbrigðisvísindasviði árið 2023, verði 10%. Þá þarf að efla fræðslu fyrir kennara og starfsfólk. Verkefnið felst til dæmis í að finna bestu leiðirnar til að hækka hlutfall karlmanna í hjúkrunarfræði, meðal annars með eigindlegum viðtölum við nemendur og kennara og rýna í námskrána okkar með kynjagleraugum, segja þau Gísli Kort og Eydís. „Við erum að hugsa þetta sem lykil að langtímabreytingum, ekki enn eitt átaksverkefnið. Við teljum að það sé mikilvægt að muna að engar rannsóknir, sem við höfum fundið, benda til þess að það séu verk innan hjúkrunarfræðinnar sem henti betur konum en körlum eða öfugt.“

Fagið

Fagleg málefni

Vinnumarkaður

Viðtöl

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

„Ég held það hafi alltaf legið fyrir mér að fara í hjúkrunarfræði,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Nánar

Hjúkrun fólks með langvinna og alvarlega geðrofssjúkdóma hefur átt hug og hjarta Margrétar Eiríksdóttur undanfarin 40 ár.

Nánar

Árangur hjúkrunarfæðings ræðst ekki af því hversu mikla fræðilega þekkingu hann býr yfir að mati Rhomz Singayan Aquino, heldur hversu góður og sveigjanlegur hann er við að nota allt sem hann hefur lært.

Nánar

Fræðigreinar

 • Þróun skimunartækisins HEILUNG

  Sóley Sesselja Bender, prófessor BS, MS, PhD, sérfræðingur í kynheilbrigði, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

  Tilgangurinn með því að þróa þetta skimunartæki er að meta á heildrænan hátt heilbrigði ungs fólks ásamt undirliggjandi áhættuþáttum, áhættuhegðun og verndandi þáttum. Tækið er ætlað skólahjúkrunarfræðingum í framhaldsskólum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Sálfélagsleg líðan fullorðinna einstaklinga eftir innanskúmsblæðingu: kerfisbundið fræðilegt yfirlit

  Sjálfsprottin innanskúmsblæðing (SiB) er kölluð heila- blóðfall yngra fólksins. Sálfélagsleg vanlíðan einstaklinga sem fengið hafa SiB getur valdið þeim erfiðleikum með að ná takti í lífinu, jafnvel mörgum árum eftir áfallið. Þrátt fyrir fjölda rannsókna skortir kerfisbundna samantekt á þeim vanda sem einstaklingar með SiB standa frammi fyrir auk þekkingar á bestu hugsanlegu úrræðum.

  Fagið

  Blóð

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Ritrýnd grein

 • Hið ófyrirséða — fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ofbeldi á geðdeildum

  Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvað kveikti á árásargjarnri hegðun sjúklinga á geðdeildum og hvaða aðferðum starfsfólk beitti til að koma í veg fyrir hana.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Geðrækt

  Heilbrigðiskerfi

  Samskipti

  Ritrýnd grein

 • Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu

  Ingibjörg Hjaltadóttir og Hallveig Skúladóttir

  Mikil fjölgun í hópi þeirra sem vilja búa í sjálfstæðri búsetu þrátt fyrir versnandi heilsufar og óska eftir þjónustu heimahjúkrunar gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota samræmt matstæki, eins og interRAI-matstækið (Resident Assessment Instrument) sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Athafnir og þátttaka eldri borgara

  Margrét Brynjólfsdóttir, Guðrún Pálmadóttir og Sólveig Ása Árnadóttir

  Árið 2013 voru 13,6% íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum 65 ára eða eldri. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka athafnir og þátttöku í daglegu lífi meðal heimabúandi eldri borgara á þessu svæði.

  Fagið

  Ritrýnd grein

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála