Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Munu ungir hjúkrunarfræðingar starfa við hjúkrun?

2. desember2017

Yfir þriðjungur nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarnema telja líklegt að þeir muni starfa við annað en hjúkrun í framtíðinni. Fyrsta árið í starfi einkennist oft af streitu og kvíða og telja nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar að auki þurfi herminám og klíníska kennslu til að vera betur undirbúin fyrir starfið. Þá fara allmargir ungir hjúkrunarfræðingar sem hætta störfum í hjúkrun í flugfreyjustarf. Þetta er meðal rannsóknarniðurstaðna á hjúkrunarfræðinemum og ungum hjúkrunarfræðingum sem framkvæmdar hafa verið nýlega við Háskóla Íslands undir leiðsögn Birnu G. Flygenring lektor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og fjallað var um á ráðstefnunni Hjúkrun 2017.

Þriðji hver vill starfa við annað en hjúkrun

Birna segir áhyggjuefni hversu margir ungir hjúkrunarfræðingar hætta í hjúkrun á fyrstu tveimur árum eftir útskrift bæði hér á landi og erlendis. Að því er fram kom í könnun sem framkvæmd var meðal 112 hjúkrunarfræðinema við bæði Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri sem útskrifuðust vorið 2017, er aðstoð samstarfsmanna sá áhrifaþáttur sem vegur þyngst í ákvörðun þeirra að starfa við hjúkrun á næstu árum. Þá vega þættir eins og sanngjörn laun og hæfilegt vinnuálag, að öryggi starfsmanna sé tryggt, góður starfsandi og vinnuleiðbeiningar, áhugavert starf og stuðningur og leiðsögn stjórnenda mikið í þeirri ákvörðun. Um þriðjungur aðspurðra telja líklegt að þeir myndu starfa við annað en hjúkrun í framtíðinni. Þá hafði þriðjungur einnig velt því oft fyrir sér að skipta um námsgrein. Enginn marktækur munur var á milli nemenda við háskólana.

Meirihluti sem hætta fara í flugfreyjustörf

Að því er fram kemur í rannsókn sem náði til 50 hjúkrunarfræðinga á aldrinum 27-43 ára sem hætt hafa í hjúkrun störfuðu 61% þeirra sem flugfreyjur. Meirihlutinn, eða sjö af hverjum tíu, hefur áhuga á að starfa við hjúkrun í framtíðinni en rúmlega helmingur þeirra telur það óvíst hvenær það verður. Ein aðalástæðan að hjúkrunarfræðingar hætta í hjúkrun eru launakjör. Aðrir þættir eru mikið vinnuálag og streita í starfi. Erfiðleikar við að samræma vinnu og fjölskyldulíf hafa einnig töluverð áhrif á ákvörðun þeirra að hætta í hjúkrun. Svarhlutfall í rannsókninni var 88%. Þessar kannanir er hluti af stærri rannsókn Birnu G. Flygenring lektors og Herdísar Sveinsdóttir prófessor á því hvers vegna ungir hjúkrunarfræðingar hætta í hjúkrunarstörfum.

Ljósm. Kristinn Ingvarsson

 

Fagið

Fagleg málefni

Hjúkrun

Mönnunarmál

Viðtöl

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

„Ég held það hafi alltaf legið fyrir mér að fara í hjúkrunarfræði,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Nánar

Hjúkrun fólks með langvinna og alvarlega geðrofssjúkdóma hefur átt hug og hjarta Margrétar Eiríksdóttur undanfarin 40 ár.

Nánar

Árangur hjúkrunarfæðings ræðst ekki af því hversu mikla fræðilega þekkingu hann býr yfir að mati Rhomz Singayan Aquino, heldur hversu góður og sveigjanlegur hann er við að nota allt sem hann hefur lært.

Nánar

Fræðigreinar

 • Þróun skimunartækisins HEILUNG

  Sóley Sesselja Bender, prófessor BS, MS, PhD, sérfræðingur í kynheilbrigði, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

  Tilgangurinn með því að þróa þetta skimunartæki er að meta á heildrænan hátt heilbrigði ungs fólks ásamt undirliggjandi áhættuþáttum, áhættuhegðun og verndandi þáttum. Tækið er ætlað skólahjúkrunarfræðingum í framhaldsskólum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Sálfélagsleg líðan fullorðinna einstaklinga eftir innanskúmsblæðingu: kerfisbundið fræðilegt yfirlit

  Sjálfsprottin innanskúmsblæðing (SiB) er kölluð heila- blóðfall yngra fólksins. Sálfélagsleg vanlíðan einstaklinga sem fengið hafa SiB getur valdið þeim erfiðleikum með að ná takti í lífinu, jafnvel mörgum árum eftir áfallið. Þrátt fyrir fjölda rannsókna skortir kerfisbundna samantekt á þeim vanda sem einstaklingar með SiB standa frammi fyrir auk þekkingar á bestu hugsanlegu úrræðum.

  Fagið

  Blóð

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Ritrýnd grein

 • Hið ófyrirséða — fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ofbeldi á geðdeildum

  Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvað kveikti á árásargjarnri hegðun sjúklinga á geðdeildum og hvaða aðferðum starfsfólk beitti til að koma í veg fyrir hana.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Geðrækt

  Heilbrigðiskerfi

  Samskipti

  Ritrýnd grein

 • Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu

  Ingibjörg Hjaltadóttir og Hallveig Skúladóttir

  Mikil fjölgun í hópi þeirra sem vilja búa í sjálfstæðri búsetu þrátt fyrir versnandi heilsufar og óska eftir þjónustu heimahjúkrunar gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota samræmt matstæki, eins og interRAI-matstækið (Resident Assessment Instrument) sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Athafnir og þátttaka eldri borgara

  Margrét Brynjólfsdóttir, Guðrún Pálmadóttir og Sólveig Ása Árnadóttir

  Árið 2013 voru 13,6% íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum 65 ára eða eldri. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka athafnir og þátttöku í daglegu lífi meðal heimabúandi eldri borgara á þessu svæði.

  Fagið

  Ritrýnd grein

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála