Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Mat hjúkrunarfræðinga sem sjá um bráðatilvik á landsbyggðinni á eigin hæfni

2. júlí 2018

Íris Kristjánsdóttir, Deildarstjóri Slysa- og bráðamóttaka heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Herdís Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og skurðlækningasvið Landspítala


Tilgangur: Bráðamóttökum landsbyggðarinnar er ætlað að veita skammtímabráðaþjónustu sjúklingum sem hafa slasast eða veikst alvarlega. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig hjúkrunarfræðingar landsbyggðarinnar, sem taka á móti og sinna bráðveikum og slösuðum sjúklingum, meta hæfni sína.

Aðferð: Rannsóknin er lýsandi þversniðsrannsókn sem gerð var vorið 2016. Notuð var íslensk þýðing mælitækisins Nurse Competence Scale (NCS) sem samanstendur af 73 spurningum sem skiptast í sjö hæfniþætti. Spurningalisti var sendur til 87 hjúkrunarfræðinga á landsbyggðinni sem taka á móti og sinna að minnsta kosti tíu bráðveikum og slösuðum sjúklingum á mánuði. Svörun var 60%. Gögnin voru greind með lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði.

Niðurstöður: Hjúkrunarfræðingar mátu hæfni sína mesta og framkvæmdu oftast verkefni í hæfniþættinum stjórnun í aðstæðum. Þeir mátu hæfnina minnsta í tryggingu gæða en framkvæmdu sjaldnast verkþætti í kennslu- og leiðbeinandahlutverki. Í einstökum hæfniverkefnum mátu þeir hæfni mesta og framkvæmdu oftast hæfniverkefnið sjálfstæði í störfum. Hjúkrunarfræðingar með meira en fimm ára starfsaldur meta hæfni sína marktækt meiri í fimm hæfniþáttum (stjórnun í aðstæðum, starfshlutverk, greiningarhlutverk, hjúkrunaríhlutanir og kennslu- og leiðbeinandahlutverk) en þeir sem hafa styttri starfsaldur. Hjúkrunarfræðingar sem höfðu lokið viðbótarnámi í hjúkrun að loknu B.S. prófi mátu hæfni sína marktækt meiri í öllum hæfniþáttum en þeir sem höfðu ekki lokið viðbótarnámi.

Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingu um að viðbótarnám og starfsreynsla hafi áhrif á hvernig hjúkrunarfræðingar sem sinna bráðatilvikum á landsbyggðinni meta hæfni sína. Stjórnendur stofnana almennt ættu að gera hjúkrunarfræðingum fært að sækja sér endurmenntun og leitast við að halda í þá sem hafa mikla starfsreynslu.

Lykilorð: Hæfni, bráðamóttaka, landsbyggð, hjúkrunarfræðingar, hjúkrun bráðveikra.

1.tbl. 2018: Mat hjúkrunarfræðinga sem sjá um bráðatilvik á landsbyggðinni á eigin hæfni: Lýsandi þversniðsrannsókn

Fagið

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

„Ég held það hafi alltaf legið fyrir mér að fara í hjúkrunarfræði,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Nánar

Hjúkrun fólks með langvinna og alvarlega geðrofssjúkdóma hefur átt hug og hjarta Margrétar Eiríksdóttur undanfarin 40 ár.

Nánar

Árangur hjúkrunarfæðings ræðst ekki af því hversu mikla fræðilega þekkingu hann býr yfir að mati Rhomz Singayan Aquino, heldur hversu góður og sveigjanlegur hann er við að nota allt sem hann hefur lært.

Nánar

Fræðigreinar

 • Þróun skimunartækisins HEILUNG

  Sóley Sesselja Bender, prófessor BS, MS, PhD, sérfræðingur í kynheilbrigði, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

  Tilgangurinn með því að þróa þetta skimunartæki er að meta á heildrænan hátt heilbrigði ungs fólks ásamt undirliggjandi áhættuþáttum, áhættuhegðun og verndandi þáttum. Tækið er ætlað skólahjúkrunarfræðingum í framhaldsskólum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Sálfélagsleg líðan fullorðinna einstaklinga eftir innanskúmsblæðingu: kerfisbundið fræðilegt yfirlit

  Sjálfsprottin innanskúmsblæðing (SiB) er kölluð heila- blóðfall yngra fólksins. Sálfélagsleg vanlíðan einstaklinga sem fengið hafa SiB getur valdið þeim erfiðleikum með að ná takti í lífinu, jafnvel mörgum árum eftir áfallið. Þrátt fyrir fjölda rannsókna skortir kerfisbundna samantekt á þeim vanda sem einstaklingar með SiB standa frammi fyrir auk þekkingar á bestu hugsanlegu úrræðum.

  Fagið

  Blóð

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Ritrýnd grein

 • Hið ófyrirséða — fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ofbeldi á geðdeildum

  Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvað kveikti á árásargjarnri hegðun sjúklinga á geðdeildum og hvaða aðferðum starfsfólk beitti til að koma í veg fyrir hana.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Geðrækt

  Heilbrigðiskerfi

  Samskipti

  Ritrýnd grein

 • Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu

  Ingibjörg Hjaltadóttir og Hallveig Skúladóttir

  Mikil fjölgun í hópi þeirra sem vilja búa í sjálfstæðri búsetu þrátt fyrir versnandi heilsufar og óska eftir þjónustu heimahjúkrunar gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota samræmt matstæki, eins og interRAI-matstækið (Resident Assessment Instrument) sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Athafnir og þátttaka eldri borgara

  Margrét Brynjólfsdóttir, Guðrún Pálmadóttir og Sólveig Ása Árnadóttir

  Árið 2013 voru 13,6% íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum 65 ára eða eldri. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka athafnir og þátttöku í daglegu lífi meðal heimabúandi eldri borgara á þessu svæði.

  Fagið

  Ritrýnd grein

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála