Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu

2. júlí 2018

Ingibjörg Hjaltadóttir, Landspítala og Háskóla Íslands
Hallveig Skúladóttir, Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða


Bakgrunnur: Mikil fjölgun í hópi þeirra sem vilja búa í sjálfstæðri búsetu þrátt fyrir versnandi heilsufar og óska eftir þjónustu heimahjúkrunar gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota samræmt matstæki, eins og interRAI-matstækið (Resident Assessment Instrument) sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega.

Tilgangur: Að skoða heilsufar, færni og þjónustuþörf einstaklinga sem njóta þjónustu heimahjúkrunar á Akranesi og á Sauðárkróki samkvæmt upplýsingum úr interRAI-HC upphafsmati og MAPLe-reikniritinu sem forgangsraðar einstaklingum í þjónustuflokka eftir upplýsingum úr matinu. Jafnframt að bera saman niðurstöður og skoða muninn á þeim og athuga hvort gagnlegt er fyrir heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu að nota slíkt matstæki.

Aðferð: Rannsóknin var megindleg afturskyggn lýsandi samanburðarrannsókn. Úrtakið var 60 skjólstæðingar heimahjúkrunar á Akranesi og 42 skjólstæðingar á Sauðárkróki.

Niðurstöður: Meðalaldur skjólstæðinga heimahjúkrunar á Akranesi var 79,4 ár en 83,4 ár á Sauðárkróki. Aldursflokkurinn 81‒90 ára var fjölmennastur, 43,3% á Akranesi og á Sauðárkróki 48,8%. Fleiri skjólstæðingar á Akranesi fundu til einmanaleika, höfðu dregið úr þátttöku í félagsstarfi og höfðu orðið fyrir áföllum síðustu 90 daga en skjólstæðingar á Sauðárkróki. Einvera yfir daginn og skerðing á skammtímaminni hjá skjólstæðingum var sambærileg á Akranesi og á Sauðárkróki. Um helmingur skjólstæðinga á báðum stöðum var með mæði eða öndunarerfiðleika og meirihluti skjólstæðinga á báðum stöðum fann til þreytu, eða í um 90% tilvika. Um þriðjungur skjólstæðinga á báðum stöðum hafði hlotið byltur síðustu 90 daga. Fleiri þurftu aðstoð við lyfjatöku á Sauðárkróki en á Akranesi. Ekki var marktækur munur á dreifingu í MAPLe-flokka og þjónustuþörf á Akranesi og á Sauðárkróki. Skjólstæðingar á Sauðárkróki fengu ekki kvöldþjónustu frá heimahjúkrun og hvorki kvöld- né helgarþjónustu frá félagslegri heimaþjónustu en slík þjónusta var veitt á Akranesi.

Ályktanir: Niðurstöður gefa til kynna að interRAI-HC-upphafsmatið og MAPLe-flokkarnir geti nýst bæði heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu til að meta stöðu og þjónustuþörf skjólstæðinga þeirra og þar með veita þjónustu við hæfi og forgangsraða þjónustu til þeirra sem mest þurfa á henni að halda.
Lykilorð: Aldraðir, félagsleg heimaþjónusta, heimahjúkrun, interRAI-HC, MAPLe, upphafsmat.

1.tbl. 2018: Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf og forgangsraða þjónustu í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu


Fagið

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Pistlar og viðtöl

Endurhæfing

Forvarnir og fræðsla

Geðrækt

Lífsstíll

Hjúkrun tekur toll af hverri manneskju líkt og önnur störf sem snúa að umönnun, aðstoð og kennslu. Að hafa valið þann vettvang að ævistarfi var dýru verði keypt hjá Ingu Dagný Eydal hjúkrunarfræðingi en hún lagði allan sinn metnað í starfið þar til að því kom hún þoldi ekki meira.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Forvarnir og fræðsla

Heilbrigðiskerfi

Heilsustofnanir

Mál og menning

Útlendingar

Ég vil byrja á að þakka Soffíu Kristjánsdóttur, fyrrverandi bekkjarsystur minni frá Háskólanum á Akureyri árið 2008, fyrir að skora á mig að skrifa mín þankastrik.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Kjör

Mönnunarmál

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Í meira en áratug hefur almenningur á Íslandi horft upp á baráttu heilbrigðisstétta fyrir bættum kjörum og viðunandi vinnuaðstæðum.

Nánar

Fræðigreinar

 • Íslensk þýðing WHODAS 2.0 og próffræðilegir eiginleikar hennar

  Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Ragnheiður Harpa Arnardóttir og Guðrún Pálmadóttir

  Í hugmyndafræði alþjóðlega flokkunarkerfisins um færni, fötlun og heilsu (ICF) er áhersla lögð á færni fólks við þær aðstæður sem það býr. WHODAS 2.0 spurningalistinn, WHO Disability Assessment Schedule 2.0, var saminn til að mæla færni og fötlun í takt við ICF, óháð mál- og menningarsvæðum eða þeim heilsufarsvanda sem að baki býr. Markmið rannsóknarinnar voru að þýða WHODAS 2.0 og staðfesta próffræðilega eiginleika íslensku þýðingarinnar.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Hegðunarvandamál á hjúkrunarheimilum og tengsl við heilsufar, virkni og fjötranotkun

  Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir og Ingibjörg Hjaltadóttir

  Á Íslandi fjölgar í hópi háaldraðra eins og annars staðar í heiminum. Það kallar á aukna og bætta þjónustu við þennan aldurshóp. Einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma fer því einnig fjölgandi en sjúkdómunum fylgja ýmis taugasálfræðieinkenni. Hegðunarvandi sem birtist hjá allt að 90% einstaklinga með heilabilun veldur hinum aldraða og aðstandendum hans mikilli streitu og dregur úr vellíðan og lífsgæðum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Kvíði hjá öldruðum. Greining og meðferð

  Kvíði lýsir sér þannig að fólk hefur miklar áhyggjur sem erfitt er að stjórna. Þessar áhyggjur fara að hafa áhrif á daglegt líf fólksins.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Geðrækt

  Öldrun

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála