Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Áratugabaráttu hjúkrunarfræðinga fyrir ávísun hormónagetnaðarvarna lokið

16. maí 2019

Sóley S. Bender, prófessor og sérfræðingur í kynheilbrigði

Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður á Íslandi fengu leyfi til ávísa hormónagetnaðarvörnum með samþykki Alþingis undir árslok 2018. Það er seint í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað í öðrum löndum og ber merki um afturhaldssemi og skort á skilningi á menntun hjúkrunarfræðinga og möguleikum þeirra til að leggja meira af mörkum til heilbrigðisþjónustunnar og í þessu tilfelli til kynheilbrigðisþjónustunnar.

Dropinn holar steininn

Sækja þarf um leyfi til Embættis landlæknis til að mega ávísa þessum lyfjum og einungis þeir koma til greina sem hafa tekið viðbótarnám og starfa innan heilsugæslu-, kvenlækninga- eða fæðingarþjónustu. Í vinnslu er undirbúningur viðbótarnáms fyrir hjúkrunarfræðinga sem m.a. tekur mið af fyrirkomulagi og reynslu erlendis. Þessi samþykkt Alþingis var lokaskref í áratugabaráttu. Segja má að óbilandi trú á málstaðinn, þrautseigja, stöðug áframhaldandi barátta, gagnreynd þekking og pólitískur vilji hafi haft mikið að segja til að málið komst loks í höfn og dropinn hafi því smám saman holað steininn. Í framhaldinu má gera ráð fyrir að þessi lagabreyting leiði til frekari leyfisveitinga varðandi önnur mikilvæg lyf sem hjúkrunarfæðingar þurfa að geta ávísað líkt og gert er víða erlendis.

Réttur til kynheilbrigðis virtur

Með þessari samþykkt Alþingis opnast ný leið fyrir hjúkrunarfræðinga, sem starfa í heilsugæslu og þar sem kvenlækningaþjónusta er veitt, til að stuðla að kynheilbrigði fólks, sérstaklega hvað viðkemur takmörkun barneigna. Hér er því um að ræða mikilvæga útvíkkun á starfi þeirra. Útvíkkunin felst ekki eingöngu í því að geta á heildrænan hátt unnið með skjólstæðingnum frá fyrsta skrefi og til lokaskrefs þjónustuferlisins heldur að meta heilbrigðisástand og greina hvaða getnaðarvarnir geta hentað þeim. Hið alþjóðlega samfélag hefur margsinnis samþykkt að fólk eigi rétt á að taka ákvörðun um fjölda barna og bil milli barneigna. Því er mikilvægt að fólk í íslensku samfélagi geti tekið góðar ákvarðanir um sína frjósemi. Til að svo geti orðið þarf að sjá til þess að réttur einstaklingsins til kynheilbrigðis sé virtur. Það er réttur sem alþjóðlegar stofnanir hafa sett fram, svo sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO, 2006, 2010), Alþjóðasamtök um fjölskylduáætlun (IPPF, 2008) og Alþjóðasamtök um kynheilbrigði (WAS, 2014).

Þessi réttur byggist á grundvallarmannréttindum og felst meðal annars í því að hafa aðgang að þjónustu sem stuðlað getur að kynheilbrigði einstaklingsins, fá gagnreyndar upplýsingar um getnaðarvarnir og vera frjáls að taka ákvörðun um notkun getnaðarvarnar. Til að fólk geti sjálft tekið góða ákvörðun um getnaðarvarnir þarf sá sem veitir ráðgjöfina að fylgja hugmyndafræði hennar þar sem samráð er grundvallaratriði. Þó nauðsynlegt sé að skoða frábendingar gerir ráðgjafarferlið kröfu um að fleira sé skoðað til að unnt sé að taka upplýsta ákvörðun og til að stuðla að meðferðarheldni. Mörg dæmi úr mínu klíníska starfi við ráðgjöf um getnaðarvarnir á kvennadeild Landspítalans eru um það þegar konur eða stúlkur hafa ekki fengið nægjanlegar upplýsingar um sína getnaðarvörn, t.d. um verð sem hefur reynst of hátt til að þær geti leyst lyfseðilinn út. Annað dæmi varðar konu sem fær homónasprautuna og óttast ófrjósemi ef hún hættir á blæðingum. Þriðja dæmið snýr að notkun pillunnar fyrstu mánuðina þar sem stúlka er með blettablæðingar. Hún efast um að pillan virki og hættir notkun hennar án þess að leita sér frekari upplýsinga.

Hugað að jaðarhópum

Í framkvæmdaáætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um kynheilbrigði, sem samþykkt var 2016 og nær til Evrópulanda og þar með Íslands (WHO, 2016), er lögð rík áhersla á að fólk eigi greiðan aðgang að kynheilbrigðisþjónustu, sérstaklega ungt fólk og fólk í jaðarhópum samfélagsins. Í framhaldsskólum landsins munu þessar breytingar gera þjónustuferlið varðandi ráðgjöf um getnaðarvarnir mun skilvirkara. Í stað þess að veita fræðslu og ráðgjöf um getnaðarvarnir og verða síðan að vísa til læknis til að fá ávísun á getnaðarvörn þá er unnt að ljúka þjónustuferlinu. Dæmi eru um að unglingsstúlkur, sem leitað hafa til skólahjúkrunarfræðings, fresta því eða hafa sig ekki í að panta tíma hjá heimilislækni til að fá þá getnaðarvörn sem tekin var ákvörðun um að nota.

Hjúkrunarfræðingar í heilsugæslu þurfa sérstaklega að huga að jaðarhópum í samfélaginu sem iðulega skortir upplýsingar um þjónustuna en þurfa á henni að halda. Mikilvægt er að ná til þeirra með fræðslu og ráðgjöf um getnaðarvarnir. Hjúkrunarfræðingar geta jafnvel skipulagt sérstaka móttöku á heilsugæslustöðvum fyrir þessa hópa. Jafnframt ætti að huga að því úti á landi, þar sem aðgengi að læknum er takmarkað, að hjúkrunarfræðingar geti boðið þessa sérhæfðu þjónustu.

Takmarkaðar upplýsingar um getnaðarvarnir og takmarkað aðgengi að þjónustunni getur leitt til óráðgerðrar þungunar sem unnt hefði verið að fyrirbyggja. Það er því til mikils að vinna fyrir hjúkrunarfræðinga að bæta þjónustu hér á landi að þessu leyti og vera í góðri samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir, svo sem lækna og lyfjafræðinga. Gera má ráð fyrir því að þessi lagabreyting auki þekkingu og færni hjúkrunarfræðinga sem líklegt má telja að leiði til betri þjónustu á sérsviði kynheilbrigðis. Fagleg fræðsla og ráðgjöf um getnaðarvarnir stuðlar að staðfastari notkun getnaðarvarna og þar með meðferðarheldni. Með þarfir skjólstæðingsins í fyrirrúmi er lögð áhersla á að hann fái fullkomnustu þjónustu hverju sinni eins og lög um réttindi sjúklinga kveða á um.

Heimildir

IPPF (International Planned Parenthood Federation) (2008). Sexual rights: An IPPF declaration. London: IPPF; https://www.ippf.org/resource/sexual-rights-ippf-declaration.
Lög um breytingu á lyfjalögum og lögum um landlækni og lýðheilsu (lyfjaávísanir hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra) nr. 153/2018.
Lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997.
WAS (World Association for Sexual Health) (2014). Declaration of sexual rights; http://www.worldsexology.org/resources/declaration-of-sexual-rights/.
WHO (World Health Organization) (2016). Action plan for sexual and reproductive health. Kaupmannahöfn: WHO Europe; http://www.euro.who.int/__data/assets/pdf_file/0003/322275/Action-plan-sexual-reproductive-health.pdf?ua=1.
WHO (World Health Organization) (2006, 2010). Sexual and reproductive health. Sexual rights; https://www.who.int/reproductivehealth/topics/sexual_health/sh_definitions/en/.Framtíð

Fagleg málefni

Heilbrigðiskerfi

Saga

Stjórnvöld

Pistlar

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

„Ég held það hafi alltaf legið fyrir mér að fara í hjúkrunarfræði,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Nánar

Hjúkrun fólks með langvinna og alvarlega geðrofssjúkdóma hefur átt hug og hjarta Margrétar Eiríksdóttur undanfarin 40 ár.

Nánar

Árangur hjúkrunarfæðings ræðst ekki af því hversu mikla fræðilega þekkingu hann býr yfir að mati Rhomz Singayan Aquino, heldur hversu góður og sveigjanlegur hann er við að nota allt sem hann hefur lært.

Nánar

Fræðigreinar

 • Þróun skimunartækisins HEILUNG

  Sóley Sesselja Bender, prófessor BS, MS, PhD, sérfræðingur í kynheilbrigði, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

  Tilgangurinn með því að þróa þetta skimunartæki er að meta á heildrænan hátt heilbrigði ungs fólks ásamt undirliggjandi áhættuþáttum, áhættuhegðun og verndandi þáttum. Tækið er ætlað skólahjúkrunarfræðingum í framhaldsskólum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Sálfélagsleg líðan fullorðinna einstaklinga eftir innanskúmsblæðingu: kerfisbundið fræðilegt yfirlit

  Sjálfsprottin innanskúmsblæðing (SiB) er kölluð heila- blóðfall yngra fólksins. Sálfélagsleg vanlíðan einstaklinga sem fengið hafa SiB getur valdið þeim erfiðleikum með að ná takti í lífinu, jafnvel mörgum árum eftir áfallið. Þrátt fyrir fjölda rannsókna skortir kerfisbundna samantekt á þeim vanda sem einstaklingar með SiB standa frammi fyrir auk þekkingar á bestu hugsanlegu úrræðum.

  Fagið

  Blóð

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Ritrýnd grein

 • Hið ófyrirséða — fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ofbeldi á geðdeildum

  Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvað kveikti á árásargjarnri hegðun sjúklinga á geðdeildum og hvaða aðferðum starfsfólk beitti til að koma í veg fyrir hana.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Geðrækt

  Heilbrigðiskerfi

  Samskipti

  Ritrýnd grein

 • Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu

  Ingibjörg Hjaltadóttir og Hallveig Skúladóttir

  Mikil fjölgun í hópi þeirra sem vilja búa í sjálfstæðri búsetu þrátt fyrir versnandi heilsufar og óska eftir þjónustu heimahjúkrunar gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota samræmt matstæki, eins og interRAI-matstækið (Resident Assessment Instrument) sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Athafnir og þátttaka eldri borgara

  Margrét Brynjólfsdóttir, Guðrún Pálmadóttir og Sólveig Ása Árnadóttir

  Árið 2013 voru 13,6% íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum 65 ára eða eldri. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka athafnir og þátttöku í daglegu lífi meðal heimabúandi eldri borgara á þessu svæði.

  Fagið

  Ritrýnd grein

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála