Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Embættismaður með hugmyndafræði hjúkrunar að leiðarljósi

16. maí 2019

Vilborg Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðingur

Hugmyndafræði hjúkrunar er nauðsynleg við stefnumótun og öll önnur viðfangsefni heilbrigðisyfirvalda og því mikilvægt að hjúkrunarfræðingar komi þar að. Slík verkefni krefjast yfirsýnar og víðtækrar þekkingar á heilbrigðisþjónustunni og samfélaginu í heild og þeim viðfangsefnum sem þarf að glíma við á hverjum tíma. Gagnkvæmur skilningur, þekking og virðing fyrir stöðu og starfssviði annarra eru þar einnig lykilatriði. Ég hef verið svo lánsöm að fá að starfa við slík viðfangsefni bæði á Íslandi og hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni.

Fyrsti hjúkrunarfræðingurinn hjá landlækni

Fyrsti landlæknirinn kom til starfa á Íslandi árið 1760 og hafði hliðstætt hlutverk og embætti landlæknis hefur enn í dag. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 1985 sem fyrsti hjúkrunarfræðingurinn var ráðinn þar til starfa. Það ár kom landlæknir að máli við mig um að koma til starfa hjá embætti landlæknis því hann taldi að þekking mín myndi gagnast embættinu vel. Þá störfuðu við embættið tveir læknar, bókasafnfræðingur og þrír skrifstofumenn. Það varð úr að ég fékk leyfi frá starfi mínu sem einn af framkvæmdastjórum hjúkrunar á Landspítalanum til eins árs, en var síðan skipuð yfirhjúkrunarfræðingur við landlæknisembættið.

Það þótti tíðindum sæta að hjúkrunarfræðingur væri ráðinn til starfa við embætti landlæknis. Læknar voru örugglega undrandi yfir því en létu mig aldrei heyra það né finna. Öðru máli gegndi með ýmsa hjúkrunarfræðinga sem töldu mig vera að gera lítið úr hjúkrunarstarfinu með því að ráða mig til landlæknis. Ég fékk heldur ekki lengur að tilheyra Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga því mín störf voru ekki talin hjúkrunarstörf. Ýmsu þessu var erfitt að kyngja en þessi mynd breyttist fljótt.

Frá fyrsta degi var ljóst að þekking mín sem hjúkrunarfræðingur og lýðheilsufræðingur gagnaðist mjög vel. Þegar ég lét af störfum þar tuttugu árum síðar var öllum löngu ljóst að þekking hjúkrunarfræðinga var mjög mikilvæg í þeim verkefnum sem embættinu eru falin. Þá voru sjö hjúkrunarfræðingar þar í starfi.

Störf og ráðgjöf hjá þremur ráðuneytum

Ég starfaði sem skrifstofustjóri í vel á annan áratug í þremur ráðuneytum, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, félags- og tryggingamálaráðuneyti og velferðarráðuneyti. Þá vann ég samanlagt í um tvö ár hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, fyrst sem sérfræðingur en svo sem yfirmaður hjúkrunarmála í Evrópu. Síðan þá hefur stofnunin oft á ári leitað til mín sem ráðgjafa í ýmsum verkefnum.

Þessi störf hafa verið ólík en öll hafa þau stefnt að sama marki, þ.e. að styrkja heilbrigðisþjónustuna og vellíðan einstaklinga með hugmyndafræði hjúkrunar að leiðarljósi. Störfin hjá embætti landlæknis miðuðu mest að innra skipulagi, gæðum og öryggi þjónustunnar og réttindum sjúklinga, en störfin hjá ráðuneytunum meira að heildarskipulagi og uppbyggingu þjónustunnar. Störfin hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni fólust mest í að leiðbeina stjórnvöldum í aðildarríkjunum sem tilheyra svæðisskrifstofu Evrópu, 53 talsins, við uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar í heild, að koma á fót og viðhalda stjórnunarlegri og faglegri þjónustu, innleiðingu nýrrar þekkingar, menntun hjúkrunarfræðinga, ábyrgð þeirra og stöðu í heilbrigðisþjónustu þessara ólíku landa.

Það sem einkenndi starfsumhverfið hjá embætti landlæknis var að þar voru það einvörðungu fagleg gildi sem réðu ákvarðanatöku. Í ráðuneytunum voru ákvarðanir byggðar á faglegum grunni þó fyrir kæmi að forgangsröðun og áherslur breyttust vegna stjórnmálaskoðana eða stefnu og samstarfsyfiryfirlýsinga ríkisstjórna.

Málsvari hjúkrunar á alþjóðavettvangi

Hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni var öll ráðgjöf og stuðningur við löndin byggð af djúpri faglegri þekkingu. En leiðarljósin voru ávallt gundvallargildi Sameinuðu þjóðanna, svo sem að viðhalda friði og öryggi, góðum samkiptum milli þjóða, virðingu fyrir þjóðfélagslegum og menningarlegum mun og að stuðla að jöfnum rétti einstaklinga. Það var ótrúlega gefandi að fá að hafa áhrif á stöðu heilbrigðismála í ólíkum löndum og ráðgjöfin var alltaf vel þegin. Það eru mikil foréttindi að hafa fengið að vera málsvari hjúkrunar á alþjóðavettvangi.

Veigamestu störf hjúkrunarfræðinga eru við sjúkrabeð sjúklings, að hlúa að veikum einstaklingum hvar sem þeir eru staddir, að veita ráðgjöf, fræðslu og forvarnir og að standa við hlið einstaklinga og aðstandenda á erfiðum tímum. Kennsla, rannsóknir og vísindastörf eru einnig mjög mikilvæg því að öðrum kosti menntum við ekki einstaklinga til hjúkrunarstarfa né eflum fagið, hjúkrunina og heildarsýnina.

En sjónarmið hjúkrunar eiga heima víðar …

Fortíð

Saga

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Pistlar

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

„Ég held það hafi alltaf legið fyrir mér að fara í hjúkrunarfræði,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Nánar

Hjúkrun fólks með langvinna og alvarlega geðrofssjúkdóma hefur átt hug og hjarta Margrétar Eiríksdóttur undanfarin 40 ár.

Nánar

Árangur hjúkrunarfæðings ræðst ekki af því hversu mikla fræðilega þekkingu hann býr yfir að mati Rhomz Singayan Aquino, heldur hversu góður og sveigjanlegur hann er við að nota allt sem hann hefur lært.

Nánar

Fræðigreinar

 • Þróun skimunartækisins HEILUNG

  Sóley Sesselja Bender, prófessor BS, MS, PhD, sérfræðingur í kynheilbrigði, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

  Tilgangurinn með því að þróa þetta skimunartæki er að meta á heildrænan hátt heilbrigði ungs fólks ásamt undirliggjandi áhættuþáttum, áhættuhegðun og verndandi þáttum. Tækið er ætlað skólahjúkrunarfræðingum í framhaldsskólum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Sálfélagsleg líðan fullorðinna einstaklinga eftir innanskúmsblæðingu: kerfisbundið fræðilegt yfirlit

  Sjálfsprottin innanskúmsblæðing (SiB) er kölluð heila- blóðfall yngra fólksins. Sálfélagsleg vanlíðan einstaklinga sem fengið hafa SiB getur valdið þeim erfiðleikum með að ná takti í lífinu, jafnvel mörgum árum eftir áfallið. Þrátt fyrir fjölda rannsókna skortir kerfisbundna samantekt á þeim vanda sem einstaklingar með SiB standa frammi fyrir auk þekkingar á bestu hugsanlegu úrræðum.

  Fagið

  Blóð

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Ritrýnd grein

 • Hið ófyrirséða — fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ofbeldi á geðdeildum

  Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvað kveikti á árásargjarnri hegðun sjúklinga á geðdeildum og hvaða aðferðum starfsfólk beitti til að koma í veg fyrir hana.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Geðrækt

  Heilbrigðiskerfi

  Samskipti

  Ritrýnd grein

 • Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu

  Ingibjörg Hjaltadóttir og Hallveig Skúladóttir

  Mikil fjölgun í hópi þeirra sem vilja búa í sjálfstæðri búsetu þrátt fyrir versnandi heilsufar og óska eftir þjónustu heimahjúkrunar gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota samræmt matstæki, eins og interRAI-matstækið (Resident Assessment Instrument) sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Athafnir og þátttaka eldri borgara

  Margrét Brynjólfsdóttir, Guðrún Pálmadóttir og Sólveig Ása Árnadóttir

  Árið 2013 voru 13,6% íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum 65 ára eða eldri. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka athafnir og þátttöku í daglegu lífi meðal heimabúandi eldri borgara á þessu svæði.

  Fagið

  Ritrýnd grein

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála