Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Formaður í jafnréttisbaráttu

16. maí 2019

Birna G. Flygenring var formaður Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga 1980-1982

Strax eftir að ég útskrifaðist frá námbraut í hjúkrunarfræði árið 1979 var ég beðin um að koma í stjórn Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga og árið eftir var ég orðin formaður. Ástæðan fyrir því var fyrst og fremst sú að þáverandi formaður, Jóhanna Bernharðsdóttir, var á leið til Bandaríkjanna í meistaranám. Reynslulítil og blaut bak við bæði eyrun sagði ég já þegar ég var beðin um að taka við. Á þessum tíma var félagið ungt, hafði verið stofnað árið 1978 og félagsmenn fáir. Í stjórn félagsins auk mín var úrvalslið hjúkrunarfræðinga, þau Ásta Möller, Laura Sch. Thorsteinsson, Jón Snorrason og Þórdís Ingólfsdóttir. Aðalbaráttumál félagsins voru kjaramál, allur krafturinn fór í þau. Þetta voru oft erfiðir tímar. Á þessum árum þurftu háskólamenntaðir hjúkrunarfræðingar að sanna sig í starfi. Tortryggni gætti í garð þeirra frá mörgum hjúkrunarfræðingum sem útskrifaðir voru frá Hjúkrunarskóla Íslands og þurftu þeir háskólamenntuðu því oft að sýna fram á tilverurétt sinn sem háskólamenntaðir hjúkrunarfræðingar. Ein helsta gagnrýni á námið var að við hefðum ekki fengið nægilega mikla verklega kennslu.

„Þótt margt hafi áunnist er líklega enn nokkuð í land“

Það sem einkenndi fyrst og fremst tíðarandann á þessum árum var kvennabaráttan – baráttan fyrir jafnrétti og jafnari launakjörum kynjanna. Baráttan fékk svo byr undir báða vængi þegar Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti Íslands fyrst kvenna árið 1980. Kjarabarátta félagsins var í takt við tíðarandann. Krafa okkar var byggð á þeirri jafnréttiskröfu að fá laun til samræmis við aðra hópa sem lokið höfðu fjögurra ára háskólanámi. Sú krafa hlaut ekki hljómgrunn hjá samningamönnum ríkisins. Við sáum það síðar að eina leiðin til að breyta laununum var að allir hjúkrunarfræðingar væru í sama félagi. Á meðan svo var ekki var eilífur samanburður milli félaganna og viðkvæðið hjá samninganefnd ríkisins var það, að ekki væri hægt að hækka laun háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga því þá kæmu allir aðrir hjúkrunarfræðingar á eftir með sínar launakröfur. Þar sem þeir væru svo margir væri ekki hægt að hækka launin. Það var ekki mikill skilningur á mikilvægi starfs og menntunar hjúkrunarfræðinga meðal samningamanna á þessum árum. Samvinna milli Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga og Hjúkrunarfélags Íslands í menntunarmálum var til staðar frá upphafi þrátt fyrir að hjúkrunarfræðingar væru ekki í sama stéttarfélagi. Á þeim árum sem liðin eru frá því að ég var formaður hefur mikið vatn runnið til sjávar. Hjúkrunarfræðimenntun er í góðum farvegi og geta hjúkrunarfræðingar verið stoltir af námi sínu. Í dag er boðið upp á BS-, meistara- og doktorsnám bæði í Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri. En hefur orðið breyting á launamálum? Eru hjúkrunarfræðingar komnir á þann stað að fá sömu laun og aðrar háskólamenntaðar stéttir með jafnlangt nám að baki? Þótt margt hafi áunnist er líklega enn nokkuð í land.

Brottfall hjúkrunarfræðinga af vinnumarkaði er áhyggjuefni

Á síðustu árum hefur mikið verið rætt og ritað um skort á hjúkrunarfræðingum til starfa. Það skýrist jú fyrst og fremst af brottfalli fjölmennrar kynslóðar hjúkrunarfræðinga af vinnumarkaðinum, meiri þörf fyrir hjúkrunarfræðinga og að sá fjöldi hjúkrunarfræðinga sem útskrifast ár hvert heldur vart í við þann fjölda sem hefur töku á lífeyri. Við þetta bætist að ákveðið hlutfall af ungum hjúkrunarfræðingum hættir í hjúkrun skömmu eftir útskrift. Rannsóknir sýna að hjúkrunarfræðingar eru undir miklu vinnuálagi. Starfið er krefjandi bæði andlega og líkamlega. Margir þeirra finna fyrir streitu í starfi og jafnvel kulnun, einkum þeir sem yngri eru, og það hefur áhrif á ákvörðun þeirra að vinna við hjúkrun í framtíðinni. Það leiðir hugann að vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga og hvernig búið er að ungum hjúkrunarfræðingum þegar þeir stíga sín fyrstu spor á vinnumarkaðinum eftir útskrift. Það þarf að hlúa vel að þeim, þekkja þarfir þeirra og reyna að koma til móts við þær til þess að stuðla að festu þeirra í starfi. En það má ekki heldur gleyma þeim sem eldri eru, þeim sem staðið hafa vaktina í áratugi og borið hitann og þungann af hjúkrunarþjónustunni. Þeir finna líka mikið fyrir álagi og streitu. Heilbrigðisþjónustan í dag þarf á hjúkrunarfræðingum að halda meira en nokkru sinni fyrr, sama á hvaða aldri þeir eru. Til þess að halda þeim í starfi þarf að skapa vinnuumhverfi sem gerir þeim kleift að sinna skjólstæðingum sínum hvar sem þeir birtast þeim, af umhyggju, öryggi og ekki hvað síst af faglegri færni.

.

Fortíð

Kjör

Saga

Vinnumarkaður

Pistlar

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

„Ég held það hafi alltaf legið fyrir mér að fara í hjúkrunarfræði,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Nánar

Hjúkrun fólks með langvinna og alvarlega geðrofssjúkdóma hefur átt hug og hjarta Margrétar Eiríksdóttur undanfarin 40 ár.

Nánar

Árangur hjúkrunarfæðings ræðst ekki af því hversu mikla fræðilega þekkingu hann býr yfir að mati Rhomz Singayan Aquino, heldur hversu góður og sveigjanlegur hann er við að nota allt sem hann hefur lært.

Nánar

Fræðigreinar

 • Þróun skimunartækisins HEILUNG

  Sóley Sesselja Bender, prófessor BS, MS, PhD, sérfræðingur í kynheilbrigði, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

  Tilgangurinn með því að þróa þetta skimunartæki er að meta á heildrænan hátt heilbrigði ungs fólks ásamt undirliggjandi áhættuþáttum, áhættuhegðun og verndandi þáttum. Tækið er ætlað skólahjúkrunarfræðingum í framhaldsskólum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Sálfélagsleg líðan fullorðinna einstaklinga eftir innanskúmsblæðingu: kerfisbundið fræðilegt yfirlit

  Sjálfsprottin innanskúmsblæðing (SiB) er kölluð heila- blóðfall yngra fólksins. Sálfélagsleg vanlíðan einstaklinga sem fengið hafa SiB getur valdið þeim erfiðleikum með að ná takti í lífinu, jafnvel mörgum árum eftir áfallið. Þrátt fyrir fjölda rannsókna skortir kerfisbundna samantekt á þeim vanda sem einstaklingar með SiB standa frammi fyrir auk þekkingar á bestu hugsanlegu úrræðum.

  Fagið

  Blóð

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Ritrýnd grein

 • Hið ófyrirséða — fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ofbeldi á geðdeildum

  Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvað kveikti á árásargjarnri hegðun sjúklinga á geðdeildum og hvaða aðferðum starfsfólk beitti til að koma í veg fyrir hana.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Geðrækt

  Heilbrigðiskerfi

  Samskipti

  Ritrýnd grein

 • Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu

  Ingibjörg Hjaltadóttir og Hallveig Skúladóttir

  Mikil fjölgun í hópi þeirra sem vilja búa í sjálfstæðri búsetu þrátt fyrir versnandi heilsufar og óska eftir þjónustu heimahjúkrunar gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota samræmt matstæki, eins og interRAI-matstækið (Resident Assessment Instrument) sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Athafnir og þátttaka eldri borgara

  Margrét Brynjólfsdóttir, Guðrún Pálmadóttir og Sólveig Ása Árnadóttir

  Árið 2013 voru 13,6% íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum 65 ára eða eldri. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka athafnir og þátttöku í daglegu lífi meðal heimabúandi eldri borgara á þessu svæði.

  Fagið

  Ritrýnd grein

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála