Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Grunngildi hjúkrunar alltaf þau sömu

16. maí 2019

Laura Sch. Thorsteinsson var formaður Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga 1987-1989

Þegar ég tók við formennsku voru einungis átta ár liðin frá því að ég lauk BS-námi í hjúkrunarfræði. Ástæða þess að ég bauð mig fram til formannskjörs var áhugi minn á faglegum málefnum hjúkrunar og sannfæring um mikilvægi hennar. Mér fannst þá jafnt sem nú að margt biði úrlausnar, svo sem þróun fagsins með verðmæti hjúkrunar og áhrif hjúkrunarfræðinga í huga og svo auðvitað starfskjör þeirra.

Á þessum tíma var tiltölulega stutt frá því að hjúkrunarfræði varð háskólagrein á Íslandi, en einungis 10 ár höfðu liðið frá því að fyrstu háskólamenntuðu hjúkrunarfræðingarnir luku námi frá Háskóla Íslands. En framgangur hjúkrunar var að eflast og uppgangstímabil fyrir hjúkrun í burðarliðnum. Fram á sjónarsviðið voru að koma nýir leiðtogar innan hjúkrunar og nýir möguleikar að skapast. Áherslan varð þó á kjarabaráttu sem endaði með sex vikna verkfalli vorið 1989.

Verkfallið tók mjög á alla sem að því stóðu, svo sem stjórn félagsins, kjaranefnd, samningsaðila og félagsmenn sjálfa sem áttu í verkfallinu. Auk þess vofði alltaf yfir sú ógn að alvarleg atvik, sem tengdust verkfallinu, gætu átt sér stað. Ég hugsaði um það á meðan á verkfallinu stóð hversu mikil orka og tími fór í það og hversu miklu árangursríkara það væri ef hjúkrunarfræðingar væru metnir að verðleikum og kjör þeirra væru með þeim hætti að ekki væri talin þörf á að fara í verkfall. Ef allur tíminn og orkan hefðu frekar farið í að sinna faglegum málefnum innan hjúkrunar hefði það verið svo dýrmætt. En þá voru kjör hjúkrunarfræðinga með þeim hætti að ekki var talið hægt að búa við þau og því nauðsynlegt að fara í verkfall.

Gæfuspor að sameina félögin

Margt hefur breyst á þeim 30 árum sem liðin eru frá minni formannstíð. Menntunarstig hjúkrunarfræðinga hefur hækkað mikið og því hafa margvíslegir nýir starfsmöguleikar opnast fyrir þá. Rannsóknum innan hjúkrunar hér á landi hefur fleygt fram. Ég tel að það hafi verið mikið gæfuspor þegar Hjúkrunarfélag Íslands og Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga voru sameinuð fyrir 25 árum í eitt öflugt félag hjúkrunarfræðinga. Heilbrigðiskerfið hefur breyst mikið og flækjustig þess aukist. En þrátt fyrir allar breytingar eru grunngildi hjúkrunar alltaf þau sömu í takt við siðareglur okkar og fagleg umhyggja er enn þá innsta eðli hjúkrunar.

Hjúkrun er ein meginstoð heilbrigðisþjónustu og hefur því mikil áhrif á gæði hennar. Ég hef ótal sinnum séð hvers virði góð hjúkrun er og hversu mikil áhrif á lífsgæði fólks hún getur haft. Hjúkrunarfræðingar snerta líf ótal aðila á öllum sviðum heilbrigðisþjónustu á krefjandi augnablikum, á gleðistundum og þegar erfiðleikar steðja að. Ég hef séð dugnað og fagmennsku hjúkrunarfræðinga og hvers þeir eru megnugir. Ég hlakka til að sjá hjúkrun þróast áfram í takt við nýja tíma með öflugum rannsóknum og ekki síst með því að nýta rannsóknarniðurstöður í starfi og efla samstarf milli fræðasamfélags og klínísks starfs.

Ég óska þess að hjúkrun haldi áfram að þróast með gildi félagsins okkar, þekkingu, færni og umhyggju, að leiðarljósi og að tilgangur félagsins, sem er að vinna að árangursríkri og öruggri heilbrigðisþjónustu, sé í heiðri hafður.
Nútíð

Saga

Pistlar

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Pistlar og viðtöl

Endurhæfing

Forvarnir og fræðsla

Geðrækt

Lífsstíll

Hjúkrun tekur toll af hverri manneskju líkt og önnur störf sem snúa að umönnun, aðstoð og kennslu. Að hafa valið þann vettvang að ævistarfi var dýru verði keypt hjá Ingu Dagný Eydal hjúkrunarfræðingi en hún lagði allan sinn metnað í starfið þar til að því kom hún þoldi ekki meira.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Forvarnir og fræðsla

Heilbrigðiskerfi

Heilsustofnanir

Mál og menning

Útlendingar

Ég vil byrja á að þakka Soffíu Kristjánsdóttur, fyrrverandi bekkjarsystur minni frá Háskólanum á Akureyri árið 2008, fyrir að skora á mig að skrifa mín þankastrik.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Kjör

Mönnunarmál

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Í meira en áratug hefur almenningur á Íslandi horft upp á baráttu heilbrigðisstétta fyrir bættum kjörum og viðunandi vinnuaðstæðum.

Nánar

Fræðigreinar

 • Íslensk þýðing WHODAS 2.0 og próffræðilegir eiginleikar hennar

  Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Ragnheiður Harpa Arnardóttir og Guðrún Pálmadóttir

  Í hugmyndafræði alþjóðlega flokkunarkerfisins um færni, fötlun og heilsu (ICF) er áhersla lögð á færni fólks við þær aðstæður sem það býr. WHODAS 2.0 spurningalistinn, WHO Disability Assessment Schedule 2.0, var saminn til að mæla færni og fötlun í takt við ICF, óháð mál- og menningarsvæðum eða þeim heilsufarsvanda sem að baki býr. Markmið rannsóknarinnar voru að þýða WHODAS 2.0 og staðfesta próffræðilega eiginleika íslensku þýðingarinnar.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Hegðunarvandamál á hjúkrunarheimilum og tengsl við heilsufar, virkni og fjötranotkun

  Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir og Ingibjörg Hjaltadóttir

  Á Íslandi fjölgar í hópi háaldraðra eins og annars staðar í heiminum. Það kallar á aukna og bætta þjónustu við þennan aldurshóp. Einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma fer því einnig fjölgandi en sjúkdómunum fylgja ýmis taugasálfræðieinkenni. Hegðunarvandi sem birtist hjá allt að 90% einstaklinga með heilabilun veldur hinum aldraða og aðstandendum hans mikilli streitu og dregur úr vellíðan og lífsgæðum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Kvíði hjá öldruðum. Greining og meðferð

  Kvíði lýsir sér þannig að fólk hefur miklar áhyggjur sem erfitt er að stjórna. Þessar áhyggjur fara að hafa áhrif á daglegt líf fólksins.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Geðrækt

  Öldrun

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála