Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Klínísk og gagnreynd þekking, skjólstæðingum til hagsbóta

16. maí 2019

Dr. Herdís Sveinsdóttir var formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 1999–2003

Vorið 1999 var ég við það að ljúka doktorsnámi, hafði unnið í 12 ár í Háskóla Ísland og menntunarmál hjúkrunarfræðinga voru mér mjög ofarlega í huga. Meistaranám í hjúkrun var nýhafið í HÍ og mikil gerjun í gangi. Þá var auglýst framboð til formanns Fíh og ég hvött til að bjóða mig fram. Ég tók þeirri áskorun. Fréttir frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga voru yfirleitt tengdar kjaramálum og baráttu að mér fannst og ég vildi koma inn og leggja áherslu á menntamálin. Meginmarkmið mitt með framboðinu var að skoða menntamál hjúkrunarfræðinga, framhaldsnám, símenntun og nýtingu menntunar í starfi. Raunin varð hins vegar að mestum hluta af tíma mínum var varið í kjaramál, ekki menntamál. Kjarafulltrúi félagsins hætti störfum um svipað leyti og ég byrjaði og nýr hóf störf u.þ.b. átta mánuðum síðar svo kjara- og réttindamál voru alfarið á mínu borði. Ég tók þá ábyrgð mjög alvarlega að hjúkrunarfræðingar, sem leituðu til félagsins, fengju réttláta lausn mála sinna. Þá tóku kjarasamningar og stofnanasamningar mikinn tíma að ónefndu tveggja daga verkfallinu í maí 2001, fyrsta verkfalli Fíh Þar held ég að við höfum farið rétta leið, þ.e. að leggja fram áætlun um tveggja daga verkföll en ekki eitt langvarandi. Starfið við samningaborðið er minnisstætt og mér fannst það oftast ögrandi og skemmtilegt. Einu atviki man ég eftir því mér þótti það asnalegt og hlægilegt. Við í samninganefnd hjúkrunarfræðinga höfðum slitið fundi eitt sinn þar sem ekkert gekk því formaður samninganefndar ríkisins (SR) var ekki á staðnum. Á næsta samningafund mætti öll 14 til 16 manna SR í halarófu á boðaðan samningafund (venjulega voru þetta 3 til 4 aðilar á fundum frá þeim), settist á móti okkur við fundarborðið og tilkynnti að þau öll hefðu samningsumboðið en ekki bara formaðurinn. Slitu því næst fundi og hersingin stormaði út. Hvílíkt hallærisleikrit!! Samtals var þarna um nokkurra klukkustunda vinnu ríkisstarfsmannanna að ræða, hafði fólkið ekki annað við tíma sinn að gera? hugsaði ég.

Baráttumál hjúkrunarfræðinga voru að mörgu leyti svipuð þá og í dag, hærri laun, styttri vinnutími, betri aðbúnaður á vinnustað, menntun metin til launa og fleira. Í stofnanasamningum gætti þó nýs hugsanaháttar, það er að hæfni í klínískri hjúkrun skyldi viðurkennd og metin til launa en það þýddi að allir hjúkrunarfræðingar fengju ekki endilega sömu laun. Það gat verið erfitt að fella það viðhorf inn í hugsunarhátt hjúkrunarfræðinga.

Viðfangsefnin voru þó fjölmörg um og upp úr aldamótum og margt sem stendur upp úr. Heljarímyndarátak var unnið 2002 til að kynna á raunhæfan hátt störf hjúkrunarfræðinga og tóku fjölmargir hjúkrunarfræðingur þátt í því. Meginmarkmið átaksins var að 116 hjúkrunarfræðingar skyldu útskrifast ár hvert frá árinu 2006. Fjölgun var sem sagt í brennidepli þá líkt og nú. Raðgreining erfðaefnisins og áhrif líftækni á heilbrigðisþjónustu var mikið til umfjöllunar í samfélaginu á þessum árum og var samin skýrsla um stefnu Fíh í þeim efnum og ályktað um líftækni á fulltrúaþingi Fíh 2003. Það var hins vegar lítil eftirfylgni með því. Auður í krafti kvenna var átak sem hafði það að markmiði að auka þátttöku kvenna í atvinnusköpun. F.í.h. stóð fyrir námskeiði fyrir hjúkrunarfræðinga í samvinnu við HR sem hafði umsjón með átakinu. Námskeiðið var fullt ef ég man rétt og áhugavert væri að frétta hvað varð um atvinnusköpun hjúkrunarfræðinganna sem það sóttu. „Jaðarsmálið“ svokallaða tók mikinn tíma en sveitastjórn Snæfellsbæjar ákvað árið 1999 að ráða sjúkraliða til að leysa af hjúkrunarforstjóra Dvalarheimilisins Jaðars, eina hjúkrunarfræðinginn á staðnum, í fæðingarorlofi. Hjúkrunarfræðingur hafði líka sótt um, og lagalega skyldi veitt hjúkrunarþjónusta á öldrunarstofnunum með hjúkrunarrými. Ráðningin var kærð og erindið sent fram og til baka milli ráðuneyta, en niðurstaðan var að sveitastjórnin komst upp með þetta. Ýmislegt fleira rifjast upp, t.d. sameining heilbrigðisstofnana, ritun bókar um sögu hjúkrunar hófst, skýrsla Ríkisendurskoðunar um að fyrsti viðkomustaður heilbrigðisþjónustu væri heilsugæslan en hjúkrunarfræðingar og hreinlega allir aðrir en læknar gleymdust í umfjölluninni, staða sérfræðinga í hjúkrun og rafræn skráning hjúkrunarupplýsingar svo fátt eitt sé nefnt. Ég hef ekki minnst á erlent samstarf sem tók mikinn tíma og skiptir gífurlega miklu máli varðandi deilingu hugmynda á milli landa og samstæðum tillögum að ýmsum úrbótum.

Framtíðarsýn mín í dag er í grunninn sú sama og fyrir 20 árum: Vel menntaðir hjúkrunarfræðingar sem standa föstum fótum í raunveruleika klíníska starfsins og geta tengt vel saman klíníska þekkingu og gagnreynda þekkingu skjólstæðingnum til hagsbóta. Helstu samstarfsaðilar mínir voru fulltrúar í kjaranefnd, stjórn, starfsmenn á skrifstofu BHM og Fíh og ljóst að formaður áorkar litlu ef hann hefur ekki gott fólk með sér og það hafði ég.

Að lokum, ég sakna gluggans á Suðurlandsbraut og útsýnisins. Hvílík dásemd. Hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á tvíburaturnana í New York þegar ég var formaður og mér er mjög minnisstætt að hlusta á fréttirnar af þeim á skrifstofunni á Suðurlandsbraut og horfa á Esjuna og friðsældina. Sem betur fer voru aldrei slík átök í gangi á mínum formannsferli.

Nútíð

Saga

Pistlar

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Pistlar og viðtöl

Endurhæfing

Forvarnir og fræðsla

Geðrækt

Lífsstíll

Hjúkrun tekur toll af hverri manneskju líkt og önnur störf sem snúa að umönnun, aðstoð og kennslu. Að hafa valið þann vettvang að ævistarfi var dýru verði keypt hjá Ingu Dagný Eydal hjúkrunarfræðingi en hún lagði allan sinn metnað í starfið þar til að því kom hún þoldi ekki meira.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Forvarnir og fræðsla

Heilbrigðiskerfi

Heilsustofnanir

Mál og menning

Útlendingar

Ég vil byrja á að þakka Soffíu Kristjánsdóttur, fyrrverandi bekkjarsystur minni frá Háskólanum á Akureyri árið 2008, fyrir að skora á mig að skrifa mín þankastrik.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Kjör

Mönnunarmál

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Í meira en áratug hefur almenningur á Íslandi horft upp á baráttu heilbrigðisstétta fyrir bættum kjörum og viðunandi vinnuaðstæðum.

Nánar

Fræðigreinar

 • Íslensk þýðing WHODAS 2.0 og próffræðilegir eiginleikar hennar

  Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Ragnheiður Harpa Arnardóttir og Guðrún Pálmadóttir

  Í hugmyndafræði alþjóðlega flokkunarkerfisins um færni, fötlun og heilsu (ICF) er áhersla lögð á færni fólks við þær aðstæður sem það býr. WHODAS 2.0 spurningalistinn, WHO Disability Assessment Schedule 2.0, var saminn til að mæla færni og fötlun í takt við ICF, óháð mál- og menningarsvæðum eða þeim heilsufarsvanda sem að baki býr. Markmið rannsóknarinnar voru að þýða WHODAS 2.0 og staðfesta próffræðilega eiginleika íslensku þýðingarinnar.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Hegðunarvandamál á hjúkrunarheimilum og tengsl við heilsufar, virkni og fjötranotkun

  Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir og Ingibjörg Hjaltadóttir

  Á Íslandi fjölgar í hópi háaldraðra eins og annars staðar í heiminum. Það kallar á aukna og bætta þjónustu við þennan aldurshóp. Einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma fer því einnig fjölgandi en sjúkdómunum fylgja ýmis taugasálfræðieinkenni. Hegðunarvandi sem birtist hjá allt að 90% einstaklinga með heilabilun veldur hinum aldraða og aðstandendum hans mikilli streitu og dregur úr vellíðan og lífsgæðum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Kvíði hjá öldruðum. Greining og meðferð

  Kvíði lýsir sér þannig að fólk hefur miklar áhyggjur sem erfitt er að stjórna. Þessar áhyggjur fara að hafa áhrif á daglegt líf fólksins.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Geðrækt

  Öldrun

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála