Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Sameiningarformaður eftir U-beygju

16. maí 2019

Aðalbjörg J. Finnbogadóttir var formaður Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga 1983-1985

Ekki varð það beint ætlun mín að taka að mér formennsku Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga (F.h.h.) þegar ég mætti á aðalfund félagsins 6. október 1983. Þannig var að ég hafði eiginlega gleymt fundinum en þar sem ég ók fram hjá Lágmúlanum mundi ég allt í einu eftir honum, tók U-beyju, mætti á fundinn og kom út af honum sem formaður félagsins til næstu tveggja ára. F.h.h. var þá ungt félag, aðeins 5 ára gamalt, og voru félagsmenn um 100 talsins. Þetta var áhugasamur hópur sem vildi taka þátt í starfi félagsins og gera veg þess sem mestan. Rúmur fjórðungur félagsmanna starfaði þá í stjórn og nefndum þess. Mitt fyrsta embættisverk sem formaður var að taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni af fimm ára afmæli félagsins. Þeirra tímamóta var minnst meðal annars með veglegri ráðstefnu þar sem fjallað var um fræðsluhlutverk hjúkrunarfræðinga. Á ráðstefnunni voru allir tíu fyrirlesararnir íslenskir hjúkrunarfræðingar með BS-próf og þar af voru fjórir einnig með MS-gráðu.

Markmið félagsins var þá líkt og nú að vinna að bættu heilbrigði landsmanna. Það skyldi gert með því að veita íslenskum hjúkrunarfræðingum ávallt bestu menntun sem völ væri á á hverjum tíma, vinna að umbótum og endurmati á hjúkrunarnámi í Háskóla Íslands, efla möguleika hjúkrunarfræðinga til sí- og framhaldsmenntunar bæði innan lands og utan, bæta aðstöðu hjúkrunarfræðinga til vísindalegra starfa, auka skilning á gildi hjúkrunarrannsókna fyrir þróun hjúkrunar í landinu og stuðla að sem bestri nýtingu menntunar þeirra í starfi. Síðast en ekki síst var markmið félagsins að gæta hagsmuna félagsmanna í hvívetna. Allir þessir þættir hljóma kunnuglega enn þann dag í dag og má segja að misvel hafi gengið að ná þeim og komast á þann stað sem vonir stóðu til.

Þar sem félagið var ungt fór mikill tími og orka í að skapa því tilverurétt og þroska það og efla sem fag- og stéttarfélag. Eitt af markmiðum stjórnarinnar, sem sett var í upphafi míns formannsferils, var að auka tengsl og samstarf við Hjúkrunarfélag Íslands (HFÍ). Sett var á fót samstarfsnefnd beggja hjúkrunarfélaganna sem í sátu sex fulltrúar, þrír frá hvoru félagi. Af þessum sex fulltrúum voru formenn beggja félagana, þ.e. ég fyrir hönd F.h.h. og Sigþrúður Ingimundardóttir, þáverandi formaður HFÍ. Samstarfsnefndin sendi meðal annars frá sér sameiginlega grein um hjúkrun í dagblöðin í tilefni alþjóðadags hjúkrunarfræðinga 12. maí 1984 og á vordögum 1985 gekkst hún fyrir vinnudegi F.h.h. og HFÍ þar sem tilgangurinn var að ræða og fá fram hugmyndir félagsmanna um frekara samstarf félaganna og sameiginlega stefnumörkun í málefnum hjúkrunar á Íslandi. Í lok vinnudagsins var samþykkt ályktun þess efnis að fela samstarfsnefnd og stjórnum félaganna að undirbúa tillögur um sameiningu þeirra. Það tók síðan 10 ár að ljúka því ferli en sameining félaganna í eitt félag, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, varð loks að veruleika hinn 15. janúar 1994.

Þegar ég lít til baka finnst mér það sem stendur upp úr frá formannstíð minni vera það að hefja vinnuna við sameiningu félaganna. Það sem ég vil sjá í nánustu framtíð er að forsvarsmenn heilbrigðisþjónustunnar sjái tækifærin í því að nýta menntun og þekkingu hjúkrunarfræðinga betur en nú er gert í þágu þjóðarinnar, þekkingu sem byggð er á háskólanámi, bæði grunn- og viðbótarnámi innan einstakra sérsviða hjúkrunar, meistaranámi og doktorsnámi, rannsóknum í hjúkrun og gagnreyndri þekkingu. Þetta er þekking sem spannar allt frá forvörnum til sérhæfðar hjúkrunarmeðferðar til handa öllum landsmönnum frá vöggu til grafar. Mikilvæg skref hafa verið stigin í þá átt en enn er langt í land.


Fortíð

Saga

Pistlar

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

„Ég held það hafi alltaf legið fyrir mér að fara í hjúkrunarfræði,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Nánar

Hjúkrun fólks með langvinna og alvarlega geðrofssjúkdóma hefur átt hug og hjarta Margrétar Eiríksdóttur undanfarin 40 ár.

Nánar

Árangur hjúkrunarfæðings ræðst ekki af því hversu mikla fræðilega þekkingu hann býr yfir að mati Rhomz Singayan Aquino, heldur hversu góður og sveigjanlegur hann er við að nota allt sem hann hefur lært.

Nánar

Fræðigreinar

 • Þróun skimunartækisins HEILUNG

  Sóley Sesselja Bender, prófessor BS, MS, PhD, sérfræðingur í kynheilbrigði, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

  Tilgangurinn með því að þróa þetta skimunartæki er að meta á heildrænan hátt heilbrigði ungs fólks ásamt undirliggjandi áhættuþáttum, áhættuhegðun og verndandi þáttum. Tækið er ætlað skólahjúkrunarfræðingum í framhaldsskólum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Sálfélagsleg líðan fullorðinna einstaklinga eftir innanskúmsblæðingu: kerfisbundið fræðilegt yfirlit

  Sjálfsprottin innanskúmsblæðing (SiB) er kölluð heila- blóðfall yngra fólksins. Sálfélagsleg vanlíðan einstaklinga sem fengið hafa SiB getur valdið þeim erfiðleikum með að ná takti í lífinu, jafnvel mörgum árum eftir áfallið. Þrátt fyrir fjölda rannsókna skortir kerfisbundna samantekt á þeim vanda sem einstaklingar með SiB standa frammi fyrir auk þekkingar á bestu hugsanlegu úrræðum.

  Fagið

  Blóð

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Ritrýnd grein

 • Hið ófyrirséða — fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ofbeldi á geðdeildum

  Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvað kveikti á árásargjarnri hegðun sjúklinga á geðdeildum og hvaða aðferðum starfsfólk beitti til að koma í veg fyrir hana.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Geðrækt

  Heilbrigðiskerfi

  Samskipti

  Ritrýnd grein

 • Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu

  Ingibjörg Hjaltadóttir og Hallveig Skúladóttir

  Mikil fjölgun í hópi þeirra sem vilja búa í sjálfstæðri búsetu þrátt fyrir versnandi heilsufar og óska eftir þjónustu heimahjúkrunar gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota samræmt matstæki, eins og interRAI-matstækið (Resident Assessment Instrument) sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Athafnir og þátttaka eldri borgara

  Margrét Brynjólfsdóttir, Guðrún Pálmadóttir og Sólveig Ása Árnadóttir

  Árið 2013 voru 13,6% íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum 65 ára eða eldri. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka athafnir og þátttöku í daglegu lífi meðal heimabúandi eldri borgara á þessu svæði.

  Fagið

  Ritrýnd grein

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála